Tónleikarnir hluti af háskólanáminu Freyr Bjarnason skrifar 14. mars 2013 06:00 Frá vinstri: Jóhann Páll Jónsson, Marsibil Björk Eiríksdóttir og Bergþóra Sveinsdóttir. fréttablaðið/pjetur Hljómsveitirnar Robert the Roommate, Ylja og Ultra Mega Technobandið Stefán koma fram á styrktartónleikum fyrir Geðhjálp sem verða haldnir á Kexi hosteli á föstudaginn. Skipuleggjendur eru Bergþóra Sveinsdóttir, Marsibil Björk Eiríksdóttir og Jóhann Páll Jónsson, nemar við Háskóla Íslands í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau eru í faginu viðburðastjórnun og er eitt verkefnið að halda einhvers konar viðburð. Geðhjálp völdu þau vegna þess að þar finnst þeim vera þarft og gott starf í gangi sem kemur öllum við, á beinan eða óbeinan hátt. Samtökin eru til húsa við Túngötu. „Það er búin að vera mikil umræða í gangi í samfélaginu um þetta málefni og það vantar fleiri úrræði fyrir fólk með geðraskanir,“ segir Bergþóra. Henni líst vel á tónleikana á föstudaginn. Systir Bergþóru, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, er einmitt söngkona í Robert the Roommate. „Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt og ég vona að sem flestir mæti. Þetta er mjög mikilvægt málefni.“ Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur og hefjast þeir stundvíslega kl. 20.30. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitirnar Robert the Roommate, Ylja og Ultra Mega Technobandið Stefán koma fram á styrktartónleikum fyrir Geðhjálp sem verða haldnir á Kexi hosteli á föstudaginn. Skipuleggjendur eru Bergþóra Sveinsdóttir, Marsibil Björk Eiríksdóttir og Jóhann Páll Jónsson, nemar við Háskóla Íslands í tómstunda- og félagsmálafræði. Þau eru í faginu viðburðastjórnun og er eitt verkefnið að halda einhvers konar viðburð. Geðhjálp völdu þau vegna þess að þar finnst þeim vera þarft og gott starf í gangi sem kemur öllum við, á beinan eða óbeinan hátt. Samtökin eru til húsa við Túngötu. „Það er búin að vera mikil umræða í gangi í samfélaginu um þetta málefni og það vantar fleiri úrræði fyrir fólk með geðraskanir,“ segir Bergþóra. Henni líst vel á tónleikana á föstudaginn. Systir Bergþóru, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, er einmitt söngkona í Robert the Roommate. „Ég held að þetta verði ótrúlega skemmtilegt og ég vona að sem flestir mæti. Þetta er mjög mikilvægt málefni.“ Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur og hefjast þeir stundvíslega kl. 20.30.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira