Tvær þjóðir Þórður Snær júlíusson skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Seðlabankinn greindi frá því nýverið að alls hefðu um 76 milljarðar króna komið inn í íslenskt hagkerfi í gegnum hina svokölluðu fjárfestingaleið, eða 50/50-leið, á síðasta ári. Hún gengur út á að þeir sem eiga erlendan gjaldeyri geta keypt íslenskar krónur með miklum afslætti ef þeir koma með sömu upphæð inn í hagkerfið (og höftin) og skipta henni í krónur á gengi Seðlabankans. Seljendur, heildarsalar krónunnar, eru aflandskrónueigendur. Seðlabankinn er hins vegar kjörbúðin sem býður upp á viðskiptin. Samtals fá þeir sem koma þessa leið um 20 prósenta virðisaukningu á peningana sína. Ef öllum evrunum þeirra hefði verið skipt á seðlabankagenginu hefðu fengist um 62 milljarðar króna fyrir þær. Því er virðisaukningin, sem fékkst vegna leiðarinnar, um 14 milljarðar króna. Greining Íslandsbanka fjallaði um 50/50-leiðina í Morgunkorni sínu nýverið. Þar sagði að „vísbendingar [eru] um að verulegur hluti þess fjár sem kemur inn í gegn um 50/50 leiðina séu krónueignir Íslendinga sem hugsanlega myndu skila sér að stórum hluta inn í hagkerfið óháð útboðum Seðlabankans […] til upprifjunar var það tekið fram í áætlun um losun gjaldeyrishafta […] að markhópur fyrir 50/50 útboðsleiðina væru erlendir aðilar sem hefðu áform um að fjárfesta í íslensku atvinnulífi“. Þetta rímar við það sem aðilar innan bankakerfisins segja í einkasamtölum. Að gamlir útrásarvíkingar og íslensk útflutningsfyrirtæki nýti sér þessa leið grimmt til að fjölga krónunum sínum. Að Íslendingar sem búi erlendis taki jafnvel lán hjá erlendum bönkum til að flytja peninga heim og kaupa sér fasteignir eða aðrar eignir með miklum afslætti. Að íslensk fjármálafyrirtæki bjóði líka upp á „lausnir“ fyrir þá kúnna sem eiga gjaldeyri til að koma með hann inn í landið með þessum hætti. Seðlabankinn brást við þessari umræðu með greiningu á síðasta útboði sem fór fram 5. febrúar. Niðurstaða hennar var sú að innlendir fjárfestar ættu einungis 17 prósent af fjárhæðunum. Erlend félög í eigu innlendra aðila voru talin með. Vert er að taka fram að sú upphæð sem skipt var í krónur í þessu uppboði er um tíu prósent af heildarupphæðinni sem komið hefur til landsins í gegnum 50/50-leiðina. Fulltrúi Seðlabankans sagði enda í samtali við Fréttablaðið að ekki væri hægt að fullyrða að síðasta útboð gæfi greinargóða mynd af öllum fyrri útboðum. Þegar leitað var frekari upplýsinga um þau var lítið um svör. Slíkar upplýsingar lægju einfaldlega ekki fyrir. Það er öllum ljóst sem vilja sjá að á Íslandi er ekki allt vaðandi í erlendri fjárfestingu. Útlenskir fjárfestar eru því ekki að flytja hingað peninga í bílförmum. Með lækkun lágmarksfjárhæða í útboðunum, úr 8,6 milljónum í 4,3 milljónir, er líka ljóst að mun fleiri „venjulegir“ Íslendingar sem fá laun erlendis eða eiga þar eignir geta flutt peninga heim með miklum ágóða. Það er því hægt að segja að til séu tvær þjóðir á Íslandi. Sú fyrri býr hérlendis, þiggur laun í íslenskum krónum og lýtur gervigengi gjaldmiðilsins sem höftin búa til. Sú síðari þénar í gjaldeyri eða á erlendar eignir. Hún getur keypt í íslenskum fyrirtækjum, fasteignir eða bara fjárfest á 20 prósent lægra verði en fyrri hópurinn. Nú þegar liggur fyrir að gjaldeyrishöft verða ótímabundin mun eignamyndunarbilið á milli þessara tveggja hópa breikka. Hratt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Seðlabankinn greindi frá því nýverið að alls hefðu um 76 milljarðar króna komið inn í íslenskt hagkerfi í gegnum hina svokölluðu fjárfestingaleið, eða 50/50-leið, á síðasta ári. Hún gengur út á að þeir sem eiga erlendan gjaldeyri geta keypt íslenskar krónur með miklum afslætti ef þeir koma með sömu upphæð inn í hagkerfið (og höftin) og skipta henni í krónur á gengi Seðlabankans. Seljendur, heildarsalar krónunnar, eru aflandskrónueigendur. Seðlabankinn er hins vegar kjörbúðin sem býður upp á viðskiptin. Samtals fá þeir sem koma þessa leið um 20 prósenta virðisaukningu á peningana sína. Ef öllum evrunum þeirra hefði verið skipt á seðlabankagenginu hefðu fengist um 62 milljarðar króna fyrir þær. Því er virðisaukningin, sem fékkst vegna leiðarinnar, um 14 milljarðar króna. Greining Íslandsbanka fjallaði um 50/50-leiðina í Morgunkorni sínu nýverið. Þar sagði að „vísbendingar [eru] um að verulegur hluti þess fjár sem kemur inn í gegn um 50/50 leiðina séu krónueignir Íslendinga sem hugsanlega myndu skila sér að stórum hluta inn í hagkerfið óháð útboðum Seðlabankans […] til upprifjunar var það tekið fram í áætlun um losun gjaldeyrishafta […] að markhópur fyrir 50/50 útboðsleiðina væru erlendir aðilar sem hefðu áform um að fjárfesta í íslensku atvinnulífi“. Þetta rímar við það sem aðilar innan bankakerfisins segja í einkasamtölum. Að gamlir útrásarvíkingar og íslensk útflutningsfyrirtæki nýti sér þessa leið grimmt til að fjölga krónunum sínum. Að Íslendingar sem búi erlendis taki jafnvel lán hjá erlendum bönkum til að flytja peninga heim og kaupa sér fasteignir eða aðrar eignir með miklum afslætti. Að íslensk fjármálafyrirtæki bjóði líka upp á „lausnir“ fyrir þá kúnna sem eiga gjaldeyri til að koma með hann inn í landið með þessum hætti. Seðlabankinn brást við þessari umræðu með greiningu á síðasta útboði sem fór fram 5. febrúar. Niðurstaða hennar var sú að innlendir fjárfestar ættu einungis 17 prósent af fjárhæðunum. Erlend félög í eigu innlendra aðila voru talin með. Vert er að taka fram að sú upphæð sem skipt var í krónur í þessu uppboði er um tíu prósent af heildarupphæðinni sem komið hefur til landsins í gegnum 50/50-leiðina. Fulltrúi Seðlabankans sagði enda í samtali við Fréttablaðið að ekki væri hægt að fullyrða að síðasta útboð gæfi greinargóða mynd af öllum fyrri útboðum. Þegar leitað var frekari upplýsinga um þau var lítið um svör. Slíkar upplýsingar lægju einfaldlega ekki fyrir. Það er öllum ljóst sem vilja sjá að á Íslandi er ekki allt vaðandi í erlendri fjárfestingu. Útlenskir fjárfestar eru því ekki að flytja hingað peninga í bílförmum. Með lækkun lágmarksfjárhæða í útboðunum, úr 8,6 milljónum í 4,3 milljónir, er líka ljóst að mun fleiri „venjulegir“ Íslendingar sem fá laun erlendis eða eiga þar eignir geta flutt peninga heim með miklum ágóða. Það er því hægt að segja að til séu tvær þjóðir á Íslandi. Sú fyrri býr hérlendis, þiggur laun í íslenskum krónum og lýtur gervigengi gjaldmiðilsins sem höftin búa til. Sú síðari þénar í gjaldeyri eða á erlendar eignir. Hún getur keypt í íslenskum fyrirtækjum, fasteignir eða bara fjárfest á 20 prósent lægra verði en fyrri hópurinn. Nú þegar liggur fyrir að gjaldeyrishöft verða ótímabundin mun eignamyndunarbilið á milli þessara tveggja hópa breikka. Hratt.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun