Risastór sirkushátíð í Vatnmýrinni í sumar Sara McMahon skrifar 30. apríl 2013 12:00 Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri Norræna hússins. Fréttablaðið/Pjetur „Þorpið verður í anda Bakken í Kaupmannahöfn. Fólk getur gengið um svæðið, fengið sér kaffi og virt fyrir sér starfsemina, en það kostar inn á allar sýningarnar,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri Norræna hússins, um sirkushátíð sem fram fer í Vatnsmýrinni dagana 4. til 14. júlí. Norræna húsið skipuleggur hátíðina í samstarfi við Circus Xanti frá Noregi. Heilt sirkusþorp með fjórum sýningartjöldum og kaffihúsatjaldi mun rísa á bílastæðinu gegnt Háskóla Íslands á meðan á hátíðinni stendur. Þrettán sirkushópar taka þátt í hátíðinni í sumar og koma þeir víða að. „Alls taka um hundrað manns þátt í hátíðinni. Hóparnir koma meðal annars frá Noregi, Írlandi, Svíþjóð og Finnlandi. Flestar sýningarnar höfða til fólks á öllum aldri en á kvöldin fara fram nokkrar sýningar sem ekki eru ætlaðar börnum undir 16 ára aldri,“ segir Ilmur Dögg og vísar þar til sýningar íslenska sirkushópsins Skinnsemi. Miðasala á einstakar sýningar hefst á morgun og fer fram á Midi.is, í móttöku Norræna hússins og í Borgarleikhúsinu. Yfirlit yfir sýningar:Cirkus Cirkör sýnir Wear it Like a Crown með tónlist Rebekka Karijord Á hringsnúandi sviði, hreyfa sirkuslistmennirnir sig í heimi tálsýna, skuggaleiks, hnífakasts, loftfimleika, juggls og leiks. Sex ólíkir persónuleikar, einmanna og einir í heiminum að þeim finnst, glíma við krísur sínar. Hver persónuleiki reynir að komast í snertingu við hina á sinn hátt. Tónlistin í sýningunni er samin af Rebekku Karijord, frá Noregi, og heitir sýningin í höfuðið á lagi eftir hana af plötunni The noble art of letting go. Í Borgarleikhúsinu 4.-9.júlí kl. 20.00. Samtals sex sýningar. Cirkus Xanti sýnir Bastard Bastard er undursamleg lítil sýning frá, Cirkus Xanti, fyrir yngstu áhorfendurnar um hvað hendurnar gera og geta gert. Bastard kannar hlutverk líkamans í lífinu og hvernig tilfinningar hafa áhrif á þarfir og tjáningu líkamans. Sýningin fer fram í 6 metra háu sirkustjaldi sem heitir Askja. Cirkus Xanti sýnir Pluto Crazy Manstu þegar þú varst lítið barn? Ógnvekjandi ánægjuna yfir því að vera hugsanlega að taka áhættu með því t.d. að klifra hátt tré? Gleðistundir barnæskunnar og hið algjöra frelsi? Sirkusinn er eitt elsta sviðslistarformið og einnig það form sem býr yfir hvað mestri leikgleði. Í sýningunni Pluto Crazy hefur sirkushópurinn, Cirkus Xanti, unnið með ungum finnskum sirkushóp, Sirkus Aikamoinen, sem árið 2011 var nefndur sem ein af björtustu vonunum í sirkusheiminum í Evrópu. Pluto Crazy er franskt orðatiltæki, plut tôt crazy, sem þýðir hreinlega að vera algjörlega brjálaður. Pluto Crazy býður til fjörugs brjálæðis í yndislegu sirkusandrúmslofti með kitlandi lifandi tónlist. Tumble Circus sýnir sirkusgamanleikinn This is what we do for a livingSýningin This Is What We Do For A Living kannar hvernig sambönd geta slitnað, hvernig þau lenda á báðum fótum og hvernig þau lifa af. Farið er í ferðalag inn í innstu sálarkima mannsins sem er lifandi og með endalausa möguleika líkamans, tjáð er gleðin yfir að koma fram, og skoðað er hvernig við mennirnir erum veikir fyrir bæði velgengni og misstökum. Þessi bræðingur verður til þegar strákur frá Belfast (Ken Fanning) og stelpuskott frá Svíþjóð koma saman (Tina Segner).Einnig:Fidget Feet Animal Religion Pain Solution Sirkus Íslands - Heima er best Sirkus Íslands - S.I.R.K.U.S Sirkus Íslands - Skinnsemi Wally og gestir Frida Burnt out PunksHátíðin fer fram 4. til 14. júlí. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þorpið verður í anda Bakken í Kaupmannahöfn. Fólk getur gengið um svæðið, fengið sér kaffi og virt fyrir sér starfsemina, en það kostar inn á allar sýningarnar,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri Norræna hússins, um sirkushátíð sem fram fer í Vatnsmýrinni dagana 4. til 14. júlí. Norræna húsið skipuleggur hátíðina í samstarfi við Circus Xanti frá Noregi. Heilt sirkusþorp með fjórum sýningartjöldum og kaffihúsatjaldi mun rísa á bílastæðinu gegnt Háskóla Íslands á meðan á hátíðinni stendur. Þrettán sirkushópar taka þátt í hátíðinni í sumar og koma þeir víða að. „Alls taka um hundrað manns þátt í hátíðinni. Hóparnir koma meðal annars frá Noregi, Írlandi, Svíþjóð og Finnlandi. Flestar sýningarnar höfða til fólks á öllum aldri en á kvöldin fara fram nokkrar sýningar sem ekki eru ætlaðar börnum undir 16 ára aldri,“ segir Ilmur Dögg og vísar þar til sýningar íslenska sirkushópsins Skinnsemi. Miðasala á einstakar sýningar hefst á morgun og fer fram á Midi.is, í móttöku Norræna hússins og í Borgarleikhúsinu. Yfirlit yfir sýningar:Cirkus Cirkör sýnir Wear it Like a Crown með tónlist Rebekka Karijord Á hringsnúandi sviði, hreyfa sirkuslistmennirnir sig í heimi tálsýna, skuggaleiks, hnífakasts, loftfimleika, juggls og leiks. Sex ólíkir persónuleikar, einmanna og einir í heiminum að þeim finnst, glíma við krísur sínar. Hver persónuleiki reynir að komast í snertingu við hina á sinn hátt. Tónlistin í sýningunni er samin af Rebekku Karijord, frá Noregi, og heitir sýningin í höfuðið á lagi eftir hana af plötunni The noble art of letting go. Í Borgarleikhúsinu 4.-9.júlí kl. 20.00. Samtals sex sýningar. Cirkus Xanti sýnir Bastard Bastard er undursamleg lítil sýning frá, Cirkus Xanti, fyrir yngstu áhorfendurnar um hvað hendurnar gera og geta gert. Bastard kannar hlutverk líkamans í lífinu og hvernig tilfinningar hafa áhrif á þarfir og tjáningu líkamans. Sýningin fer fram í 6 metra háu sirkustjaldi sem heitir Askja. Cirkus Xanti sýnir Pluto Crazy Manstu þegar þú varst lítið barn? Ógnvekjandi ánægjuna yfir því að vera hugsanlega að taka áhættu með því t.d. að klifra hátt tré? Gleðistundir barnæskunnar og hið algjöra frelsi? Sirkusinn er eitt elsta sviðslistarformið og einnig það form sem býr yfir hvað mestri leikgleði. Í sýningunni Pluto Crazy hefur sirkushópurinn, Cirkus Xanti, unnið með ungum finnskum sirkushóp, Sirkus Aikamoinen, sem árið 2011 var nefndur sem ein af björtustu vonunum í sirkusheiminum í Evrópu. Pluto Crazy er franskt orðatiltæki, plut tôt crazy, sem þýðir hreinlega að vera algjörlega brjálaður. Pluto Crazy býður til fjörugs brjálæðis í yndislegu sirkusandrúmslofti með kitlandi lifandi tónlist. Tumble Circus sýnir sirkusgamanleikinn This is what we do for a livingSýningin This Is What We Do For A Living kannar hvernig sambönd geta slitnað, hvernig þau lenda á báðum fótum og hvernig þau lifa af. Farið er í ferðalag inn í innstu sálarkima mannsins sem er lifandi og með endalausa möguleika líkamans, tjáð er gleðin yfir að koma fram, og skoðað er hvernig við mennirnir erum veikir fyrir bæði velgengni og misstökum. Þessi bræðingur verður til þegar strákur frá Belfast (Ken Fanning) og stelpuskott frá Svíþjóð koma saman (Tina Segner).Einnig:Fidget Feet Animal Religion Pain Solution Sirkus Íslands - Heima er best Sirkus Íslands - S.I.R.K.U.S Sirkus Íslands - Skinnsemi Wally og gestir Frida Burnt out PunksHátíðin fer fram 4. til 14. júlí.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira