Lærum að leika okkur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. maí 2013 08:30 Þegar maður horfir á enska sakamálamynd þátt í sjónvarpinu sem gerð er upp úr bók eftir Agöthu Christie er ánægjan ekki endilega fólgin í því að brjóta heilann um plottið – er það ekki alltaf ungi myndarlegi maðurinn? Ekki er það heldur óvægin krufning á þjóðfélaginu, hvað þá fínlegar sálarlífslýsingar. Nei, ánægjan er einkum fólgin í því að horfa á það hvernig Englendingar fara að því að setja sig á svið. Þeir eru svo góðir í að leika sig. Það gera þeir í þessum þáttum með hárfínum ofleik – einkenni eru ýkt og staðalímyndir blygðunarlaust útfærðar. Þetta gera leikararnir af slíkri gleði að það smitast yfir til okkar sem horfum úr öðru landi. Svipað má segja um Dani: þeir eru góðir í því að leika sig; þessa týpu og þessa og þessa. Báðar þjóðar hafa búið til afar vinsælar sjónvarpsseríur um stjórnmálalífið hjá sér – refskap þar og átök, hugsjónir og kaldhæðni og leikstíllinn þar öllu raunsæislegri, en sama natnin við smáatriði í sjálfskoðuninni. Bandaríkjamenn gera þetta líka af miklu kappi. Þannig spegla þessar þjóðir sig í sjónvarpsefni sínu; nota miðilinn til að læra að þekkja sögu samfélagsins, innviði þess, átök, valdastrúktrúr, veikleika og styrk. Þetta er eitt mikilsverðasta hlutverk sjónvarpsins. Og við? Tja.Ólafur Ragnar og Ólafur Ragnar Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu mikið við eigum af framúrskarandi leikurum en af einhverjum ástæðum hefur ekki orðið til hefð hér á landi fyrir því að leika í sjónvarpi ólíkar tegundir af Íslendingum. Hér er fyrst og fremst við Ríkisútvarpið að sakast, þar sem ráðamenn hafa þverskallast við að búa til leiknar myndir með ummælum sem fleyg hafa orðið, á borð við: „Hver hefur áhuga á einhverjum mönnum á bensínstöð?“ Svarið er náttúrlega: Við öll. Og umfram allt: Við höfum miklu meiri áhuga á því að horfa á Ólaf Ragnar í Vaktaþáttunum en enn einn leikarann að setja upp glókollshárkollu, og puttann í krók við brjóstið, grettuna á andlitið og svo röddina … Einkastöðvarnar hafa sinnt þörf landsmanna fyrir leikið efni miklu betur og stundum hefur tekist prýðilega til, til dæmis í Hæ Gosi, nokkuð skemmtilegri lönguvitleysu sem látin var gerast á Akureyri fyrir nokkru. En þess varð ekki vart í leiknum að neinn aðstandenda hefði haft spurnir af því að þar nyrðra væri fólk almennt harðmæltara en gerist og gengur annars staðar á landinu. Hið sama var uppi á teningnum í þáttaröð á RÚV fyrir nokkrum árum sem átti að gerast fyrir norðan: allir þar töluðu samræmda reykvísku eins og hún sé orðin að fyrirskipuðu ríkismáli. Sú var raunar tíð að nánast engum þulum var hleypt í útvarp nema með syngjandi og raddaðan norðlenskan – helst svarfdælskan – framburð en nú hefur þetta snúist svo kyrfilega við að ekki einu sinni Svarfdælingar fá að tala með sinni fallegu hrynjandi. Einhvern tímann var mér sagt að í leiklistarnámi hér á landi væri engin kennsla í ólíkum framburði. Þetta er náttúrlega óttalegt tuð í mér, en framburðarleysið á þáttunum sýnir eitt: skort á löngun til að leika Akureyringa – „leika Íslendinga“ – ná þeim eins og þeir eru, færa þá fram á skjáinn svo að við sem heima sitjum sláum okkur á lær og segjum: Það sem þau ná þessu vel! Skort á hefð.Skortur á sjálfsskoðun Þetta skiptir máli. Spaugstofan hefur vissulega gegnt mikilsverðu speglunarhlutverki, og Fóstbræður líka; leigubílstjóri Karls Ágústs er allir leigubílstjórar á landinu og íslenskufræðingur Pálma Gestssonar allir íslenskufræðingar landsins í meistaralegri skrípamynd – en þetta er spéspegill; afskræming tiltekinna einkenna, revíulýsing á landsmönnum. Hún er fín. En við þurfum meira. Við þurfum seríur sem gerast í bönkunum fyrir Hrunið. Við þurfum seríu um harðsnúna sveit sérstaks saksóknara að eltast við útrásarvíkinga. Við þurfum seríur sem gerast í stjórnmálaflokkunum fyrir kosningar. Við þurfum seríur sem lýsa ást og átökum á auglýsingastofu, sorg og sigrum á Landspítalanum, mannlífinu um borð í togurunum, á fjölmiðlunum, í álverunum. Þannig endalaust. Við þurfum að fá að sjá okkur. Hvernig unnum við úr hruninu? Það voru skrifaðar ábúðarmiklar skýrslur og gerðar margar samþykktir; og skrifaðir margir snjallir Facebook-statusar. Svo voru Framsókn og Sjálfstæðisflokknum afhent völdin í landinu á ný. Íslendingar mættu vera duglegri að horfa vandlega á sjálfa sig, með tilhlýðilegri ást og virðingu að sjálfsögðu – en ískalt og af nákvæmni. Það gerum við með ýmsum hætti – til dæmis með því að við lærum að leika okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Þegar maður horfir á enska sakamálamynd þátt í sjónvarpinu sem gerð er upp úr bók eftir Agöthu Christie er ánægjan ekki endilega fólgin í því að brjóta heilann um plottið – er það ekki alltaf ungi myndarlegi maðurinn? Ekki er það heldur óvægin krufning á þjóðfélaginu, hvað þá fínlegar sálarlífslýsingar. Nei, ánægjan er einkum fólgin í því að horfa á það hvernig Englendingar fara að því að setja sig á svið. Þeir eru svo góðir í að leika sig. Það gera þeir í þessum þáttum með hárfínum ofleik – einkenni eru ýkt og staðalímyndir blygðunarlaust útfærðar. Þetta gera leikararnir af slíkri gleði að það smitast yfir til okkar sem horfum úr öðru landi. Svipað má segja um Dani: þeir eru góðir í því að leika sig; þessa týpu og þessa og þessa. Báðar þjóðar hafa búið til afar vinsælar sjónvarpsseríur um stjórnmálalífið hjá sér – refskap þar og átök, hugsjónir og kaldhæðni og leikstíllinn þar öllu raunsæislegri, en sama natnin við smáatriði í sjálfskoðuninni. Bandaríkjamenn gera þetta líka af miklu kappi. Þannig spegla þessar þjóðir sig í sjónvarpsefni sínu; nota miðilinn til að læra að þekkja sögu samfélagsins, innviði þess, átök, valdastrúktrúr, veikleika og styrk. Þetta er eitt mikilsverðasta hlutverk sjónvarpsins. Og við? Tja.Ólafur Ragnar og Ólafur Ragnar Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu mikið við eigum af framúrskarandi leikurum en af einhverjum ástæðum hefur ekki orðið til hefð hér á landi fyrir því að leika í sjónvarpi ólíkar tegundir af Íslendingum. Hér er fyrst og fremst við Ríkisútvarpið að sakast, þar sem ráðamenn hafa þverskallast við að búa til leiknar myndir með ummælum sem fleyg hafa orðið, á borð við: „Hver hefur áhuga á einhverjum mönnum á bensínstöð?“ Svarið er náttúrlega: Við öll. Og umfram allt: Við höfum miklu meiri áhuga á því að horfa á Ólaf Ragnar í Vaktaþáttunum en enn einn leikarann að setja upp glókollshárkollu, og puttann í krók við brjóstið, grettuna á andlitið og svo röddina … Einkastöðvarnar hafa sinnt þörf landsmanna fyrir leikið efni miklu betur og stundum hefur tekist prýðilega til, til dæmis í Hæ Gosi, nokkuð skemmtilegri lönguvitleysu sem látin var gerast á Akureyri fyrir nokkru. En þess varð ekki vart í leiknum að neinn aðstandenda hefði haft spurnir af því að þar nyrðra væri fólk almennt harðmæltara en gerist og gengur annars staðar á landinu. Hið sama var uppi á teningnum í þáttaröð á RÚV fyrir nokkrum árum sem átti að gerast fyrir norðan: allir þar töluðu samræmda reykvísku eins og hún sé orðin að fyrirskipuðu ríkismáli. Sú var raunar tíð að nánast engum þulum var hleypt í útvarp nema með syngjandi og raddaðan norðlenskan – helst svarfdælskan – framburð en nú hefur þetta snúist svo kyrfilega við að ekki einu sinni Svarfdælingar fá að tala með sinni fallegu hrynjandi. Einhvern tímann var mér sagt að í leiklistarnámi hér á landi væri engin kennsla í ólíkum framburði. Þetta er náttúrlega óttalegt tuð í mér, en framburðarleysið á þáttunum sýnir eitt: skort á löngun til að leika Akureyringa – „leika Íslendinga“ – ná þeim eins og þeir eru, færa þá fram á skjáinn svo að við sem heima sitjum sláum okkur á lær og segjum: Það sem þau ná þessu vel! Skort á hefð.Skortur á sjálfsskoðun Þetta skiptir máli. Spaugstofan hefur vissulega gegnt mikilsverðu speglunarhlutverki, og Fóstbræður líka; leigubílstjóri Karls Ágústs er allir leigubílstjórar á landinu og íslenskufræðingur Pálma Gestssonar allir íslenskufræðingar landsins í meistaralegri skrípamynd – en þetta er spéspegill; afskræming tiltekinna einkenna, revíulýsing á landsmönnum. Hún er fín. En við þurfum meira. Við þurfum seríur sem gerast í bönkunum fyrir Hrunið. Við þurfum seríu um harðsnúna sveit sérstaks saksóknara að eltast við útrásarvíkinga. Við þurfum seríur sem gerast í stjórnmálaflokkunum fyrir kosningar. Við þurfum seríur sem lýsa ást og átökum á auglýsingastofu, sorg og sigrum á Landspítalanum, mannlífinu um borð í togurunum, á fjölmiðlunum, í álverunum. Þannig endalaust. Við þurfum að fá að sjá okkur. Hvernig unnum við úr hruninu? Það voru skrifaðar ábúðarmiklar skýrslur og gerðar margar samþykktir; og skrifaðir margir snjallir Facebook-statusar. Svo voru Framsókn og Sjálfstæðisflokknum afhent völdin í landinu á ný. Íslendingar mættu vera duglegri að horfa vandlega á sjálfa sig, með tilhlýðilegri ást og virðingu að sjálfsögðu – en ískalt og af nákvæmni. Það gerum við með ýmsum hætti – til dæmis með því að við lærum að leika okkur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun