Skipsflautur opna Listahátíð Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 10. apríl 2013 13:30 Konurnar á bak við Listahátíð; Steinunn Þórhallsdóttir kynningarstjóri, Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi, og Auður Rán Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar. Fréttablaðið/GVA Listahátíð í Reykjavík verður sett með nýju verki á miðbakka Reykjavíkur föstudaginn 17. maí. Fluttur verður skipsflautukonsertinn Vessel Orchestra eftir Lilju Birgisdóttur. Þá er blásið í skipslúðra skipanna í Reykjavíkurhöfn eftir fyrirmælum höfundarins, sem verður búinn talstöð og mun stjórna flotanum í verki sem vart mun fara fram hjá fólki í nágrenninu. Lokatriði hátíðarinnar verður einnig tónverk, en af allt öðrum toga. Það er skrifað fyrir Eldborg og önnur hljóðfæri ekki notuð við flutning þess. Það eru Ilan Volkov og Hlynur Aðils Vilmarsson eru höfundar verksins sem verður flutt af kanópíunni, stóru smíðisvirki yfir sviði Eldborgar sem má færa upp og niður til að breyta hljómburði í salnum. Þess á milli verða margvísleg atriði sem spanna vítt svið lista; tónleikar, myndlistarsýningar, gjörningar og dans. „Áhersla Listahátíðar í Reykjavík í ár er á hið skapandi rými þar sem listgreinarnar mætast; á tilurð nýrra verka og endurgerð eldri verka, á nýsköpun, en einnig á söguna sem uppsprettu andagiftar," sagði Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, við kynningu hennar í Sólheimasafni í gærdag en Hanna segir styrkleika Listahátíðar meðal annars felast í fjölbreytninni. Sú fjölbreytni birtist meðal annars „í óvenjulegum fjölda listamanna, innlendra og erlendra, sem taka þátt í eða eiga verk á hátíðinni, en einnig í áherslu hátíðarinnar á margbreytilega upplifun áhorfandans." Þess má geta að hátt á sjötta hundrað listamenn taka þátt í Listahátíð í Reykjavík í ár, frá um þrjátíu löndum. Sýningarstaðir eru margir, meðal annars Harpa, Norræna húsið, Listasafn Íslands og Hafnarborg. Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík verður sett með nýju verki á miðbakka Reykjavíkur föstudaginn 17. maí. Fluttur verður skipsflautukonsertinn Vessel Orchestra eftir Lilju Birgisdóttur. Þá er blásið í skipslúðra skipanna í Reykjavíkurhöfn eftir fyrirmælum höfundarins, sem verður búinn talstöð og mun stjórna flotanum í verki sem vart mun fara fram hjá fólki í nágrenninu. Lokatriði hátíðarinnar verður einnig tónverk, en af allt öðrum toga. Það er skrifað fyrir Eldborg og önnur hljóðfæri ekki notuð við flutning þess. Það eru Ilan Volkov og Hlynur Aðils Vilmarsson eru höfundar verksins sem verður flutt af kanópíunni, stóru smíðisvirki yfir sviði Eldborgar sem má færa upp og niður til að breyta hljómburði í salnum. Þess á milli verða margvísleg atriði sem spanna vítt svið lista; tónleikar, myndlistarsýningar, gjörningar og dans. „Áhersla Listahátíðar í Reykjavík í ár er á hið skapandi rými þar sem listgreinarnar mætast; á tilurð nýrra verka og endurgerð eldri verka, á nýsköpun, en einnig á söguna sem uppsprettu andagiftar," sagði Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, við kynningu hennar í Sólheimasafni í gærdag en Hanna segir styrkleika Listahátíðar meðal annars felast í fjölbreytninni. Sú fjölbreytni birtist meðal annars „í óvenjulegum fjölda listamanna, innlendra og erlendra, sem taka þátt í eða eiga verk á hátíðinni, en einnig í áherslu hátíðarinnar á margbreytilega upplifun áhorfandans." Þess má geta að hátt á sjötta hundrað listamenn taka þátt í Listahátíð í Reykjavík í ár, frá um þrjátíu löndum. Sýningarstaðir eru margir, meðal annars Harpa, Norræna húsið, Listasafn Íslands og Hafnarborg.
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira