Helmingi minna í háskólanema Mikael Torfason skrifar 12. apríl 2013 07:00 Félag prófessora stóð fyrir ráðstefnu um málefni háskólanna í vikunni og voru nokkur áhugaverð erindi flutt. Páll Skúlason prófessor spurði hvort háskólabóla væri á Íslandi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á rétt rúmum áratug og miklu fleiri háskólar eru starfandi. Páll bar háskólann saman við banka og bóluna sem þar myndaðist. Hann skipti háskólanum í tvennt; kennsluháskóla annars vegar og rannsóknaháskóla hins vegar og líkti við viðskiptabanka og fjárfestingabanka. Í bankabólu má búast við að farið sé fram úr sér í fjárfestingum þannig að bankakerfið fari að snúast um sjálft sig en „ekki þjónustuna við framleiðslu og viðskipti“, sagði Páll og benti á að háskólabóla gæti verið svipuð. Háskólastarfið fari að snúast um sjálft sig og fjölda nemenda en ekki að „útskrifa hæfari nemendur og skapa betri vísindi og fræði,“ eins og Páll komst að orði. Þetta eru áhugaverðar pælingar en Íslendingar ofmeta ef til vill gæði íslenskra háskóla. Við settum okkur markmið fyrir nokkrum árum um að Háskóli Íslands kæmist á lista yfir 100 bestu háskóla heims. Magnús Karl Magnússon prófessor benti á það í sínu erindi að við ættum enn langt í land með að komast á þann lista. Á einum af hinum viðurkenndu listum yfir 100 bestu háskóla heims eiga sjö skólar á Norðurlöndunum sæti. Meira en helmingur háskólanna á listanum er í Bandaríkjunum. Sé skoðað hverju varið er til háskóla í þessum löndum þarf mikið að gerast svo Háskóli Íslands banki upp á og eigi von á sæti á svona lista. Bandaríkjamenn eyða þremur og hálfri milljón króna á hvern háskólanema á ári. Norðurlöndin fara yfir tvær milljónir en Íslendingar reka lestina með rétt yfir eina milljón. Á aldarafmæli Háskólans var stefnan sett á að ná meðaltali Norðurlandanna fyrir árið 2020. Fátt bendir til þess í augnablikinu að við séum nálægt því takmarki. Í erindi Rúnars Vilhjálmssonar prófessors kom fram að vandi Háskóla Íslands væri meðal annars að við gerðum of litlar kröfur við inntöku nemenda í skólann, of margir nemendur væru á hvern fastráðinn kennara og að námsleiðir í framhaldsnámi væru of margar og veikburða. Við viljum auðvitað öll að innistæða sé fyrir háskólabólunni svokölluðu. Eða öllu heldur að þetta sé engin bóla þótt uppgangurinn sé mikill. Það er stórsókn í gangi og hrunið sló ekkert á hana. Þvert á móti. Fólk vill meiri og betri menntun. Síðustu áratugi hefur háskólum á Íslandi fjölgað, meðal annars til að mæta aukinni eftirspurn eftir námi og auka fjölbreytni. Rúnar Vilhjálmsson kallar eftir sameiningu háskóla og auknu samstarfi. Það hljómar viturlega en í takt við slíkar breytingar þurfum við að eyða meiru ef við ætlum að verða samkeppnishæf. Þangað til við gerum það er hætt við að bólan springi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Félag prófessora stóð fyrir ráðstefnu um málefni háskólanna í vikunni og voru nokkur áhugaverð erindi flutt. Páll Skúlason prófessor spurði hvort háskólabóla væri á Íslandi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á rétt rúmum áratug og miklu fleiri háskólar eru starfandi. Páll bar háskólann saman við banka og bóluna sem þar myndaðist. Hann skipti háskólanum í tvennt; kennsluháskóla annars vegar og rannsóknaháskóla hins vegar og líkti við viðskiptabanka og fjárfestingabanka. Í bankabólu má búast við að farið sé fram úr sér í fjárfestingum þannig að bankakerfið fari að snúast um sjálft sig en „ekki þjónustuna við framleiðslu og viðskipti“, sagði Páll og benti á að háskólabóla gæti verið svipuð. Háskólastarfið fari að snúast um sjálft sig og fjölda nemenda en ekki að „útskrifa hæfari nemendur og skapa betri vísindi og fræði,“ eins og Páll komst að orði. Þetta eru áhugaverðar pælingar en Íslendingar ofmeta ef til vill gæði íslenskra háskóla. Við settum okkur markmið fyrir nokkrum árum um að Háskóli Íslands kæmist á lista yfir 100 bestu háskóla heims. Magnús Karl Magnússon prófessor benti á það í sínu erindi að við ættum enn langt í land með að komast á þann lista. Á einum af hinum viðurkenndu listum yfir 100 bestu háskóla heims eiga sjö skólar á Norðurlöndunum sæti. Meira en helmingur háskólanna á listanum er í Bandaríkjunum. Sé skoðað hverju varið er til háskóla í þessum löndum þarf mikið að gerast svo Háskóli Íslands banki upp á og eigi von á sæti á svona lista. Bandaríkjamenn eyða þremur og hálfri milljón króna á hvern háskólanema á ári. Norðurlöndin fara yfir tvær milljónir en Íslendingar reka lestina með rétt yfir eina milljón. Á aldarafmæli Háskólans var stefnan sett á að ná meðaltali Norðurlandanna fyrir árið 2020. Fátt bendir til þess í augnablikinu að við séum nálægt því takmarki. Í erindi Rúnars Vilhjálmssonar prófessors kom fram að vandi Háskóla Íslands væri meðal annars að við gerðum of litlar kröfur við inntöku nemenda í skólann, of margir nemendur væru á hvern fastráðinn kennara og að námsleiðir í framhaldsnámi væru of margar og veikburða. Við viljum auðvitað öll að innistæða sé fyrir háskólabólunni svokölluðu. Eða öllu heldur að þetta sé engin bóla þótt uppgangurinn sé mikill. Það er stórsókn í gangi og hrunið sló ekkert á hana. Þvert á móti. Fólk vill meiri og betri menntun. Síðustu áratugi hefur háskólum á Íslandi fjölgað, meðal annars til að mæta aukinni eftirspurn eftir námi og auka fjölbreytni. Rúnar Vilhjálmsson kallar eftir sameiningu háskóla og auknu samstarfi. Það hljómar viturlega en í takt við slíkar breytingar þurfum við að eyða meiru ef við ætlum að verða samkeppnishæf. Þangað til við gerum það er hætt við að bólan springi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun