Viljum ekki skerða hlut neins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2013 07:00 Tekist á eftir leik. Kristín Harpa Hálfdánardóttir, íþróttastjóri Rúv, ýtir hér ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis af keppnisgólfinu. mynd/sport.is/hilmar þór guðmundsson Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant. „Það átti sér stað óheppilegt atvik í lok úrslitaleiks karla í handbolta sem við erum að fara yfir." Þetta segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, um uppákomu sem átti sér stað á milli Kristínar Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, og Daníels Rúnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins. Bjarni vildi ekki tjá sig frekar um atvikið sem kom upp eftir leikinn, Eftir að ÍR tryggði sér sigur í bikarkeppninni á sunnudag ætlaði Daníel að fara inn á keppnisgólfið til að mynda fögnuð ÍR-inga, eins og venja hefur verið á íþróttakappleikjum hérlendis til margra ára. Það gekk ekki eftir og fyrir vikið gátu Fréttablaðið og Vísir ekki þjónustað lesendur á sama máta og verið hefur og ætlunin var að gera nú. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að nýjar reglur hafi verið settar um framkvæmd leikjanna um helgina. Meðal þeirra var að ljósmyndarar mættu ekki fara inn á keppnisgólfið strax eftir leik til að trufla ekki sjónvarpsútsendingu Rúv, rétthafa bikarkeppninnar í handbolta. „Grundvallaratriði í þessu máli er að ákveðin skilaboð virðast ekki hafa skilað sér til viðkomandi aðila," segir Einar. Hann segir að þó svo að það hafi tíðkast á handboltaleikjum hérlendis í mörg ár að ljósmyndarar myndi fögnuð leikmanna strax eftir leik sé slíkt óþekkt á sambærilegum leikjum í Evrópu. „Við búum til að mynda við mjög strangar vinnureglur í kringum alþjóðlega leiki og þó svo að þetta sé litla Ísland þá viljum við vanda til og passa upp á að allt gangi vel fyrir sig," segir Einar. „Þeir ljósmyndarar sem hafa til dæmis myndað á stórmótum landsliðs erlendis þekkja það vel." Einar segir að HSÍ muni taka þessi mál til skoðunar, ekki síst í þeim tilgangi að gefa öllum fjölmiðlum tækifæri á að nálgast myndefnið á fullnægjandi máta. „Við ætluðum okkur ekki að skerða hlut neins fjölmiðils. Það eru engu að síður ákveðnar reglur sem gilda í kringum íþróttakappleiki og menn þurfa að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að búa þannig um hnútana að allir geti vel við unað," segir Einar en upplýsingar um þessar reglur bárust ekki ljósmyndadeild 365 fyrir leikinn. Einar segir þó að starfsmenn fréttamiðla eigi ekki að sjá til þess að reglunum sé framfylgt. „Það er gæsla á leiknum og þeir aðilar eiga að passa upp á þetta – ekki starfsmenn fréttamiðla," segir Einar. Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerði alvarlegar athugasemdir við framferði Kristínar Hörpu. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé gengið í skrokk á fólki," sagði Rakel. „Það var ekki talað við Daníel heldur var honum einfaldlega ýtt út af vellinum. Það hefði þurft að senda út tilkynningu um þetta fyrir fram að það megi ekki mynda viðburðinn. Ljósmyndararnir sátu allan leikinn og voru svo skyndilega stöðvaðir. Mér finnst þetta algjörlega til skammar," segir Rakel. Von er á yfirlýsingu frá félaginu í dag. Pjetur Sigurðsson, yfirmaður ljósmyndadeildar 365, staðfestir að deildinni hafi ekki borist neinar upplýsingar um breyttar reglur um aðgengi ljósmyndara fyrir bikarúrslitaleikina. „Þetta var óheppilegt atvik en okkur bárust aldrei neinar upplýsingar um neins konar starfsreglur sem áttu að vera í gildi. Það komu ekki heldur fram neinar ábendingar um slíkt á fundi HSÍ með fjölmiðlafólki í síðustu viku. Þann fund sat ég,“ áréttar Pjetur. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant. „Það átti sér stað óheppilegt atvik í lok úrslitaleiks karla í handbolta sem við erum að fara yfir." Þetta segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, um uppákomu sem átti sér stað á milli Kristínar Hörpu Hálfdánardóttur, íþróttastjóra Rúv, og Daníels Rúnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins. Bjarni vildi ekki tjá sig frekar um atvikið sem kom upp eftir leikinn, Eftir að ÍR tryggði sér sigur í bikarkeppninni á sunnudag ætlaði Daníel að fara inn á keppnisgólfið til að mynda fögnuð ÍR-inga, eins og venja hefur verið á íþróttakappleikjum hérlendis til margra ára. Það gekk ekki eftir og fyrir vikið gátu Fréttablaðið og Vísir ekki þjónustað lesendur á sama máta og verið hefur og ætlunin var að gera nú. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að nýjar reglur hafi verið settar um framkvæmd leikjanna um helgina. Meðal þeirra var að ljósmyndarar mættu ekki fara inn á keppnisgólfið strax eftir leik til að trufla ekki sjónvarpsútsendingu Rúv, rétthafa bikarkeppninnar í handbolta. „Grundvallaratriði í þessu máli er að ákveðin skilaboð virðast ekki hafa skilað sér til viðkomandi aðila," segir Einar. Hann segir að þó svo að það hafi tíðkast á handboltaleikjum hérlendis í mörg ár að ljósmyndarar myndi fögnuð leikmanna strax eftir leik sé slíkt óþekkt á sambærilegum leikjum í Evrópu. „Við búum til að mynda við mjög strangar vinnureglur í kringum alþjóðlega leiki og þó svo að þetta sé litla Ísland þá viljum við vanda til og passa upp á að allt gangi vel fyrir sig," segir Einar. „Þeir ljósmyndarar sem hafa til dæmis myndað á stórmótum landsliðs erlendis þekkja það vel." Einar segir að HSÍ muni taka þessi mál til skoðunar, ekki síst í þeim tilgangi að gefa öllum fjölmiðlum tækifæri á að nálgast myndefnið á fullnægjandi máta. „Við ætluðum okkur ekki að skerða hlut neins fjölmiðils. Það eru engu að síður ákveðnar reglur sem gilda í kringum íþróttakappleiki og menn þurfa að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að búa þannig um hnútana að allir geti vel við unað," segir Einar en upplýsingar um þessar reglur bárust ekki ljósmyndadeild 365 fyrir leikinn. Einar segir þó að starfsmenn fréttamiðla eigi ekki að sjá til þess að reglunum sé framfylgt. „Það er gæsla á leiknum og þeir aðilar eiga að passa upp á þetta – ekki starfsmenn fréttamiðla," segir Einar. Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerði alvarlegar athugasemdir við framferði Kristínar Hörpu. „Það er algjörlega fáránlegt að það sé gengið í skrokk á fólki," sagði Rakel. „Það var ekki talað við Daníel heldur var honum einfaldlega ýtt út af vellinum. Það hefði þurft að senda út tilkynningu um þetta fyrir fram að það megi ekki mynda viðburðinn. Ljósmyndararnir sátu allan leikinn og voru svo skyndilega stöðvaðir. Mér finnst þetta algjörlega til skammar," segir Rakel. Von er á yfirlýsingu frá félaginu í dag. Pjetur Sigurðsson, yfirmaður ljósmyndadeildar 365, staðfestir að deildinni hafi ekki borist neinar upplýsingar um breyttar reglur um aðgengi ljósmyndara fyrir bikarúrslitaleikina. „Þetta var óheppilegt atvik en okkur bárust aldrei neinar upplýsingar um neins konar starfsreglur sem áttu að vera í gildi. Það komu ekki heldur fram neinar ábendingar um slíkt á fundi HSÍ með fjölmiðlafólki í síðustu viku. Þann fund sat ég,“ áréttar Pjetur.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira