Birtið reikning Þórður Snær Júlíusson skrifar 15. mars 2013 06:00 Hagstofan birti í vikunni bráðabirgðauppgjör á fjármálum hins opinbera. Þar kemur fram að heildarskuldir ríkis og sveitarfélaga séu 2.251 milljarður króna. Þær hafa hækkað um rúmlega 1.500 milljarða króna frá því í árslok 2007. Vegna þessara gríðarlegu skulda borgum við, skattgreiðendur, 91 milljarð króna á ári í vaxtakostnað. Til að setja þá tölu í samhengi nemur upphæðin um 80 prósentum af því sem við eyðum í heilbrigðismál á ári og 75 prósentum af því sem við setjum í skólastarf. Þessir tveir mikilvægustu póstar velferðarkerfisins hafa verið skornir gríðarlega mikið niður á undanförnum árum. Útgjöld vegna heilbrigðismála hafa ekki verið lægra hlutfall af landsframleiðslu síðan 1998 og útgjöld vegna fræðslumála hafa ekki verið lægri síðan 2001. Til viðbótar við niðurskurð hafa ríki og sveitarfélög reynt að brúa fjárlagagatið með stóraukinni skattheimtu. Samt sem áður vantar 58,5 milljarða króna til að skatttekjur dugi fyrir útgjöldum. Hver Íslendingur þyrfti að greiða um 180 þúsund aukalega á ári til hins opinbera til að brúa það gat. Það væri því eðlilegt að áætla að allir stjórnarmálaflokkar væru með ítarlegar og vel útfærðar leiðir á stefnuskrá sinni til að vinna á þessari hít, annaðhvort með raunhæfum tekjuöflunarleiðum eða niðurskurðartillögum. Svo er ekki. Stefnuskrár nýrra framboða eru annaðhvort afar loðnar eða beinleiðis vitfirrtar í þessum málaflokki. Í landsfundarályktunum sitjandi stjórnarflokka er ekkert fjallað um beinar aðgerðir. Samfylkingin vill að öflun skatttekna og dreifing þeirra stuðli „að jöfnuði og réttlæti, án þess að vera um of íþyngjandi fyrir samkeppnisstöðu atvinnulífs“. VG vill að ríkisreksturinn verði „aðhaldssamur næstu ár til að ríkið geti greitt niður skuldir[…]Samhliða þarf að beita markvissri örvun á hagkerfið[…]og ýta þannig undir aukinn hagvöxt sem byggir á fjölbreyttum stoðum“. Stóru stjórnarandstöðuflokkarnir ætla báðir að lækka skatta. Mikið. Framsókn telur að „alltof langt hafi verið gengið í hækkun skatta á einstaklinga, fyrirtæki og heimili“ og vill að „tekjuskattsprósenta og launaskattar fyrirtækja á Íslandi séu ávallt með þeim lægstu í löndum Vestur og Norður-Evrópu“. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka ótrúlega margar tegundir af sköttum. Hann ætlar einnig að hækka persónuafslátt og stefna að afnámi eignarskatta (alls 40,2 milljarðar í fyrra), stimpilgjalda (4,1 milljarður í ár), gistináttaskatts (2,6 milljarðar á þessu ári), sérstaks kolefnisgjalds á eldsneyti (3,6 milljarðar á þessu ári), raforkuskatts (tveir milljarðar) og bifreiðagjalda (sjö milljarðar). Þetta gerir litla 59,5 milljarða króna sem ríkissjóður verður þá að finna í tekjum annars staðar. Margir munu benda á að tekjur ríkissjóðs fyrir hrun jukust gríðarlega samhliða skattalækkunum á fyrirtæki. Þeir verða þó að gera sér grein fyrir að þær skattgreiðslur byggðu á ótrúlegum bóluvexti fyrirtækja sem flutu á ódýru fjármagni sem vanhæfar fjármálastofnanir nánast grýttu í þau. Þau bjuggu heldur ekki við gjaldeyrishöft. Mörg þeirra eru nú gjaldþrota eða hafa verið endurskipulögð. Kjósendur eiga rétt á að vita hvað atkvæði þeirra munu kosta þá áður en þeir mæta í kjörklefann. Að bráðabirgðareikningur fyrir veislunni verði birtur fyrir fram. Fyrir því er þó lítil hefð í íslenskum stjórnmálum og ekki sjáanlegt á landsfundarályktunum eða stefnuskrám að það sé að fara að breytast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Hagstofan birti í vikunni bráðabirgðauppgjör á fjármálum hins opinbera. Þar kemur fram að heildarskuldir ríkis og sveitarfélaga séu 2.251 milljarður króna. Þær hafa hækkað um rúmlega 1.500 milljarða króna frá því í árslok 2007. Vegna þessara gríðarlegu skulda borgum við, skattgreiðendur, 91 milljarð króna á ári í vaxtakostnað. Til að setja þá tölu í samhengi nemur upphæðin um 80 prósentum af því sem við eyðum í heilbrigðismál á ári og 75 prósentum af því sem við setjum í skólastarf. Þessir tveir mikilvægustu póstar velferðarkerfisins hafa verið skornir gríðarlega mikið niður á undanförnum árum. Útgjöld vegna heilbrigðismála hafa ekki verið lægra hlutfall af landsframleiðslu síðan 1998 og útgjöld vegna fræðslumála hafa ekki verið lægri síðan 2001. Til viðbótar við niðurskurð hafa ríki og sveitarfélög reynt að brúa fjárlagagatið með stóraukinni skattheimtu. Samt sem áður vantar 58,5 milljarða króna til að skatttekjur dugi fyrir útgjöldum. Hver Íslendingur þyrfti að greiða um 180 þúsund aukalega á ári til hins opinbera til að brúa það gat. Það væri því eðlilegt að áætla að allir stjórnarmálaflokkar væru með ítarlegar og vel útfærðar leiðir á stefnuskrá sinni til að vinna á þessari hít, annaðhvort með raunhæfum tekjuöflunarleiðum eða niðurskurðartillögum. Svo er ekki. Stefnuskrár nýrra framboða eru annaðhvort afar loðnar eða beinleiðis vitfirrtar í þessum málaflokki. Í landsfundarályktunum sitjandi stjórnarflokka er ekkert fjallað um beinar aðgerðir. Samfylkingin vill að öflun skatttekna og dreifing þeirra stuðli „að jöfnuði og réttlæti, án þess að vera um of íþyngjandi fyrir samkeppnisstöðu atvinnulífs“. VG vill að ríkisreksturinn verði „aðhaldssamur næstu ár til að ríkið geti greitt niður skuldir[…]Samhliða þarf að beita markvissri örvun á hagkerfið[…]og ýta þannig undir aukinn hagvöxt sem byggir á fjölbreyttum stoðum“. Stóru stjórnarandstöðuflokkarnir ætla báðir að lækka skatta. Mikið. Framsókn telur að „alltof langt hafi verið gengið í hækkun skatta á einstaklinga, fyrirtæki og heimili“ og vill að „tekjuskattsprósenta og launaskattar fyrirtækja á Íslandi séu ávallt með þeim lægstu í löndum Vestur og Norður-Evrópu“. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka ótrúlega margar tegundir af sköttum. Hann ætlar einnig að hækka persónuafslátt og stefna að afnámi eignarskatta (alls 40,2 milljarðar í fyrra), stimpilgjalda (4,1 milljarður í ár), gistináttaskatts (2,6 milljarðar á þessu ári), sérstaks kolefnisgjalds á eldsneyti (3,6 milljarðar á þessu ári), raforkuskatts (tveir milljarðar) og bifreiðagjalda (sjö milljarðar). Þetta gerir litla 59,5 milljarða króna sem ríkissjóður verður þá að finna í tekjum annars staðar. Margir munu benda á að tekjur ríkissjóðs fyrir hrun jukust gríðarlega samhliða skattalækkunum á fyrirtæki. Þeir verða þó að gera sér grein fyrir að þær skattgreiðslur byggðu á ótrúlegum bóluvexti fyrirtækja sem flutu á ódýru fjármagni sem vanhæfar fjármálastofnanir nánast grýttu í þau. Þau bjuggu heldur ekki við gjaldeyrishöft. Mörg þeirra eru nú gjaldþrota eða hafa verið endurskipulögð. Kjósendur eiga rétt á að vita hvað atkvæði þeirra munu kosta þá áður en þeir mæta í kjörklefann. Að bráðabirgðareikningur fyrir veislunni verði birtur fyrir fram. Fyrir því er þó lítil hefð í íslenskum stjórnmálum og ekki sjáanlegt á landsfundarályktunum eða stefnuskrám að það sé að fara að breytast.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun