Stórvirki sem lýsir óhugnanlegum heimi Bergsteinn Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Páll Baldvin segir bókina opna heim sem hvergi sé að finna í samtímabókmenntum Evrópu, heim eftirnýlendutímans í Afríku. Fréttablaðið/GVA "Já, mér finnst þetta vera tímamótaverk og þeir bókmenntamenn danskir sem ég hef séð fjalla um þennan bálk eru á því máli líka," segir Páll Baldvin Baldvinsson um skáldsöguna Útlagann eftir danska rithöfundinn Jakob Ejersbo, sem kemur út í þýðingu Páls í dag. Útlaginn er fyrsti hlutinn í þríleik Ejersbo sem kom út í heimalandinu árið 2009. Sagan segir frá hinni fimmtán ára gömlu Samönthu, enskri stúlku sem hefur búið í Tansaníu frá þriggja ára aldri og finnst henni vera útskúfað bæði á heimili sínu og í skólanum. Hún verður ástfanginn af eldri manni sem reynist henni örlagaríkt; hún leiðist í fíkniefnaneyslu og verður smám saman sinn versti óvinur. Ejersbo, sonur millistéttahjóna, fæddist árið 1968 í Álaborg en flutti ungur til Tansaníu, þar sem foreldrar hans unnu við hjálparstarf, og bjó þar um tíu ára skeið. Ejersbo starfaði framan af sem blaðamaður en einbeitti sér alfarið að bókaskrifum eftir að þriðja skáldsaga hans, Nordkraft, sló í gegn árið 2002. Sú bók gerist á síðasta áratug tuttugustu aldar og lýsir lífi ungs fólks sem lifir á jaðrinum í heimi sem einkennist af neyslu fíkniefna, afbrotum og leit að ást og öryggi.Féll frá skömmu fyrir útgáfu Í kjölfarið hóf Ejersbo að skrifa það sem hann vildi að yrði sinn ópus, eins og Páll Baldvin kemst að orði; bálk um lífið í Tansaníu á níunda áratugnum. "Í ársbyrjun 2007 kom hann með 1.600 síðna handrit til Gyldendal," segir Páll Baldvin. "Þar var afráðið að skipta verkinu í þrennt; skáldsöguna Eksil, eða Útlagi eins og það heitir á íslensku, smásagnasafnið Revolution og skáldsöguna Liberty sem var enn ófullgerð." Örlögin tóku hins vegar í taumana; Ejersbo greindist með illkynja krabbamein í hálsi um haustið og lést í júlí 2008. Áður en hann dó gaf hann fyrirmæli um frágang verkanna sem komu út með nokkurra mánaða millibili árið 2009. "Allt í kringum útgáfuna mótast vissulega af því að Ejersbo deyr sviplega rétt í þann mund sem hann er að klára verkið til útgáfu," segir Páll. "En bálkurinn er sannanlega stórvirki. Það segir líka sína sögu að jafn stórt forlag og Gyldendal gefi út svona risavaxið verk með þéttu millibili."Eftir að hafa slegið í gegn með þriðju bók sinni, Nordkraft, hóf Ejerskraft að vinna að ópus sínum, bálki sem byggði að hluta á æviminningum hans frá Tansaníu. Ejersbo rétt náði að klára verkið til útgáfu áður en hann lést, fertugur að aldri.Opnar lokaðan heim Í eftirmála þýðanda segir að Danir hafi löngum veigrað sér við að fjalla um fortíð landsins sem nýlenduveldis; í því liggi helsta gildi bálksins sem Ejersbo skildi eftir sig. "Hann opnar fyrir lesendum heim sem hvergi er að finna í samtímabókmenntum í Evrópu, það er að segja eftirnýlenduástandið í Afríku," segir Páll Baldvin. Annað bindið í bálknum er smásagnasafn sem byggir á minniháttar persónum og atvikum úr fyrstu bókinni en í þeirri þriðju er saga Christians, vinar Samönthu úr Útlaganum, rakin. "Í gegnum þessa krakka sem hann lýsir opnar Ejersbo framandi og oft mjög óhugnanlegan heim þannig að úr verður stór dæmisaga um okkur Vesturlandabúa, framgang kapítalismans og hvernig Afríka er leikin." Bálkurinn er ævisögulegur að hluta og byggir á eigin reynslu Ejersbo frá því hann bjó í Tansaníu. "Samantha ber til dæmis svip af vinkonu Ejersbo sem hann tileinkaði Nordkraft og Christian, sem er aukapersóna í Útlaganum en söguhetjan í lokabókinni, ber sterkan svip af höfundi sínum." Páll segir engum blöðum um það að fletta að með Ejersbo hafi horfið einn merkasti samtímahöfundur Norðurlanda og þótt víðar væri leitað. "En hvert hann hefði farið eftir þetta verk veit maður auðvitað ekki." Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Já, mér finnst þetta vera tímamótaverk og þeir bókmenntamenn danskir sem ég hef séð fjalla um þennan bálk eru á því máli líka," segir Páll Baldvin Baldvinsson um skáldsöguna Útlagann eftir danska rithöfundinn Jakob Ejersbo, sem kemur út í þýðingu Páls í dag. Útlaginn er fyrsti hlutinn í þríleik Ejersbo sem kom út í heimalandinu árið 2009. Sagan segir frá hinni fimmtán ára gömlu Samönthu, enskri stúlku sem hefur búið í Tansaníu frá þriggja ára aldri og finnst henni vera útskúfað bæði á heimili sínu og í skólanum. Hún verður ástfanginn af eldri manni sem reynist henni örlagaríkt; hún leiðist í fíkniefnaneyslu og verður smám saman sinn versti óvinur. Ejersbo, sonur millistéttahjóna, fæddist árið 1968 í Álaborg en flutti ungur til Tansaníu, þar sem foreldrar hans unnu við hjálparstarf, og bjó þar um tíu ára skeið. Ejersbo starfaði framan af sem blaðamaður en einbeitti sér alfarið að bókaskrifum eftir að þriðja skáldsaga hans, Nordkraft, sló í gegn árið 2002. Sú bók gerist á síðasta áratug tuttugustu aldar og lýsir lífi ungs fólks sem lifir á jaðrinum í heimi sem einkennist af neyslu fíkniefna, afbrotum og leit að ást og öryggi.Féll frá skömmu fyrir útgáfu Í kjölfarið hóf Ejersbo að skrifa það sem hann vildi að yrði sinn ópus, eins og Páll Baldvin kemst að orði; bálk um lífið í Tansaníu á níunda áratugnum. "Í ársbyrjun 2007 kom hann með 1.600 síðna handrit til Gyldendal," segir Páll Baldvin. "Þar var afráðið að skipta verkinu í þrennt; skáldsöguna Eksil, eða Útlagi eins og það heitir á íslensku, smásagnasafnið Revolution og skáldsöguna Liberty sem var enn ófullgerð." Örlögin tóku hins vegar í taumana; Ejersbo greindist með illkynja krabbamein í hálsi um haustið og lést í júlí 2008. Áður en hann dó gaf hann fyrirmæli um frágang verkanna sem komu út með nokkurra mánaða millibili árið 2009. "Allt í kringum útgáfuna mótast vissulega af því að Ejersbo deyr sviplega rétt í þann mund sem hann er að klára verkið til útgáfu," segir Páll. "En bálkurinn er sannanlega stórvirki. Það segir líka sína sögu að jafn stórt forlag og Gyldendal gefi út svona risavaxið verk með þéttu millibili."Eftir að hafa slegið í gegn með þriðju bók sinni, Nordkraft, hóf Ejerskraft að vinna að ópus sínum, bálki sem byggði að hluta á æviminningum hans frá Tansaníu. Ejersbo rétt náði að klára verkið til útgáfu áður en hann lést, fertugur að aldri.Opnar lokaðan heim Í eftirmála þýðanda segir að Danir hafi löngum veigrað sér við að fjalla um fortíð landsins sem nýlenduveldis; í því liggi helsta gildi bálksins sem Ejersbo skildi eftir sig. "Hann opnar fyrir lesendum heim sem hvergi er að finna í samtímabókmenntum í Evrópu, það er að segja eftirnýlenduástandið í Afríku," segir Páll Baldvin. Annað bindið í bálknum er smásagnasafn sem byggir á minniháttar persónum og atvikum úr fyrstu bókinni en í þeirri þriðju er saga Christians, vinar Samönthu úr Útlaganum, rakin. "Í gegnum þessa krakka sem hann lýsir opnar Ejersbo framandi og oft mjög óhugnanlegan heim þannig að úr verður stór dæmisaga um okkur Vesturlandabúa, framgang kapítalismans og hvernig Afríka er leikin." Bálkurinn er ævisögulegur að hluta og byggir á eigin reynslu Ejersbo frá því hann bjó í Tansaníu. "Samantha ber til dæmis svip af vinkonu Ejersbo sem hann tileinkaði Nordkraft og Christian, sem er aukapersóna í Útlaganum en söguhetjan í lokabókinni, ber sterkan svip af höfundi sínum." Páll segir engum blöðum um það að fletta að með Ejersbo hafi horfið einn merkasti samtímahöfundur Norðurlanda og þótt víðar væri leitað. "En hvert hann hefði farið eftir þetta verk veit maður auðvitað ekki."
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira