Í fótspor meistarans 3. mars 2013 10:00 Yfirhafnirnar báru keim af hinni þekktu „Cocoon“-kápu Cristóbals Balenciaga. nordicphotos/getty Haust- og vetrarlína Balenciaga var frumsýnd í París á fimmtudag. Þetta var fyrsta lína tískuhússins með Alexander Wang við stjórnvölinn og hafði hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tískuhúsið var stofnað af spænska klæðskeranum Cristóbal Balenciaga árið 1914 og á sér langa og merka sögu. Balenciaga þótti framsækinn hönnuður og var þekktur fyrir hreinar línur og framúrstefnulega hönnun. Fatahönnuðurinn Christian Dior dáðist mikið að hæfileikum Balenciaga og kallaði starfsbróður sinn „meistara okkar allra“. Tilkynnt var í lok síðasta árs að Wang myndi taka við af Nicolas Ghesquière sem aðalhönnuður Balenciaga. Ljóst var að Wangs beið ærið starf enda hafði Ghesquière aukið vinsældir tískuhússins um allan heim með hönnun sinni. Þegar Wang tók við starfinu kvaðst hann ætla sækja innblástur beint til Cristóbals Balenciaga. Yfirhafnir í anda „cocoon“-kápu Cristóbal, kvartermar og hreinar línur voru áberandi í línunni og eru menn sammála um að Wang hafi tekist vel til að nútímavæða hina klassísku hönnun Balenciaga. Wang hefur með þessu sýnt og sannað að hann er einn sá hæfileikaríkasti í bransanum í dag. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bermann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Haust- og vetrarlína Balenciaga var frumsýnd í París á fimmtudag. Þetta var fyrsta lína tískuhússins með Alexander Wang við stjórnvölinn og hafði hennar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Tískuhúsið var stofnað af spænska klæðskeranum Cristóbal Balenciaga árið 1914 og á sér langa og merka sögu. Balenciaga þótti framsækinn hönnuður og var þekktur fyrir hreinar línur og framúrstefnulega hönnun. Fatahönnuðurinn Christian Dior dáðist mikið að hæfileikum Balenciaga og kallaði starfsbróður sinn „meistara okkar allra“. Tilkynnt var í lok síðasta árs að Wang myndi taka við af Nicolas Ghesquière sem aðalhönnuður Balenciaga. Ljóst var að Wangs beið ærið starf enda hafði Ghesquière aukið vinsældir tískuhússins um allan heim með hönnun sinni. Þegar Wang tók við starfinu kvaðst hann ætla sækja innblástur beint til Cristóbals Balenciaga. Yfirhafnir í anda „cocoon“-kápu Cristóbal, kvartermar og hreinar línur voru áberandi í línunni og eru menn sammála um að Wang hafi tekist vel til að nútímavæða hina klassísku hönnun Balenciaga. Wang hefur með þessu sýnt og sannað að hann er einn sá hæfileikaríkasti í bransanum í dag.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bermann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög