Breytir frumrauninni í kvikmyndahandrit Sara McMahon skrifar 7. mars 2013 06:00 Leikhúsið heillar Ragnar Bragason vinnur að því að breyta leikverki sínu, Gullregni, í kvikmyndahandrit. fréttablaðið/Anton "Ég er byrjaður að leggja drög að handritinu og ef allt gengur að óskum gæti ég byrjað að taka myndina upp á næsta ári," segir Ragnar Bragason, leikstjóri, sem er í óða önn að breyta leikverkinu Gullregn í kvikmyndahandrit. Verkið er frumraun Ragnars á sviði leiklistar og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember í fyrra. Gullregn segir frá Indíönu sem býr í blokk í Fellahverfinu og er umkringd fólki sem hún fyrirlítur. Meðal leikenda eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Aðspurður segir Ragnar að það þurfi að huga að ýmsu þegar breyta á leikriti í kvikmyndahandrit. "Fyrst þarf að yfirstíga virðinguna fyrir frumverkinu og þegar maður skrifaði frumverkið sjálfur, þá eru tilfinningarnar djúpstæðari. Þegar Gullregn varð til sem leikverk var ég alltaf með radarinn úti og spáði í það hvernig ég gæti mögulega gert verkið að kvikmynd. Ég hripaði hugmyndirnar niður á sínum tíma og gat því gengið að þeim núna." Hann segist vilja fá sama leikarahópinn til að endurtaka hlutverk sín í kvikmyndinni. "Ég hef leyft leikurunum að fylgjast með gangi mála og það ríkir mikil spenningur fyrir verkefninu." Ragnar viðurkennir að þær góðu móttökur sem Gullregn hefur fengið hafi ýtt enn frekar undir þá löngun hans til að vinna meira við leikhús. "Mér finnst ágætt að blanda þessu tvennu saman. Smjörþefurinn sem ég fékk við gerð Gullregns hefur bara æst í manni hungrið," segir leikstjórinn að lokum. Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég er byrjaður að leggja drög að handritinu og ef allt gengur að óskum gæti ég byrjað að taka myndina upp á næsta ári," segir Ragnar Bragason, leikstjóri, sem er í óða önn að breyta leikverkinu Gullregn í kvikmyndahandrit. Verkið er frumraun Ragnars á sviði leiklistar og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember í fyrra. Gullregn segir frá Indíönu sem býr í blokk í Fellahverfinu og er umkringd fólki sem hún fyrirlítur. Meðal leikenda eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Aðspurður segir Ragnar að það þurfi að huga að ýmsu þegar breyta á leikriti í kvikmyndahandrit. "Fyrst þarf að yfirstíga virðinguna fyrir frumverkinu og þegar maður skrifaði frumverkið sjálfur, þá eru tilfinningarnar djúpstæðari. Þegar Gullregn varð til sem leikverk var ég alltaf með radarinn úti og spáði í það hvernig ég gæti mögulega gert verkið að kvikmynd. Ég hripaði hugmyndirnar niður á sínum tíma og gat því gengið að þeim núna." Hann segist vilja fá sama leikarahópinn til að endurtaka hlutverk sín í kvikmyndinni. "Ég hef leyft leikurunum að fylgjast með gangi mála og það ríkir mikil spenningur fyrir verkefninu." Ragnar viðurkennir að þær góðu móttökur sem Gullregn hefur fengið hafi ýtt enn frekar undir þá löngun hans til að vinna meira við leikhús. "Mér finnst ágætt að blanda þessu tvennu saman. Smjörþefurinn sem ég fékk við gerð Gullregns hefur bara æst í manni hungrið," segir leikstjórinn að lokum.
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira