Rómantískt sjónarhorn Þóroddur Bjarnason skrifar 14. mars 2013 06:00 Gamlar gersemar. Sýningarstjóri: Halldór Björn Runólfsson. Listasafn Íslands. Það er hlýleg og rómantísk stemning á sýningunni Gamlar gersemar sem stendur yfir í Listasafni Íslands þessa dagana í sal 1 og 2. Um er að ræða sýningu á gömlum gersemum, eins og verkin eru kölluð, úr safneign Listasafnsins eftir listamenn sem allir létust fyrir meira en 70 árum síðan og höfundarréttur er því fallinn niður á verkunum. Sýningunni er skipt í tvennt. Í sal 1 eru verk íslenskra myndlistarmanna en í sal 2 eru verk erlendra listamanna, aðallega Norðurlandabúa. Að uppistöðu til eru erlendu verkin úr stofngjöf Listasafnsins en Björn Bjarnason stofnaði safnið árið 1884 og fór þess á leit við listamenn á Norðurlöndunum að þeir gæfu listaverk svo hægt væri að stofna hér safn. Verkin á sýningunni eru rómantísk, nýklassísk og realísk í takt við samnefnd tímabil listasögunnar á ofanverðri nítjándu öld. Þarna er þó nokkuð um myndir af „engu", þ.e. landslagsmyndum sem virka eins og útsýni út um glugga en ekkert fólk, dýr eða annað er í forgrunni. Myndirnar eru því eins og vel málaðar sviðsmyndir en misáhugaverðar. Auk nokkurra íslenskra mynda af þessu tagi má nefna myndir eins og Á Borgundarhólmi eftir P. Vilhelm K. Kyhn frá 1872, Í Greel skógi frá 1885 eftir Louise Ravn Hanson og myndina Skógarkjarr á Skáni. Á sýningunni er einnig að finna endurlit til gamallar klassíkur og hetjudáða, myndir af sjósókn og sjómönnum, bændum og búaliði, málverk úr biblíusögunum og úr gömlum fornsögum. Allt mjög rómantískt en einnig má finna áhugaverðar myndir af fólki í hversdeginum, sbr. verk Carls V. Meyer, sem virðist fjalla um eitthvað viðkvæmt fjölskylduástand og minnir mann á norræna kvikmyndagerð nútímans. Tengingin við kvikmyndagerð kemur upp í hugann einnig þegar maður skoðar leik listamannanna með birtugjafa í fleiri en einu verki. Ein birtustúdían er t.d. Stúlkumynd Christians Emils Rosestadt. Meðal höfunda verka á erlenda hluta sýningarinnar eru nokkrir þekktustu listamenn Norðurlanda frá seinni hluta nítjándu aldar svo sem Skagamálararnir, Peder Severin Krøyer, Anna og Peter Ancher. Í sal 1 eru síðan íslenskar gersemar. Þarna fær maður dálítið fyllri mynd af myndsköpun Íslendinga á þessum tíma, fleiri listamenn eru kynntir til sögunnar til viðbótar við þá Þórarin B. Þorláksson, Mugg og Sigurð Guðmundson, sem allir eru flottir og hæfileikaríkir teiknarar og málarar eins og sjá má á sýningunni. Ég hafði sérstaklega gaman af verkum Benedikts Gröndal og verkum Brynjólfs Guðmundssonar á sýningunni en sem dæmi þá er litanotkun Benedikts líflegri en marga annarra á þessum tíma og stíllinn barnslegri. Sömuleiðis er Brynjólfur farinn að brjóta aðeins upp formið í myndum eins og Lögbergi. Ég hreifst einnig af myndum Helga Sigurðssonar, eins og t.d. stúlkumynd frá 1845 þar sem mikil vinna er lögð í höfuðið, og dálítið skakkt andlitið, (þessi andlitsskekkja kemur fram í fleiri myndum listamannsins á sýningunni), en búkurinn látinn mæta afgangi og honum rumpað af í fljótheitum. Þetta er sýning sem er gaman að skoða í rólegheitum og hverfa 100-150 ár aftur í tímann. Ég saknaði meiri og ítarlegri upplýsinga til að taka með mér heim af sýningunni, en hvorki er í boði sérstök sýningarskrá né er ítarefni á netinu, sem hefði verið upplagt að bjóða upp á.Niðurstaða: Snotur sýning, eins konar sýnishorn fyrir ákveðin tímabil í listasögunni, og gefur smá viðbótarinnsýn í íslenska listsköpun fyrir og eftir aldamótin 1900. Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Gamlar gersemar. Sýningarstjóri: Halldór Björn Runólfsson. Listasafn Íslands. Það er hlýleg og rómantísk stemning á sýningunni Gamlar gersemar sem stendur yfir í Listasafni Íslands þessa dagana í sal 1 og 2. Um er að ræða sýningu á gömlum gersemum, eins og verkin eru kölluð, úr safneign Listasafnsins eftir listamenn sem allir létust fyrir meira en 70 árum síðan og höfundarréttur er því fallinn niður á verkunum. Sýningunni er skipt í tvennt. Í sal 1 eru verk íslenskra myndlistarmanna en í sal 2 eru verk erlendra listamanna, aðallega Norðurlandabúa. Að uppistöðu til eru erlendu verkin úr stofngjöf Listasafnsins en Björn Bjarnason stofnaði safnið árið 1884 og fór þess á leit við listamenn á Norðurlöndunum að þeir gæfu listaverk svo hægt væri að stofna hér safn. Verkin á sýningunni eru rómantísk, nýklassísk og realísk í takt við samnefnd tímabil listasögunnar á ofanverðri nítjándu öld. Þarna er þó nokkuð um myndir af „engu", þ.e. landslagsmyndum sem virka eins og útsýni út um glugga en ekkert fólk, dýr eða annað er í forgrunni. Myndirnar eru því eins og vel málaðar sviðsmyndir en misáhugaverðar. Auk nokkurra íslenskra mynda af þessu tagi má nefna myndir eins og Á Borgundarhólmi eftir P. Vilhelm K. Kyhn frá 1872, Í Greel skógi frá 1885 eftir Louise Ravn Hanson og myndina Skógarkjarr á Skáni. Á sýningunni er einnig að finna endurlit til gamallar klassíkur og hetjudáða, myndir af sjósókn og sjómönnum, bændum og búaliði, málverk úr biblíusögunum og úr gömlum fornsögum. Allt mjög rómantískt en einnig má finna áhugaverðar myndir af fólki í hversdeginum, sbr. verk Carls V. Meyer, sem virðist fjalla um eitthvað viðkvæmt fjölskylduástand og minnir mann á norræna kvikmyndagerð nútímans. Tengingin við kvikmyndagerð kemur upp í hugann einnig þegar maður skoðar leik listamannanna með birtugjafa í fleiri en einu verki. Ein birtustúdían er t.d. Stúlkumynd Christians Emils Rosestadt. Meðal höfunda verka á erlenda hluta sýningarinnar eru nokkrir þekktustu listamenn Norðurlanda frá seinni hluta nítjándu aldar svo sem Skagamálararnir, Peder Severin Krøyer, Anna og Peter Ancher. Í sal 1 eru síðan íslenskar gersemar. Þarna fær maður dálítið fyllri mynd af myndsköpun Íslendinga á þessum tíma, fleiri listamenn eru kynntir til sögunnar til viðbótar við þá Þórarin B. Þorláksson, Mugg og Sigurð Guðmundson, sem allir eru flottir og hæfileikaríkir teiknarar og málarar eins og sjá má á sýningunni. Ég hafði sérstaklega gaman af verkum Benedikts Gröndal og verkum Brynjólfs Guðmundssonar á sýningunni en sem dæmi þá er litanotkun Benedikts líflegri en marga annarra á þessum tíma og stíllinn barnslegri. Sömuleiðis er Brynjólfur farinn að brjóta aðeins upp formið í myndum eins og Lögbergi. Ég hreifst einnig af myndum Helga Sigurðssonar, eins og t.d. stúlkumynd frá 1845 þar sem mikil vinna er lögð í höfuðið, og dálítið skakkt andlitið, (þessi andlitsskekkja kemur fram í fleiri myndum listamannsins á sýningunni), en búkurinn látinn mæta afgangi og honum rumpað af í fljótheitum. Þetta er sýning sem er gaman að skoða í rólegheitum og hverfa 100-150 ár aftur í tímann. Ég saknaði meiri og ítarlegri upplýsinga til að taka með mér heim af sýningunni, en hvorki er í boði sérstök sýningarskrá né er ítarefni á netinu, sem hefði verið upplagt að bjóða upp á.Niðurstaða: Snotur sýning, eins konar sýnishorn fyrir ákveðin tímabil í listasögunni, og gefur smá viðbótarinnsýn í íslenska listsköpun fyrir og eftir aldamótin 1900.
Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira