Fékk að æfa með strákaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2013 06:00 Katrín Jónsdóttir segir árlegt æfingamót í Portúgal skipta íslenska kvennalandsliðið miklu máli. NordicPhotos/Getty Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir íslenska landsliðinu í Algarve-bikarnum sem hefst í Portúgal á morgun. Katrín stendur á tímamótum því hún er flutt frá Stokkhólmi norður til Umeå þar sem hún spilar með heimaliðinu í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Það var ljóst að hún yrði ekki áfram hjá Djurgården sem féll í fyrra. „Síðasta tímabil var rosalega erfitt og það er frábært fyrir mig að fá tækifæri til að spila áfram í þessari deild og þá með svona góðu liði," segir Katrín. „Gengi liðsins í fyrra var undir væntingum og fólk var svekkt yfir því. Núna í ár er sett stefnan á það að berjast í efri hluta deildarinnar," segir Katrín, sem er langelst í liðinu. „Þetta er mjög ungt lið. Það eru nokkrar fæddar 1988 og þá eru þær nú allavega orðnar 25 ára," segir Katrín létt, en hún verður 36 ára í lok maí. Katrín er nýflutt norður til Umeå en fram að því átti hún góða að í Stokkhólmi. „Ég er búin að vera að æfa með kvennaliði Djurgården og 17 ára strákaliði Brommapojkarna. Djurgården var almennilegt að leyfa mér að æfa með þeim til að byrja með og svo var það Magni Fanndal, sem er að þjálfa 19 ára karlaliðið hjá Brommapojkarna, sem kom mér í samband við sautján ára þjálfarann," segir Katrín en hvernig er að æfa með strákunum? „Það var mjög fínt og ég hefði viljað æfa oftar með þeim. Það var rosagott að geta fengið smá tempóæfingar og nauðsynlegt fyrir mig. Það var ekkert mál að halda sér í formi í ræktinni og byggja þar upp styrk og hlaupaform. Hlaupaformið var orðið mjög fínt en til þess að halda fótboltaforminu verður maður að vera í fótbolta. Það er gott að prófa eitthvað nýtt því það þýðir ekki bara að hlaupa eða lyfta. Það þarf að sparka í bolta líka," segir Katrín. Katrín er læknir en notar nú tækifærið til að bæta við sig menntun á meðan hún klárar fótboltaferilinn. „Ég mun halda áfram sérnámi mínu í heimilislækningum. Hér er það þannig að helmingurinn af sérnáminu fer inn á spítala og maður þarf að redda sér plássi inni á spítala. Ég ákvað að taka augn- og háls-, nef- og eyrnalækningar meðan ég er hér," segir Katrín. „Ég mun bara vera í fimmtíu prósenta stöðu þannig að þetta verður miklu minna álag en á síðasta ári. Það þarf samt að vera eitthvað. Fyrsta árið mitt í Djurgården var ég ekki að vinna. Það er ekkert mál í smá tíma en eftir smá tíma er það bara mannskemmandi að vera bara í fótbolta. Maður þarf að vera í einhverju öðru til að örva heilann," segir Katrín. Algarve-bikarinn skiptir íslenska landsliðið miklu máli enda mikilvægur fyrir Evrópumótið næsta sumar. Katrín þekkir þetta mót vel enda mætt til Portúgal í níunda skiptið á ferlinum. „Þetta er frábært mót fyrir okkur. Þetta eru margir leikir og það eru margir leikmenn sem fara með. Margir leikmenn fá tækifærið og ná sér í reynslu. Við fáum virkilega að reyna á okkur og sjá hvar við stöndum, sem er gríðarlega mikilvægt og þá sérstaklega á EM-ári. Það munu verða gerð mistök á þessu móti og við munum reyna að laga það og vera búnar að bæta það þegar við komum á EM. Það uppgötvar maður ekki með því að spila við lélegan mótherja," sagði Katrín að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir íslenska landsliðinu í Algarve-bikarnum sem hefst í Portúgal á morgun. Katrín stendur á tímamótum því hún er flutt frá Stokkhólmi norður til Umeå þar sem hún spilar með heimaliðinu í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Það var ljóst að hún yrði ekki áfram hjá Djurgården sem féll í fyrra. „Síðasta tímabil var rosalega erfitt og það er frábært fyrir mig að fá tækifæri til að spila áfram í þessari deild og þá með svona góðu liði," segir Katrín. „Gengi liðsins í fyrra var undir væntingum og fólk var svekkt yfir því. Núna í ár er sett stefnan á það að berjast í efri hluta deildarinnar," segir Katrín, sem er langelst í liðinu. „Þetta er mjög ungt lið. Það eru nokkrar fæddar 1988 og þá eru þær nú allavega orðnar 25 ára," segir Katrín létt, en hún verður 36 ára í lok maí. Katrín er nýflutt norður til Umeå en fram að því átti hún góða að í Stokkhólmi. „Ég er búin að vera að æfa með kvennaliði Djurgården og 17 ára strákaliði Brommapojkarna. Djurgården var almennilegt að leyfa mér að æfa með þeim til að byrja með og svo var það Magni Fanndal, sem er að þjálfa 19 ára karlaliðið hjá Brommapojkarna, sem kom mér í samband við sautján ára þjálfarann," segir Katrín en hvernig er að æfa með strákunum? „Það var mjög fínt og ég hefði viljað æfa oftar með þeim. Það var rosagott að geta fengið smá tempóæfingar og nauðsynlegt fyrir mig. Það var ekkert mál að halda sér í formi í ræktinni og byggja þar upp styrk og hlaupaform. Hlaupaformið var orðið mjög fínt en til þess að halda fótboltaforminu verður maður að vera í fótbolta. Það er gott að prófa eitthvað nýtt því það þýðir ekki bara að hlaupa eða lyfta. Það þarf að sparka í bolta líka," segir Katrín. Katrín er læknir en notar nú tækifærið til að bæta við sig menntun á meðan hún klárar fótboltaferilinn. „Ég mun halda áfram sérnámi mínu í heimilislækningum. Hér er það þannig að helmingurinn af sérnáminu fer inn á spítala og maður þarf að redda sér plássi inni á spítala. Ég ákvað að taka augn- og háls-, nef- og eyrnalækningar meðan ég er hér," segir Katrín. „Ég mun bara vera í fimmtíu prósenta stöðu þannig að þetta verður miklu minna álag en á síðasta ári. Það þarf samt að vera eitthvað. Fyrsta árið mitt í Djurgården var ég ekki að vinna. Það er ekkert mál í smá tíma en eftir smá tíma er það bara mannskemmandi að vera bara í fótbolta. Maður þarf að vera í einhverju öðru til að örva heilann," segir Katrín. Algarve-bikarinn skiptir íslenska landsliðið miklu máli enda mikilvægur fyrir Evrópumótið næsta sumar. Katrín þekkir þetta mót vel enda mætt til Portúgal í níunda skiptið á ferlinum. „Þetta er frábært mót fyrir okkur. Þetta eru margir leikir og það eru margir leikmenn sem fara með. Margir leikmenn fá tækifærið og ná sér í reynslu. Við fáum virkilega að reyna á okkur og sjá hvar við stöndum, sem er gríðarlega mikilvægt og þá sérstaklega á EM-ári. Það munu verða gerð mistök á þessu móti og við munum reyna að laga það og vera búnar að bæta það þegar við komum á EM. Það uppgötvar maður ekki með því að spila við lélegan mótherja," sagði Katrín að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti