Stór loforð vísa oft á mikil svik Þorsteinn Pálsson skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Það er kostur við samsteypustjórnir að við myndun þeirra eru þeir flokkar sem gefa óraunhæf kosningaloforð oft stoppaðir af. Stór kosningaloforð líta því stundum strax út eins og vísir að miklum málefnasvikum. Þetta er þó ekki algilt. Framsóknarflokkurinn á nú vaxandi fylgi að fagna og sýnist standa nær ríkisstjórnarborðinu en aðrir eftir kosningar. Um síðustu helgi ítrekaði hann eitt stærsta kosningaloforð allra tíma. Það er almenn endurgreiðsla og eftirgjöf verðbreytinga á húsnæðislánum fimm ár aftur í tímann. Hitt var nýtt að gera fullar efndir á þessu loforði að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku. Forsætisráðherra og innanríkisráðherra gáfu sams konar loforð eftir mikil mótmæli á Austurvelli eins og allir muna. Samstarfsmenn þeirra í báðum stjórnarflokkunum leiddu þær yfirlýsingar í jörð með hringekjufundum sérfræðinga. Allir vissu að ráðherrarnir höfðu lofað upp í ermina á sér, enda geymir hagsagan engin dæmi um að nokkurri þjóð hafi tekist að endurgreiða verðbólgu aftur í tímann. Nú staðhæfir formaður Framsóknarflokksins að ekkert slíkt muni endurtaka sig fái hann lyklavöld í Stjórnarráðinu. Því til sönnunar segir hann að kokhraustum mönnum séu allir veigir færir enda hafi kjarkur hans fært þjóðinni sigurniðurstöðu Efta-dómstólsins, sem hann treysti þó alls ekki fyrir málalyktum fyrr en eftir á. Þrátt fyrir sjálfstraustið getur þetta þó orðið snúið. Tvær leiðir eru til að efna þetta loforð allra loforða. Önnur er að láta elli- og örorkulífeyrisþega borga brúsann í gegnum lífeyrissjóðina með því að sniðganga stjórnarskrárvarin réttindi þeirra. Hin er að hækka skatta sem nemur loforðakostnaðinum. Flækjan er sú að Framsóknarflokkurinn lofar líka að bæta velferðarkerfi aldraðra og öryrkja og lækka skatta.Ekki alveg einir á báti Þegar hér er komið í spurningum og svörum má reikna með að forystumenn Framsóknarflokksins bendi á að þeir vilji auka svo verðmætasköpun atvinnuveganna að unnt verði að lækka skatta, hækka laun á Landspítalanum og öðrum stofnunum ásamt því að endurgreiða heimilunum efnahagshrunið. Svör af þessu tagi eru stundum gild. En eins og þetta mál er vaxið reynir það verulega á þolrif trúgirninnar. Spurningin er: Kemur eitthvað fram í samþykktum Framsóknarflokksins sem vekur vonir um að hér verði þær grundvallarbreytingar á efnahagsumhverfinu að reikna megi með þeim ofurhagvexti sem nauðsynlegur er til að standa undir loforðunum? Hagfræðingar geta dæmt um það. En veikleikinn frá sjónarhorni almenns kjósanda er sá að þetta verður alltént ekki ráðið af textanum. Menn þurfa þá að trúa á eitthvað sem gæti leynst á milli línanna. Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur gefið slíkt loforð um almenna endurgreiðslu húsnæðislána. Framsóknarmenn eru þó ekki einir á báti. Áhrifamiklir frambjóðendur sjálfstæðismanna og Samfylkingar tala með sama hætti án þess að svara hvernig það skuli gert. Þeirra bíður sama trúverðugleikaklípa að kosningum loknum. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og VG vara við yfirboðum af þessu tagi. Svo virðist sem enginn þeirra vilji taka þá áhættu að þurfa að standa utan ríkisstjórnar til þess eins að komast hjá að svíkja óraunhæf kosningaloforð. En má treysta á þá varfærni þegar kemur að stjórnarmyndun og Framsóknarflokkurinn verður kominn í aðstöðu til að setja skilyrðin?Einir á báti Framsóknarflokkurinn rær nú einn á báti með þá ófrávíkjanlegu afstöðu að ræða ekki aðra kosti í gjaldmiðilsmálum en krónuna. Fyrir ári boðaði Samfylkingin ein upptöku gjaldgengrar myntar. Nú benda fleiri stefnumótandi einingar á að krónan er Þrándur í Götu frjálsra viðskipta, einkaframtaks, hagvaxtar og velferðar. Þannig blasir við breytt pólitískt landslag í þessum efnum þó að skoðanakannanir segi aðra sögu um afstöðu kjósenda. Á liðnu sumri samþykkti VG í ríkisstjórn, án fyrirvara gagnvart Evrópusambandinu, að Ísland stefndi markvisst að því að innleiða evruna. VG getur ekki horfið frá þessari stefnu fyrir kosningar nema segja sig úr ríkisstjórninni. Björt framtíð er nýtt umtalsvert stjórnmálaafl. Hún vill halda möguleikanum á upptöku evru opnum. Þá lagði efnahagsnefnd Sjálfstæðisflokksins nýverið til að ýmsir kostir varðandi einhliða upptöku á gjaldgengri mynt yrðu kannaðir því krónan nýttist ekki í alþjóðaviðskiptum. Þetta þýðir að fjórir af fimm stærstu flokkunum ýmist stefna að upptöku annarrar myntar eða fjalla um þann möguleika. Þótt spyrja megi hvaða hugur fylgi máli í hverju falli sýnir þetta athyglisverð umskipti á einu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Það er kostur við samsteypustjórnir að við myndun þeirra eru þeir flokkar sem gefa óraunhæf kosningaloforð oft stoppaðir af. Stór kosningaloforð líta því stundum strax út eins og vísir að miklum málefnasvikum. Þetta er þó ekki algilt. Framsóknarflokkurinn á nú vaxandi fylgi að fagna og sýnist standa nær ríkisstjórnarborðinu en aðrir eftir kosningar. Um síðustu helgi ítrekaði hann eitt stærsta kosningaloforð allra tíma. Það er almenn endurgreiðsla og eftirgjöf verðbreytinga á húsnæðislánum fimm ár aftur í tímann. Hitt var nýtt að gera fullar efndir á þessu loforði að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku. Forsætisráðherra og innanríkisráðherra gáfu sams konar loforð eftir mikil mótmæli á Austurvelli eins og allir muna. Samstarfsmenn þeirra í báðum stjórnarflokkunum leiddu þær yfirlýsingar í jörð með hringekjufundum sérfræðinga. Allir vissu að ráðherrarnir höfðu lofað upp í ermina á sér, enda geymir hagsagan engin dæmi um að nokkurri þjóð hafi tekist að endurgreiða verðbólgu aftur í tímann. Nú staðhæfir formaður Framsóknarflokksins að ekkert slíkt muni endurtaka sig fái hann lyklavöld í Stjórnarráðinu. Því til sönnunar segir hann að kokhraustum mönnum séu allir veigir færir enda hafi kjarkur hans fært þjóðinni sigurniðurstöðu Efta-dómstólsins, sem hann treysti þó alls ekki fyrir málalyktum fyrr en eftir á. Þrátt fyrir sjálfstraustið getur þetta þó orðið snúið. Tvær leiðir eru til að efna þetta loforð allra loforða. Önnur er að láta elli- og örorkulífeyrisþega borga brúsann í gegnum lífeyrissjóðina með því að sniðganga stjórnarskrárvarin réttindi þeirra. Hin er að hækka skatta sem nemur loforðakostnaðinum. Flækjan er sú að Framsóknarflokkurinn lofar líka að bæta velferðarkerfi aldraðra og öryrkja og lækka skatta.Ekki alveg einir á báti Þegar hér er komið í spurningum og svörum má reikna með að forystumenn Framsóknarflokksins bendi á að þeir vilji auka svo verðmætasköpun atvinnuveganna að unnt verði að lækka skatta, hækka laun á Landspítalanum og öðrum stofnunum ásamt því að endurgreiða heimilunum efnahagshrunið. Svör af þessu tagi eru stundum gild. En eins og þetta mál er vaxið reynir það verulega á þolrif trúgirninnar. Spurningin er: Kemur eitthvað fram í samþykktum Framsóknarflokksins sem vekur vonir um að hér verði þær grundvallarbreytingar á efnahagsumhverfinu að reikna megi með þeim ofurhagvexti sem nauðsynlegur er til að standa undir loforðunum? Hagfræðingar geta dæmt um það. En veikleikinn frá sjónarhorni almenns kjósanda er sá að þetta verður alltént ekki ráðið af textanum. Menn þurfa þá að trúa á eitthvað sem gæti leynst á milli línanna. Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur gefið slíkt loforð um almenna endurgreiðslu húsnæðislána. Framsóknarmenn eru þó ekki einir á báti. Áhrifamiklir frambjóðendur sjálfstæðismanna og Samfylkingar tala með sama hætti án þess að svara hvernig það skuli gert. Þeirra bíður sama trúverðugleikaklípa að kosningum loknum. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og VG vara við yfirboðum af þessu tagi. Svo virðist sem enginn þeirra vilji taka þá áhættu að þurfa að standa utan ríkisstjórnar til þess eins að komast hjá að svíkja óraunhæf kosningaloforð. En má treysta á þá varfærni þegar kemur að stjórnarmyndun og Framsóknarflokkurinn verður kominn í aðstöðu til að setja skilyrðin?Einir á báti Framsóknarflokkurinn rær nú einn á báti með þá ófrávíkjanlegu afstöðu að ræða ekki aðra kosti í gjaldmiðilsmálum en krónuna. Fyrir ári boðaði Samfylkingin ein upptöku gjaldgengrar myntar. Nú benda fleiri stefnumótandi einingar á að krónan er Þrándur í Götu frjálsra viðskipta, einkaframtaks, hagvaxtar og velferðar. Þannig blasir við breytt pólitískt landslag í þessum efnum þó að skoðanakannanir segi aðra sögu um afstöðu kjósenda. Á liðnu sumri samþykkti VG í ríkisstjórn, án fyrirvara gagnvart Evrópusambandinu, að Ísland stefndi markvisst að því að innleiða evruna. VG getur ekki horfið frá þessari stefnu fyrir kosningar nema segja sig úr ríkisstjórninni. Björt framtíð er nýtt umtalsvert stjórnmálaafl. Hún vill halda möguleikanum á upptöku evru opnum. Þá lagði efnahagsnefnd Sjálfstæðisflokksins nýverið til að ýmsir kostir varðandi einhliða upptöku á gjaldgengri mynt yrðu kannaðir því krónan nýttist ekki í alþjóðaviðskiptum. Þetta þýðir að fjórir af fimm stærstu flokkunum ýmist stefna að upptöku annarrar myntar eða fjalla um þann möguleika. Þótt spyrja megi hvaða hugur fylgi máli í hverju falli sýnir þetta athyglisverð umskipti á einu ári.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun