Skuggi er yfir brotthvarfi páfa Óli Kristján Ármanssson skrifar 19. febrúar 2013 11:15 Benedikt sextándi páfi kom um helgina í fyrsta sinn fram opinberlega eftir að hann tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hygðist láta af embætti fyrir aldurssakir. Hann er á 86. aldursári. Tugþúsundir hlýddu á hann á Péturstorginu í Róm. Örfá dæmi eru um að páfar hafi látið af embætti. Síðast gerðist það fyrir tæpum sex hundruð árum. Páfar, sem trúaðir telja sérlega sendiboða almættisins hér á jörð, hafa hingað til ekki látið ellihrumleika aftra sér. Sumir gátu varla lyft hendi til að veifa. Benedikt sextándi segist hins vegar telja að heilsubrestur sökum elli aftri honum frá því að vera sá kirkjunnar þjónn sem þörf sé á um þessar mundir. Ekki sé nóg að andinn sé sterkur, holdið þurfi að vera það líka. Um mánaðamótin tekur hann því aftur upp sitt gamla nafn, Joseph Ratzinger. Ýmsar sögusagnir eru um mögulegar aðrar ástæður þess að páfinn kýs að hverfa úr embætti. Hann er til dæmis sagður hafa mætt óvæntu mótlæti innan kirkjunnar við umbætur sem hann vildi koma á í kjölfar umræðu um kynferðisbrot kaþólskra presta. Kann þar eitthvað að vera til í að hann hafi skort styrk til að taka slaginn og ákvörðun um að hætta sé því góðra gjalda verð. Svona svo fremi sem gott hljótist af. En um leið hlýtur að læðast að manni sá grunur að með ákvörðun sinni sé Benedikt sextándi páfi að fórna sér fyrir stofnunina sem hann hefur þjónað. Spjótin beinast nefnilega í auknum mæli að honum sjálfum í tengslum við glæpi kirkjunnar í að hylma yfir og færa til í starfi barnaníðinga í hennar röðum. Í nýrri heimildarmynd, Mea Maxima Culpa, sem aðallega fjallar um glæpi bandarísks prests sem níddist á heyrnarlausum drengjum í tvo áratugi, kemur fram að Joseph Ratzinger, þá kardínáli, hafi stýrt umsjá kynferðisbrotamála innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu. Embættinu hafi hann sinnt frá 2001 til 2005 þegar hann varð páfi. Hans fyrsta verk í embætti hafi verið að senda biskupum bréf um að samkvæmt reglum kirkjunnar mættu afbrot innan hennar raða ekki verða opinber. Og þegar biskupar í Bandaríkjunum vildu fá heimild til að svipta barnaníðinga hempunni var þeim neitað um hana. Meiri manndómur væri í að kaþólska kirkjan viðurkenndi mistök sín og glæpi og sæi til þess að sagan fengi ekki endurtekið sig. Stofnunin virðist hins vegar hafa vaxið yfir höfuð manngæskunni sem trúin boðar. Sé páfinn að hverfa úr embætti til þess að forða kirkjunni frá erfiðri umræðu tengdri hans persónu er enn verið að verja stofnunina, á kostnað manngæskunnar. Hér hefur síðustu misseri átt sér stað vitundarvakning í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum og viðbrögð við þeim. Vonandi færast hlutir líka til betri vegar hjá stærstu kirkjustofnun heims. Öðrum kosti verður hún áfram víti til varnaðar um hvernig ekki skuli bregðast við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Benedikt sextándi páfi kom um helgina í fyrsta sinn fram opinberlega eftir að hann tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hygðist láta af embætti fyrir aldurssakir. Hann er á 86. aldursári. Tugþúsundir hlýddu á hann á Péturstorginu í Róm. Örfá dæmi eru um að páfar hafi látið af embætti. Síðast gerðist það fyrir tæpum sex hundruð árum. Páfar, sem trúaðir telja sérlega sendiboða almættisins hér á jörð, hafa hingað til ekki látið ellihrumleika aftra sér. Sumir gátu varla lyft hendi til að veifa. Benedikt sextándi segist hins vegar telja að heilsubrestur sökum elli aftri honum frá því að vera sá kirkjunnar þjónn sem þörf sé á um þessar mundir. Ekki sé nóg að andinn sé sterkur, holdið þurfi að vera það líka. Um mánaðamótin tekur hann því aftur upp sitt gamla nafn, Joseph Ratzinger. Ýmsar sögusagnir eru um mögulegar aðrar ástæður þess að páfinn kýs að hverfa úr embætti. Hann er til dæmis sagður hafa mætt óvæntu mótlæti innan kirkjunnar við umbætur sem hann vildi koma á í kjölfar umræðu um kynferðisbrot kaþólskra presta. Kann þar eitthvað að vera til í að hann hafi skort styrk til að taka slaginn og ákvörðun um að hætta sé því góðra gjalda verð. Svona svo fremi sem gott hljótist af. En um leið hlýtur að læðast að manni sá grunur að með ákvörðun sinni sé Benedikt sextándi páfi að fórna sér fyrir stofnunina sem hann hefur þjónað. Spjótin beinast nefnilega í auknum mæli að honum sjálfum í tengslum við glæpi kirkjunnar í að hylma yfir og færa til í starfi barnaníðinga í hennar röðum. Í nýrri heimildarmynd, Mea Maxima Culpa, sem aðallega fjallar um glæpi bandarísks prests sem níddist á heyrnarlausum drengjum í tvo áratugi, kemur fram að Joseph Ratzinger, þá kardínáli, hafi stýrt umsjá kynferðisbrotamála innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu. Embættinu hafi hann sinnt frá 2001 til 2005 þegar hann varð páfi. Hans fyrsta verk í embætti hafi verið að senda biskupum bréf um að samkvæmt reglum kirkjunnar mættu afbrot innan hennar raða ekki verða opinber. Og þegar biskupar í Bandaríkjunum vildu fá heimild til að svipta barnaníðinga hempunni var þeim neitað um hana. Meiri manndómur væri í að kaþólska kirkjan viðurkenndi mistök sín og glæpi og sæi til þess að sagan fengi ekki endurtekið sig. Stofnunin virðist hins vegar hafa vaxið yfir höfuð manngæskunni sem trúin boðar. Sé páfinn að hverfa úr embætti til þess að forða kirkjunni frá erfiðri umræðu tengdri hans persónu er enn verið að verja stofnunina, á kostnað manngæskunnar. Hér hefur síðustu misseri átt sér stað vitundarvakning í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum og viðbrögð við þeim. Vonandi færast hlutir líka til betri vegar hjá stærstu kirkjustofnun heims. Öðrum kosti verður hún áfram víti til varnaðar um hvernig ekki skuli bregðast við.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun