Hægri varð vinstri Þórður snær júlíusson skrifar 27. febrúar 2013 06:00 Á einni helgi hefur hið pólitíska landslag á Íslandi umbreyst. VG opnaði skyndilega á raunverulegan möguleika á ríkisstjórnaraðild með því að samþykkja að klára aðildarviðræður ESB, þrátt fyrir að vera andsnúin aðild. Á sama tíma festi Sjálfstæðisflokkur sig í sessi sem eitt róttækasta stjórnmálaafl landsins. Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir að inntak stefnu hans sé að „tryggja frelsi og framþróun í þjóðfélaginu". Frá þeirri stefnu var horfið að hluta um helgina. Í fyrsta lagi var samþykkt ályktun á landsfundi um að hætta aðildarviðræðum við ESB og svipta þar með þjóðina frelsi til að kjósa um málið. Samhliða á að loka Evrópustofu, svo almenningur hafi ekki slíkan aðgang að upplýsingum. Í öðru lagi hefur flokkurinn fallið frá þeirri stefnu að hann leggi „áherslu á að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi". Fyrir tveimur árum lét Bjarni Benediktsson hafa eftir sér að það væri ekki sjálfsagt að útlendingar gætu keypt stórar jarðir á Íslandi. Hann steig annað stórt skref í átt að því að skapa geðþóttastýrt, en ekki almennt, fjárfestingaumhverfi á Íslandi í síðustu viku þegar hann sagði að afskrifa ætti að verulegu leyti kröfur erlendra vogunarsjóða í þrotabú föllnu bankanna. Þessari skoðun var gerð skil í Financial Times, einni af biblíum viðskiptalífsins. Í þriðja lagi virðist morgunljóst að hinir ungu forystumenn flokksins hafi beygt sig undir „heimsyfirráð eða dauði"-stefnu gömlu harðlínujaxlanna í flokknum. Þessi afstaða kristallaðist ágætlega í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem var vel skreytt af Davíðslegum aulahúmor á kostnað pólitískra andstæðinga. Hún hefur árum saman viljað markaðssetja sig sem sáttastjórnmálamann en steig þarna af þeirri braut. Á sama tíma kom VG út úr skápnum sem einhvers konar krataflokkur með áherslu á kvenfrelsi og umhverfismál. Það er ekki að sjá á samþykktri stjórnmálaályktun flokksins að hann sé róttækur vinstriflokkur, sem er samt sú skilgreining sem margir flokksmenn hans vilja kenna sig við. Það að samþykkja að klára ESB-viðræðurnar var þó pólitískt klókt hjá VG. Með því er flokkurinn allt í einu orðinn möguleiki í þriggja flokka stjórn með Bjartri framtíð og Samfylkingu. Saman mælast þessir þrír flokkar nú með um 42 prósent en ljóst er að formennska Katrínar Jakobsdóttur ætti að geta ýtt fylgi VG í tveggja stafa tölu. Þá eru fimm smáframboð að mælast með um átta prósenta fylgi sem gæti vel leitað til ofangreindra flokka. Að lokum er ljóst að innan bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru margir Evrópusinnar. Þeir gætu ákveðið að kjósa áframhaldandi viðræður. Því virðist hafa verið dregin lína í sandinn um helgina. Mögulegt ríkisstjórnarmynstur er annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með skuldaniðurfellingar, skattalækkanir og óljósa peningamálastefnu á oddinum. Hins vegar er möguleg þriggja flokka stjórn tveggja keimlíkra frjálslyndra jafnaðarmannaflokka og vinstriflokks, sem er að mörgu leyti hættur að haga sér eins og vinstriflokkur, með áframhaldandi aðildarviðræður sem aðalmál. Þetta verður athyglisvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Á einni helgi hefur hið pólitíska landslag á Íslandi umbreyst. VG opnaði skyndilega á raunverulegan möguleika á ríkisstjórnaraðild með því að samþykkja að klára aðildarviðræður ESB, þrátt fyrir að vera andsnúin aðild. Á sama tíma festi Sjálfstæðisflokkur sig í sessi sem eitt róttækasta stjórnmálaafl landsins. Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir að inntak stefnu hans sé að „tryggja frelsi og framþróun í þjóðfélaginu". Frá þeirri stefnu var horfið að hluta um helgina. Í fyrsta lagi var samþykkt ályktun á landsfundi um að hætta aðildarviðræðum við ESB og svipta þar með þjóðina frelsi til að kjósa um málið. Samhliða á að loka Evrópustofu, svo almenningur hafi ekki slíkan aðgang að upplýsingum. Í öðru lagi hefur flokkurinn fallið frá þeirri stefnu að hann leggi „áherslu á að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi". Fyrir tveimur árum lét Bjarni Benediktsson hafa eftir sér að það væri ekki sjálfsagt að útlendingar gætu keypt stórar jarðir á Íslandi. Hann steig annað stórt skref í átt að því að skapa geðþóttastýrt, en ekki almennt, fjárfestingaumhverfi á Íslandi í síðustu viku þegar hann sagði að afskrifa ætti að verulegu leyti kröfur erlendra vogunarsjóða í þrotabú föllnu bankanna. Þessari skoðun var gerð skil í Financial Times, einni af biblíum viðskiptalífsins. Í þriðja lagi virðist morgunljóst að hinir ungu forystumenn flokksins hafi beygt sig undir „heimsyfirráð eða dauði"-stefnu gömlu harðlínujaxlanna í flokknum. Þessi afstaða kristallaðist ágætlega í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem var vel skreytt af Davíðslegum aulahúmor á kostnað pólitískra andstæðinga. Hún hefur árum saman viljað markaðssetja sig sem sáttastjórnmálamann en steig þarna af þeirri braut. Á sama tíma kom VG út úr skápnum sem einhvers konar krataflokkur með áherslu á kvenfrelsi og umhverfismál. Það er ekki að sjá á samþykktri stjórnmálaályktun flokksins að hann sé róttækur vinstriflokkur, sem er samt sú skilgreining sem margir flokksmenn hans vilja kenna sig við. Það að samþykkja að klára ESB-viðræðurnar var þó pólitískt klókt hjá VG. Með því er flokkurinn allt í einu orðinn möguleiki í þriggja flokka stjórn með Bjartri framtíð og Samfylkingu. Saman mælast þessir þrír flokkar nú með um 42 prósent en ljóst er að formennska Katrínar Jakobsdóttur ætti að geta ýtt fylgi VG í tveggja stafa tölu. Þá eru fimm smáframboð að mælast með um átta prósenta fylgi sem gæti vel leitað til ofangreindra flokka. Að lokum er ljóst að innan bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru margir Evrópusinnar. Þeir gætu ákveðið að kjósa áframhaldandi viðræður. Því virðist hafa verið dregin lína í sandinn um helgina. Mögulegt ríkisstjórnarmynstur er annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með skuldaniðurfellingar, skattalækkanir og óljósa peningamálastefnu á oddinum. Hins vegar er möguleg þriggja flokka stjórn tveggja keimlíkra frjálslyndra jafnaðarmannaflokka og vinstriflokks, sem er að mörgu leyti hættur að haga sér eins og vinstriflokkur, með áframhaldandi aðildarviðræður sem aðalmál. Þetta verður athyglisvert.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun