Mun salan á Götze trufla lið Dortmund? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 í sviðsljósinu Það er spurning hvort Mario Götze spili með Dortmund í kvöld í ljósi þess að hann er á leiðinni til Bayern.nordicphotos/afp Leikmenn Borussia Dortmund mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur og þá vann Dortmund heimaleikinn sinn, 2-1, og nældi sér síðan í jafntefli, 2-2, á útivelli. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, var líka ánægður með dráttinn og sagði að það væri gott að mæta liði sem Dortmund hefði þegar tekist að vinna í vetur. Í gær láku út þau stórtíðindi að stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, hefði verið seld til erkifjendanna í Bayern München. Það gæti truflað undirbúning liðsins og tíðindin voru klárlega ekki til þess að kæta stuðningsmenn liðsins. „Götze er að fara af því að hann var efstur á óskalista Peps Guardiola. Hann vill spila fyrir hann. Ef þetta er því einhverjum að kenna þá er það mér að kenna. Ég get ekki minnkað mig um 15 sentímetra og farið að tala spænsku,“ sagði Klopp þjálfari og var eðlilega ekkert allt of kátur með að missa Götze. „Ég vissi af þessu daginn eftir sigurinn gegn Malaga. Ég get fullvissað alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkar einbeitingu. Ég vona að stuðningsmenn okkar jafni sig á þessum tíðindum og standi þétt við bakið á okkur því við erum í einstakri aðstöðu til þess að gera frábæra hluti.“ Talsvert var gert með feluleik Barcelona í gær um það hvort Lionel Messi myndi spila í gær eða ekki. Mourinho stóð ekki í neinu slíku á blaðamannafundi í gær og gaf út byrjunarlið sitt. „Þið viljið vita hvernig liðið verður, er það ekki? Ekkert mál. Í liðinu verða Diego Lopez, Sergio Ramos, Raphael Varane, Pepe, Fabio Coentrao, Sami Khedira, Xabi Alonso, Cristiano Ronaldo, Angel di Maria og Gonzalo Higuain,“ sagði Mourinho brattur. „Di Maria var að eignast dóttur í dag en getur spilað þó svo að hann sé í erfiðu andlegu ástandi.“ Flestir spá því að Real Madrid muni fara í úrslitaleikinn en Mourinho ber mikla virðingu fyrir liði Dortmund. „Ég er í undanúrslitum í sjötta skipti. Það búast allir við slíku frá mér. Þessi fjögur lið, plús Man. Utd og Juventus, eru bestu lið Evrópu. Öll þessi lið eiga möguleika og það er erfitt að spá í það hvernig þetta fer allt saman,“ sagði Portúgalinn en hann vildi lítið tjá sig um Mario Götze. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Sjá meira
Leikmenn Borussia Dortmund mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur og þá vann Dortmund heimaleikinn sinn, 2-1, og nældi sér síðan í jafntefli, 2-2, á útivelli. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, var líka ánægður með dráttinn og sagði að það væri gott að mæta liði sem Dortmund hefði þegar tekist að vinna í vetur. Í gær láku út þau stórtíðindi að stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, hefði verið seld til erkifjendanna í Bayern München. Það gæti truflað undirbúning liðsins og tíðindin voru klárlega ekki til þess að kæta stuðningsmenn liðsins. „Götze er að fara af því að hann var efstur á óskalista Peps Guardiola. Hann vill spila fyrir hann. Ef þetta er því einhverjum að kenna þá er það mér að kenna. Ég get ekki minnkað mig um 15 sentímetra og farið að tala spænsku,“ sagði Klopp þjálfari og var eðlilega ekkert allt of kátur með að missa Götze. „Ég vissi af þessu daginn eftir sigurinn gegn Malaga. Ég get fullvissað alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkar einbeitingu. Ég vona að stuðningsmenn okkar jafni sig á þessum tíðindum og standi þétt við bakið á okkur því við erum í einstakri aðstöðu til þess að gera frábæra hluti.“ Talsvert var gert með feluleik Barcelona í gær um það hvort Lionel Messi myndi spila í gær eða ekki. Mourinho stóð ekki í neinu slíku á blaðamannafundi í gær og gaf út byrjunarlið sitt. „Þið viljið vita hvernig liðið verður, er það ekki? Ekkert mál. Í liðinu verða Diego Lopez, Sergio Ramos, Raphael Varane, Pepe, Fabio Coentrao, Sami Khedira, Xabi Alonso, Cristiano Ronaldo, Angel di Maria og Gonzalo Higuain,“ sagði Mourinho brattur. „Di Maria var að eignast dóttur í dag en getur spilað þó svo að hann sé í erfiðu andlegu ástandi.“ Flestir spá því að Real Madrid muni fara í úrslitaleikinn en Mourinho ber mikla virðingu fyrir liði Dortmund. „Ég er í undanúrslitum í sjötta skipti. Það búast allir við slíku frá mér. Þessi fjögur lið, plús Man. Utd og Juventus, eru bestu lið Evrópu. Öll þessi lið eiga möguleika og það er erfitt að spá í það hvernig þetta fer allt saman,“ sagði Portúgalinn en hann vildi lítið tjá sig um Mario Götze.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Sjá meira