Högni Egils í leikhópi Engla alheimsins Freyr Bjarnason skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Hjaltalín semur tónlistina við leikritið engla alheimsins í Þjóðleikhúsinu sem Þorleifur Örn Arnarson leikstýrir. Mynd/Hörður Sveinsson Hljómsveitin Hjaltalín er byrjuð að semja og taka upp tónlistina við leikritið Engla alheimsins sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 20. apríl. Söngvarinn Högni Egilsson mun jafnframt taka þátt í sýningunni. "Fyrir bíómyndina fengu þeir Sigur Rós til að semja tónlistina og okkur fannst spennandi að leita að frábæru bandi til að skapa hljóðheim uppsetningarinnar,“ segir leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarson. "Svo gaf Hjaltalín út þessa frábæru plötu [Enter 4] og það sannfærði okkur um að þetta væri rétta fólkið til að starfa með. Auðvitað hafa þau látið geðsjúkdóma og ábyrgð samfélagsins sig miklu varða undanfarnar vikur og mánuði og það ýtti undir hvað það væri tilvalið að fá þau um borð.“ Þorleifur Örn ræddi mikið við Högna Egilsson, sem tjáði sig einmitt um geðhvarfasýki sína í blaðaviðtali í fyrra. "Ég hugsaði með mér að með þá reynslu sem hann hefur væri hann ómetanlegur inn í hið listræna ferli sýningarinnar. Við tókum þá ákvörðun um að hann yrði hluti af leikhópnum,“ segir hann en Högni hefur hingað til ekki látið að sér kveða á leiksviði. Ekki er búið að ákveða hvaða hlutverki hann gegnir. "Högni hefur töfrandi sviðframkomu. Leiksvið er staður fyrir ungt fólk að tjá sig. Þar er hann ofboðslega sterkur og lætur engan ósnortinn. Það væri synd að nota hann ekki.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús, síðast fyrir sviðsetningu The Royal Shakespeare Company á Hróa hetti. Hann þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. "Þetta virðist ætla að verða spennandi og svolítið kraftmikil uppfærsla,“ segir Högni, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segist hann ekki hafa ákveðið að taka þátt vegna veikinda sinna. Það hafi einfaldlega verið gott tækifæri fyrir Hjaltalín að fá að semja tónlistina. Æfingar fyrir leikritið Engla alheimsins, sem er byggt á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, hefjast á miðvikudaginn í næstu viku. Verkið leggst mjög vel í Þorleif Örn. "Ég er þvílíkt spenntur. Að frumsýna í Þjóðleikhúsinu með verki sem svo mörgum þykir vænt um er ofboðsleg áskorun.“ Með aðalhlutverkið, Pál, fer Atli Rafn Sigurðarson. Með önnur hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson, Eggert Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og fleiri. Símon Birgisson annast leikgerðina ásamt Þorleifi Erni. Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hljómsveitin Hjaltalín er byrjuð að semja og taka upp tónlistina við leikritið Engla alheimsins sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 20. apríl. Söngvarinn Högni Egilsson mun jafnframt taka þátt í sýningunni. "Fyrir bíómyndina fengu þeir Sigur Rós til að semja tónlistina og okkur fannst spennandi að leita að frábæru bandi til að skapa hljóðheim uppsetningarinnar,“ segir leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarson. "Svo gaf Hjaltalín út þessa frábæru plötu [Enter 4] og það sannfærði okkur um að þetta væri rétta fólkið til að starfa með. Auðvitað hafa þau látið geðsjúkdóma og ábyrgð samfélagsins sig miklu varða undanfarnar vikur og mánuði og það ýtti undir hvað það væri tilvalið að fá þau um borð.“ Þorleifur Örn ræddi mikið við Högna Egilsson, sem tjáði sig einmitt um geðhvarfasýki sína í blaðaviðtali í fyrra. "Ég hugsaði með mér að með þá reynslu sem hann hefur væri hann ómetanlegur inn í hið listræna ferli sýningarinnar. Við tókum þá ákvörðun um að hann yrði hluti af leikhópnum,“ segir hann en Högni hefur hingað til ekki látið að sér kveða á leiksviði. Ekki er búið að ákveða hvaða hlutverki hann gegnir. "Högni hefur töfrandi sviðframkomu. Leiksvið er staður fyrir ungt fólk að tjá sig. Þar er hann ofboðslega sterkur og lætur engan ósnortinn. Það væri synd að nota hann ekki.“ Högni hefur áður samið tónlist fyrir leikhús, síðast fyrir sviðsetningu The Royal Shakespeare Company á Hróa hetti. Hann þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. "Þetta virðist ætla að verða spennandi og svolítið kraftmikil uppfærsla,“ segir Högni, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segist hann ekki hafa ákveðið að taka þátt vegna veikinda sinna. Það hafi einfaldlega verið gott tækifæri fyrir Hjaltalín að fá að semja tónlistina. Æfingar fyrir leikritið Engla alheimsins, sem er byggt á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, hefjast á miðvikudaginn í næstu viku. Verkið leggst mjög vel í Þorleif Örn. "Ég er þvílíkt spenntur. Að frumsýna í Þjóðleikhúsinu með verki sem svo mörgum þykir vænt um er ofboðsleg áskorun.“ Með aðalhlutverkið, Pál, fer Atli Rafn Sigurðarson. Með önnur hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson, Eggert Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Ævar Þór Benediktsson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og fleiri. Símon Birgisson annast leikgerðina ásamt Þorleifi Erni.
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira