Íslensk plaköt fyrir erlendar kvikmyndir Kjartan Guðmundsson skrifar 3. maí 2013 07:00 Sunna Ben var mjög ánægð með að fá að hanna plakat fyrir myndina Repulsion eftir Roman Polanski. Það verður til sýnis og sölu ásamt fleiri veggspjöldum í Bíó Paradís á morgun. Mynd/Pjetur „Ég sá minnst á þetta framtak í einhverri teiknigrúppu á Facebook og ákvað að bjóða mig fram. Sem betur fer fékk ég mynd sem ég þekki,“ segir Sunna Ben, einn rúmlega tuttugu listamanna sem sýna kvikmyndaplaköt eftir sig í Bíó Paradís á morgun, laugardag, klukkan 16. Sýningin er haldin í tengslum við Svarta sunnudaga, vikulegar kvikmyndasýningar sem haldnar hafa verið í Bíó Paradís í vetur. Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón standa að baki Svörtum sunnudögum og hafa sígildar myndir, svokallaðar „költ“-myndir eins og Beyond the Valley of the Dolls eftir Russ Meyer, Psycho eftir Alfred Hitchcock, Ferris Bueller‘s Day Off í leikstjórn John Hughes og margar fleiri verið á boðstólum fyrir íslenskt kvikmyndaáhugafólk í vetur. Enn fremur fengu skipuleggjendur Svartra sunnudaga íslenskt listafólk til að gera plaköt til að auglýsa myndirnar á sinn hátt. Kvikmyndin sem Sunna myndskreytti er hryllingsmyndin Repulsion eftir leikstjórann Roman Polanski frá árinu 1965. „Hugleikur bað mig um að myndskreyta Repulsion og ég var ýkt til í það enda finnst mér hún skemmtileg,“ segir Sunna og viðurkennir að hún sé óforbetranleg áhugamanneskja um óhugnalegar kvikmyndir. „Þegar ég var unglingur horfði ég eingöngu á japanskar og kóreskar hryllingsmyndir og eyddi miklum peningum í versluninni Nexus í þá iðju. Svo hef ég haldið áfram að horfa á slíkar myndir því mér finnst svo spennandi að verða skelkuð og myrkfælin. Myndir á borð við The Shining, Rosemary‘s Baby og The Omen eru í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Við undirbúning plakatsins horfði Sunna aftur á Repulsion, tók skjámyndir af áhugaverðum atriðum og rissaði niður á meðan áhorfinu stóð. „Svo valdi ég mjög sjónrænt atriði úr myndinni og vann út frá því. Myndin er svarthvít svo ég gat valið litina sjálf sem var mjög gaman. Ég skoðaði líka gömul plaköt sem gerð höfðu verið fyrir myndina á sínum tíma og tók þá ákvörðun að létta aðeins yfirbragðið. Ég geri það oftast, enda er vel hægt að vera „krípí“ án þess að vera yfirþyrmandi,“ útskýrir Sunna og bætir við að henni finnist öll plakötin á sýningunni í Bíó Paradís mjög flott. Þau verða prentuð eftir pöntun í stærðinni 70x100 cm og seld á staðnum. Alls eru plakötin 27. Hér má skoða allt úrvalið sem er í boði. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég sá minnst á þetta framtak í einhverri teiknigrúppu á Facebook og ákvað að bjóða mig fram. Sem betur fer fékk ég mynd sem ég þekki,“ segir Sunna Ben, einn rúmlega tuttugu listamanna sem sýna kvikmyndaplaköt eftir sig í Bíó Paradís á morgun, laugardag, klukkan 16. Sýningin er haldin í tengslum við Svarta sunnudaga, vikulegar kvikmyndasýningar sem haldnar hafa verið í Bíó Paradís í vetur. Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón standa að baki Svörtum sunnudögum og hafa sígildar myndir, svokallaðar „költ“-myndir eins og Beyond the Valley of the Dolls eftir Russ Meyer, Psycho eftir Alfred Hitchcock, Ferris Bueller‘s Day Off í leikstjórn John Hughes og margar fleiri verið á boðstólum fyrir íslenskt kvikmyndaáhugafólk í vetur. Enn fremur fengu skipuleggjendur Svartra sunnudaga íslenskt listafólk til að gera plaköt til að auglýsa myndirnar á sinn hátt. Kvikmyndin sem Sunna myndskreytti er hryllingsmyndin Repulsion eftir leikstjórann Roman Polanski frá árinu 1965. „Hugleikur bað mig um að myndskreyta Repulsion og ég var ýkt til í það enda finnst mér hún skemmtileg,“ segir Sunna og viðurkennir að hún sé óforbetranleg áhugamanneskja um óhugnalegar kvikmyndir. „Þegar ég var unglingur horfði ég eingöngu á japanskar og kóreskar hryllingsmyndir og eyddi miklum peningum í versluninni Nexus í þá iðju. Svo hef ég haldið áfram að horfa á slíkar myndir því mér finnst svo spennandi að verða skelkuð og myrkfælin. Myndir á borð við The Shining, Rosemary‘s Baby og The Omen eru í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Við undirbúning plakatsins horfði Sunna aftur á Repulsion, tók skjámyndir af áhugaverðum atriðum og rissaði niður á meðan áhorfinu stóð. „Svo valdi ég mjög sjónrænt atriði úr myndinni og vann út frá því. Myndin er svarthvít svo ég gat valið litina sjálf sem var mjög gaman. Ég skoðaði líka gömul plaköt sem gerð höfðu verið fyrir myndina á sínum tíma og tók þá ákvörðun að létta aðeins yfirbragðið. Ég geri það oftast, enda er vel hægt að vera „krípí“ án þess að vera yfirþyrmandi,“ útskýrir Sunna og bætir við að henni finnist öll plakötin á sýningunni í Bíó Paradís mjög flott. Þau verða prentuð eftir pöntun í stærðinni 70x100 cm og seld á staðnum. Alls eru plakötin 27. Hér má skoða allt úrvalið sem er í boði.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira