Meiri hlátur en grátur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. febrúar 2013 15:30 Bíó. Kon-Tiki. Leikstjórn: Joachim Rønning, Espen Sandberg. Leikarar: Pål Sverre Valheim Hagen, Anders Baasmo Christiansen, Odd-Magnus Williamson, Agnes Kittelsen, Gustaf Skarsgård, Jacob Oftebro, Tobias Santelmann. Hin sannsögulega Kon-Tiki er norsk og segir frá fífldjarfri flekasiglingu landkönnuðarins Thors Heyerdal frá Perú til Pólýnesíu árið 1947. Þetta er gríðarlega íburðarmikil framleiðsla og sú allra dýrasta sem ráðist hefur verið í á Norðurlöndunum. Sagan af Thor Heyerdal er vissulega dramatísk að mörgu leyti, en hér er meiri hlátur en grátur. Það er eitthvað bráðfyndið við hið norska fas leikaranna, og myndin fattar það og spilar með. Aldrei er farið út í djúpu dramalaugina, og fyrir vikið verður hún meira í ætt við Indiana Jones en t.d. Aguirre, the Wrath of God, snarbrjálaða flekamynd Werners Herzog. Ég hef verið svo heppinn að sjá Kon-Tiki tvisvar, en hún var sýnd á RIFF síðasta haust. Tvö áhorf þolir hún vel, og jafnvel fleiri. Þessir krúttlegu Norðmenn á flekanum verða á skömmum tíma bestu vinir manns, en Heyerdal er magnaður persónuleiki sem er mis-auðvelt að skilja. Stundum er sem skynsemi hans sé af skornum skammti, en ástríðan er smitandi og ég vil trúa því að ég hefði sjálfur fylgt honum alla leið á flekanum. Flekamennin komast þó reglulega í hann krappann, og þegar fjörið stendur sem hæst eru bókstaflega tekin andköf. Listræn stjórnun er fyrsta flokks og myndatakan hreint ótrúleg. Útkoman er "sannkallað augnakonfekt", frasi sem er ef til vill orðinn þreyttur, en á engu að síður fullkomlega við hér. Niðurstaða: Ógleymanleg mynd um hreint út sagt ótrúlegan atburð. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. Kon-Tiki. Leikstjórn: Joachim Rønning, Espen Sandberg. Leikarar: Pål Sverre Valheim Hagen, Anders Baasmo Christiansen, Odd-Magnus Williamson, Agnes Kittelsen, Gustaf Skarsgård, Jacob Oftebro, Tobias Santelmann. Hin sannsögulega Kon-Tiki er norsk og segir frá fífldjarfri flekasiglingu landkönnuðarins Thors Heyerdal frá Perú til Pólýnesíu árið 1947. Þetta er gríðarlega íburðarmikil framleiðsla og sú allra dýrasta sem ráðist hefur verið í á Norðurlöndunum. Sagan af Thor Heyerdal er vissulega dramatísk að mörgu leyti, en hér er meiri hlátur en grátur. Það er eitthvað bráðfyndið við hið norska fas leikaranna, og myndin fattar það og spilar með. Aldrei er farið út í djúpu dramalaugina, og fyrir vikið verður hún meira í ætt við Indiana Jones en t.d. Aguirre, the Wrath of God, snarbrjálaða flekamynd Werners Herzog. Ég hef verið svo heppinn að sjá Kon-Tiki tvisvar, en hún var sýnd á RIFF síðasta haust. Tvö áhorf þolir hún vel, og jafnvel fleiri. Þessir krúttlegu Norðmenn á flekanum verða á skömmum tíma bestu vinir manns, en Heyerdal er magnaður persónuleiki sem er mis-auðvelt að skilja. Stundum er sem skynsemi hans sé af skornum skammti, en ástríðan er smitandi og ég vil trúa því að ég hefði sjálfur fylgt honum alla leið á flekanum. Flekamennin komast þó reglulega í hann krappann, og þegar fjörið stendur sem hæst eru bókstaflega tekin andköf. Listræn stjórnun er fyrsta flokks og myndatakan hreint ótrúleg. Útkoman er "sannkallað augnakonfekt", frasi sem er ef til vill orðinn þreyttur, en á engu að síður fullkomlega við hér. Niðurstaða: Ógleymanleg mynd um hreint út sagt ótrúlegan atburð.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira