Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2013 07:00 Svartfellingurinn Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í liði ÍBV. Hér er hann í leik með Haukum á síðasta tímabili.fréttablaðið/valli Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. Nemanja Malovic, leikmaður ÍBV í 1. deild karla, er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi og því óheimilt að starfa hér á landi. Hann er engu að síður með leikheimild hjá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, sem gerir ekki kröfur um að erlendir leikmenn séu með slík leyfi samkvæmt núgildandi reglugerð. Unnur Sverrisdóttir, varaforstjóri Vinnumálastofnunar, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Malovic væri hér í leyfisleysi en fyrir aðeins aðeins fáeinum dögum þurfti Ivana Mladenovic, leikmaður kvennaliðs ÍBV, að fara úr landi þar sem henni hafði verið synjað um sama leyfi, eins og Fréttablaðið fjallaði um. Ástæðan var sú að hún hafði verið hér of lengi í leyfisleysi.Þurfum að standa okkur betur Nú liggur fyrir að sömu örlög bíða Malovic en Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, segir að farseðill hafi verið keyptur fyrir hann úr landi og að hann muni ekki klára tímabilið með liðinu. Malovic spilar þó með ÍBV gegn Þrótti í kvöld en liðið á í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Jóhann viðurkennir að þessi mál hafi verið í ólestri hjá félaginu. „Fyrst og fremst þurfum við að standa betur að þessu og höfum við haldið fund um það innan félagsins. Við munum bæta okkar vinnubrögð," segir Jóhann. Malovic er frá Svartfjallalandi sem er ekki á EES-svæðinu. Hann má koma hingað til lands sem ferðamaður og dvelja hér í þrjá mánuði sem slíkur. Ferðamenn hafa hins vegar ekki leyfi til að starfa á Íslandi og því hefur Malovic verið ólöglegur starfskraftur ÍBV allt þetta tímabil, þó svo að HSÍ hafi gefið honum leikheimild. Jóhann gat ekki svarað hvenær Malovic muni fara úr landi en sagði að hann myndi vafalaust ekki klára tímabilið með ÍBV. Deildarkeppninni lýkur 22. mars.Spilar samt í kvöld Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti þó við Fréttablaðið í gær að Malovic myndi spila með liðinu gegn Þrótti í kvöld. ÍBV á þá möguleika á að tryggja sér sæti í efstu deild, verði úrslit í öðrum leikjum liðinu hagstæð. Malovic er markahæsti leikmaður ÍBV með 131 mark. ÍBV er á toppi deildarinnar en liðið hefur aðeins tapað leik allt tímabilið. Miðað við framlag hans til markaskorunar liðsins væri ÍBV með átján stig, ekki 31, ef liðið hefði ekki notið krafta hans á vellinum. Þess má geta að Malovic kom hingað fyrst til lands haustið 2011 og lék með Haukum á síðasta tímabili. Unnur staðfestir að þá hafi hann verið með öll tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi. Jóhann segir að það hefðu legið ýmsar ástæður fyrir því að ekki var sótt um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir hvorki Malovic né Mladenvic. „Það var ekki nógu vel haldið utan um þessi mál innan félagsins og ekki nógu skýrt hver ætti að sjá um þau. En við höfum nú komið þeim skilaboðum áleiðis til Útlendingastofnunar í hvaða farvegi þessi mál verða framvegis hjá okkur," segir Jóhann.Kemur til greina að breyta reglugerð um félagaskipti Þær upplýsingar fengust hjá Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í gær að sambandið hefði fundað með Vinnumálastofnun í fyrradag vegna þessara mála. Ætlun HSÍ er að taka þessi mál almennt til skoðunar á næstunni og hvort breyta þurfi reglugerð um félagaskipti. ÍBV á þrjá leiki eftir af tímabilinu, gegn Þrótti í kvöld og svo gegn Stjörnunni og Víkingi sem eru helstu keppinautar Eyjamanna í toppbaráttu deildarinnar. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. Nemanja Malovic, leikmaður ÍBV í 1. deild karla, er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi og því óheimilt að starfa hér á landi. Hann er engu að síður með leikheimild hjá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, sem gerir ekki kröfur um að erlendir leikmenn séu með slík leyfi samkvæmt núgildandi reglugerð. Unnur Sverrisdóttir, varaforstjóri Vinnumálastofnunar, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Malovic væri hér í leyfisleysi en fyrir aðeins aðeins fáeinum dögum þurfti Ivana Mladenovic, leikmaður kvennaliðs ÍBV, að fara úr landi þar sem henni hafði verið synjað um sama leyfi, eins og Fréttablaðið fjallaði um. Ástæðan var sú að hún hafði verið hér of lengi í leyfisleysi.Þurfum að standa okkur betur Nú liggur fyrir að sömu örlög bíða Malovic en Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, segir að farseðill hafi verið keyptur fyrir hann úr landi og að hann muni ekki klára tímabilið með liðinu. Malovic spilar þó með ÍBV gegn Þrótti í kvöld en liðið á í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Jóhann viðurkennir að þessi mál hafi verið í ólestri hjá félaginu. „Fyrst og fremst þurfum við að standa betur að þessu og höfum við haldið fund um það innan félagsins. Við munum bæta okkar vinnubrögð," segir Jóhann. Malovic er frá Svartfjallalandi sem er ekki á EES-svæðinu. Hann má koma hingað til lands sem ferðamaður og dvelja hér í þrjá mánuði sem slíkur. Ferðamenn hafa hins vegar ekki leyfi til að starfa á Íslandi og því hefur Malovic verið ólöglegur starfskraftur ÍBV allt þetta tímabil, þó svo að HSÍ hafi gefið honum leikheimild. Jóhann gat ekki svarað hvenær Malovic muni fara úr landi en sagði að hann myndi vafalaust ekki klára tímabilið með ÍBV. Deildarkeppninni lýkur 22. mars.Spilar samt í kvöld Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti þó við Fréttablaðið í gær að Malovic myndi spila með liðinu gegn Þrótti í kvöld. ÍBV á þá möguleika á að tryggja sér sæti í efstu deild, verði úrslit í öðrum leikjum liðinu hagstæð. Malovic er markahæsti leikmaður ÍBV með 131 mark. ÍBV er á toppi deildarinnar en liðið hefur aðeins tapað leik allt tímabilið. Miðað við framlag hans til markaskorunar liðsins væri ÍBV með átján stig, ekki 31, ef liðið hefði ekki notið krafta hans á vellinum. Þess má geta að Malovic kom hingað fyrst til lands haustið 2011 og lék með Haukum á síðasta tímabili. Unnur staðfestir að þá hafi hann verið með öll tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi. Jóhann segir að það hefðu legið ýmsar ástæður fyrir því að ekki var sótt um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir hvorki Malovic né Mladenvic. „Það var ekki nógu vel haldið utan um þessi mál innan félagsins og ekki nógu skýrt hver ætti að sjá um þau. En við höfum nú komið þeim skilaboðum áleiðis til Útlendingastofnunar í hvaða farvegi þessi mál verða framvegis hjá okkur," segir Jóhann.Kemur til greina að breyta reglugerð um félagaskipti Þær upplýsingar fengust hjá Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í gær að sambandið hefði fundað með Vinnumálastofnun í fyrradag vegna þessara mála. Ætlun HSÍ er að taka þessi mál almennt til skoðunar á næstunni og hvort breyta þurfi reglugerð um félagaskipti. ÍBV á þrjá leiki eftir af tímabilinu, gegn Þrótti í kvöld og svo gegn Stjörnunni og Víkingi sem eru helstu keppinautar Eyjamanna í toppbaráttu deildarinnar.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira