Tíu ár í handritagerð loksins að skila sér Freyr Bjarnason skrifar 20. mars 2013 12:00 Katrín Benedikt með Gerard Butler á tökustað Olympus has fallen í ágúst í fyrra í Shreveport í Louisiana. Hollywood-myndin Olympus Has Fallen með Gerard Butler í aðalhlutverki verður frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudaginn. Annar af handritshöfundunum er hin íslenska Katrín Benedikt, sem flutti vestur um haf þegar hún var sex ára. Olympus Has Fallen fjallar um fyrrum lífvörð Bandaríkjaforseta sem lokast inni í Hvíta húsinu í miðri hryðjuverkaárás. Hann notar þekkingu sína til að aðstoða lögregluna við að bjarga forsetanum. Á meðal annarra leikara eru Morgan Freeman, Aaron Eckhart og Ashley Judd. Myndin kostaði að minnsta kosti 80 milljónir dollara í framleiðslu og má því með sanni segja að um stórmynd sé að ræða.Tíu ára vinna skilaði sér„Eiginmaður minn og samstarfsmaður Chreighton Rothenberger fékk þessa hugmynd fyrir dálítið löngu síðan. Við héldum áfram að vinna með hana næstu árin og vorum sífellt að betrumbæta handritið," segir Katrín, spurð út í tilurð þessa fyrsta kvikmyndahandrits hennar sem kemst á hvíta tjaldið. „Þegar við fengum nýjan umboðsmann árið 2011 þá var það þetta handrit, sem var eitt af meira en tuttugu handritum sem við höfðum skrifað, sem nýju fulltrúarnir okkar vildu koma fyrst á framfæri. Við eyddum þremur mánuðum í viðbót við að uppfæra og endurskrifa handritið þangað til okkur fannst það vera tilbúið," greinir hún frá. „Í mars 2012 keypti Millenium Films handritið og fór nánast um leið með það í framleiðslu. Við vorum mjög spennt að sjá að öll okkar vinna í tíu ár hafði loksins borgað sig. Á þessum tíu árum þénuðum við mjög lítinn pening með handritaskrifunum og í raun og veru lifðum við á sparifé okkar. Við unnum líka frítt í töluverðan tíma. Þannig að við höfum svo sannarlega þurft að hafa fyrir hlutunum."Ótrúlegt en satt Aðspurð segist Katrín himinlifandi yfir því að sjá myndina á hvíta tjaldinu með öllum þessum frægu leikurum. „Það er ótrúlegt að sjá eitthvað sem þú hefur stefnt að svona lengi verða loksins að veruleika. Að sjá myndina sína komast á stóra tjaldið með svona frábæru leikaraliði er stórkostlegt," segir hún. „Líkamlegt atgervi Gerards Butler hentar mjög vel fyrir hlutverkið og einnig leikur hann leyniþjónustufulltrúann Mike Banning afar vel. Við erum líka mjög ánægð með leikstjórann Antonie Fuque."Fæddist í Reykjavík Katrín fæddist í Reykjavík og er dóttir Sigríðar Benediktsdóttur og Reynis Harðarsonar. Eftir að foreldrar hennar hættu saman og móðir hennar giftist aftur fluttist hún til Bandaríkjanna með tveimur systkinum sínum. Hún ólst upp í Suður-Karólínu, Maryland, Ohio og loks Pennsylvaniu. Þar hitti hún einmitt Creighton fyrir þrettán árum á námskeiði í handritaskrifum. Núna eru þau búsett á Newport Beach í Kaliforníu. „Í mörg ár þurftum við að stunda handritaskrifin meðfram dagvinnunni okkar, sem var frekar erfitt. Núna erum við að vona að þessi mynd verði til þess að við fáum örugga vinnu við handritagerð þannig að við getum haldið okkar striki áfram," segir Katrín.Skrifa yfirnáttúrulegan trylli Eruð þið byrjuð að undirbúa nýtt handrit? „Núna erum við að vinna að nýjum yfirnáttúrulegum trylli sem er byggður á okkar eigin hugmynd. Við höfum einnig verið ráðin til að vinna við dýra og vinsæla kvikmyndaseríu í Hollywood sem við erum mjög spennt fyrir." Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hollywood-myndin Olympus Has Fallen með Gerard Butler í aðalhlutverki verður frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudaginn. Annar af handritshöfundunum er hin íslenska Katrín Benedikt, sem flutti vestur um haf þegar hún var sex ára. Olympus Has Fallen fjallar um fyrrum lífvörð Bandaríkjaforseta sem lokast inni í Hvíta húsinu í miðri hryðjuverkaárás. Hann notar þekkingu sína til að aðstoða lögregluna við að bjarga forsetanum. Á meðal annarra leikara eru Morgan Freeman, Aaron Eckhart og Ashley Judd. Myndin kostaði að minnsta kosti 80 milljónir dollara í framleiðslu og má því með sanni segja að um stórmynd sé að ræða.Tíu ára vinna skilaði sér„Eiginmaður minn og samstarfsmaður Chreighton Rothenberger fékk þessa hugmynd fyrir dálítið löngu síðan. Við héldum áfram að vinna með hana næstu árin og vorum sífellt að betrumbæta handritið," segir Katrín, spurð út í tilurð þessa fyrsta kvikmyndahandrits hennar sem kemst á hvíta tjaldið. „Þegar við fengum nýjan umboðsmann árið 2011 þá var það þetta handrit, sem var eitt af meira en tuttugu handritum sem við höfðum skrifað, sem nýju fulltrúarnir okkar vildu koma fyrst á framfæri. Við eyddum þremur mánuðum í viðbót við að uppfæra og endurskrifa handritið þangað til okkur fannst það vera tilbúið," greinir hún frá. „Í mars 2012 keypti Millenium Films handritið og fór nánast um leið með það í framleiðslu. Við vorum mjög spennt að sjá að öll okkar vinna í tíu ár hafði loksins borgað sig. Á þessum tíu árum þénuðum við mjög lítinn pening með handritaskrifunum og í raun og veru lifðum við á sparifé okkar. Við unnum líka frítt í töluverðan tíma. Þannig að við höfum svo sannarlega þurft að hafa fyrir hlutunum."Ótrúlegt en satt Aðspurð segist Katrín himinlifandi yfir því að sjá myndina á hvíta tjaldinu með öllum þessum frægu leikurum. „Það er ótrúlegt að sjá eitthvað sem þú hefur stefnt að svona lengi verða loksins að veruleika. Að sjá myndina sína komast á stóra tjaldið með svona frábæru leikaraliði er stórkostlegt," segir hún. „Líkamlegt atgervi Gerards Butler hentar mjög vel fyrir hlutverkið og einnig leikur hann leyniþjónustufulltrúann Mike Banning afar vel. Við erum líka mjög ánægð með leikstjórann Antonie Fuque."Fæddist í Reykjavík Katrín fæddist í Reykjavík og er dóttir Sigríðar Benediktsdóttur og Reynis Harðarsonar. Eftir að foreldrar hennar hættu saman og móðir hennar giftist aftur fluttist hún til Bandaríkjanna með tveimur systkinum sínum. Hún ólst upp í Suður-Karólínu, Maryland, Ohio og loks Pennsylvaniu. Þar hitti hún einmitt Creighton fyrir þrettán árum á námskeiði í handritaskrifum. Núna eru þau búsett á Newport Beach í Kaliforníu. „Í mörg ár þurftum við að stunda handritaskrifin meðfram dagvinnunni okkar, sem var frekar erfitt. Núna erum við að vona að þessi mynd verði til þess að við fáum örugga vinnu við handritagerð þannig að við getum haldið okkar striki áfram," segir Katrín.Skrifa yfirnáttúrulegan trylli Eruð þið byrjuð að undirbúa nýtt handrit? „Núna erum við að vinna að nýjum yfirnáttúrulegum trylli sem er byggður á okkar eigin hugmynd. Við höfum einnig verið ráðin til að vinna við dýra og vinsæla kvikmyndaseríu í Hollywood sem við erum mjög spennt fyrir."
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira