Neðrideildarleikur í Noregi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. maí 2013 07:00 Dómarar í knattspyrnuleikjum meistaradeildar karla fá 156% hærri laun en þeir sem dæma leiki í efstu deild kvenna. Ástæðan er sú að leikir karlanna „eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og það þýðir að gerðar eru meiri kröfur til dómaranna“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Hann benti á að ekki væri hægt að tala um kynjamisrétti í þessu sambandi þar sem dómarar í efstu deildum væru undantekningalítið karlkyns. Þórir bætti um betur og afsakaði launamuninn með því að hið sama gilti þegar leikur í Meistaradeild Evrópu væri borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn væri hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Það var og. Íslensk kvennaknattspyrna hefur á undanförnum árum verið flaggskipið í íslenskri knattspyrnuútgerð og landslið kvenna stendur landsliði karlanna langt framar á alþjóðlegum skölum. Heldur eru þetta því kaldar kveðjur frá forráðamönnum KSÍ sem samkvæmt þessu meta framlag kvennanna til jafns við neðrideildarlið í Noregi á meðan karlalandsliðið er lagt að jöfnu við bestu lið Evrópu. Eða telur framkvæmdastjórinn að landslið kvenna sé samansett af konum sem ekki spila í efstu deild kvenna hér á landi? Að þar spili einhverjar ofurkonur sem sprottið hafi upp úr engu? Sennilegra er að honum þyki kvennaknattspyrna almennt bara vera eitthvert dútl sem líkja má við það sem honum þykir greinilega vera botninn í knattspyrnuheiminum: neðrideildarlið í Noregi. Fordómarnir sem í þessum orðum birtast ættu svo sem ekki að koma neinum sem fylgst hefur með íslenskri knattspyrnu á óvart. Bæði forkólfar KSÍ og íþróttafréttamenn, sem flestir eru karlkyns, hafa talað niður til „stelpnanna okkar“ í gegnum árin þrátt fyrir frábæran árangur þeirra á alþjóðlegum mótum. Undirtónninn er sá að knattspyrna sé karlmannaíþrótt og engan veginn hægt að taka sparkandi konur alvarlega. Þær standi sig auðvitað vel greyin á sínum krúttlegu forsendum en frammistaða þeirra standist engan samanburð við getu karlanna. Það versta er að þessir fordómar eru svo inngrónir að framkvæmdastjóri KSÍ virðist ekki sjá neitt athugavert við þessa samlíkingu. Honum er í mun að ekki sé hægt að ásaka sambandið um kynjamisrétti í launagreiðslum og bendir réttilega á að þar sem dómararnir séu langflestir karlkyns eigi sú skilgreining ekki við. Kvenfyrirlitningin sem í orðum hans birtist virðist hins vegar algjörlega fara fram hjá honum. Kvennaleikir eru auðveldari fyrir dómarana þar sem þeir eru hægari og færri atvik orka tvímælis segir hann. Gaman væri að sjá einhverja statistík sem styður þessa fullyrðingu eða liggur þarna að baki einungis sú viðtekna skoðun að konur séu stilltari, hlíti reglum betur og séu almennt með minni óskunda en karlar? Lifir mýtan um góðu stelpuna enn svona góðu lífi innan stjórnar KSÍ? Er þá ekki löngu tímabært að stokka upp í stjórninni og kynna meðlimi hennar fyrir 21. öldinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Dómarar í knattspyrnuleikjum meistaradeildar karla fá 156% hærri laun en þeir sem dæma leiki í efstu deild kvenna. Ástæðan er sú að leikir karlanna „eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og það þýðir að gerðar eru meiri kröfur til dómaranna“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Hann benti á að ekki væri hægt að tala um kynjamisrétti í þessu sambandi þar sem dómarar í efstu deildum væru undantekningalítið karlkyns. Þórir bætti um betur og afsakaði launamuninn með því að hið sama gilti þegar leikur í Meistaradeild Evrópu væri borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn væri hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Það var og. Íslensk kvennaknattspyrna hefur á undanförnum árum verið flaggskipið í íslenskri knattspyrnuútgerð og landslið kvenna stendur landsliði karlanna langt framar á alþjóðlegum skölum. Heldur eru þetta því kaldar kveðjur frá forráðamönnum KSÍ sem samkvæmt þessu meta framlag kvennanna til jafns við neðrideildarlið í Noregi á meðan karlalandsliðið er lagt að jöfnu við bestu lið Evrópu. Eða telur framkvæmdastjórinn að landslið kvenna sé samansett af konum sem ekki spila í efstu deild kvenna hér á landi? Að þar spili einhverjar ofurkonur sem sprottið hafi upp úr engu? Sennilegra er að honum þyki kvennaknattspyrna almennt bara vera eitthvert dútl sem líkja má við það sem honum þykir greinilega vera botninn í knattspyrnuheiminum: neðrideildarlið í Noregi. Fordómarnir sem í þessum orðum birtast ættu svo sem ekki að koma neinum sem fylgst hefur með íslenskri knattspyrnu á óvart. Bæði forkólfar KSÍ og íþróttafréttamenn, sem flestir eru karlkyns, hafa talað niður til „stelpnanna okkar“ í gegnum árin þrátt fyrir frábæran árangur þeirra á alþjóðlegum mótum. Undirtónninn er sá að knattspyrna sé karlmannaíþrótt og engan veginn hægt að taka sparkandi konur alvarlega. Þær standi sig auðvitað vel greyin á sínum krúttlegu forsendum en frammistaða þeirra standist engan samanburð við getu karlanna. Það versta er að þessir fordómar eru svo inngrónir að framkvæmdastjóri KSÍ virðist ekki sjá neitt athugavert við þessa samlíkingu. Honum er í mun að ekki sé hægt að ásaka sambandið um kynjamisrétti í launagreiðslum og bendir réttilega á að þar sem dómararnir séu langflestir karlkyns eigi sú skilgreining ekki við. Kvenfyrirlitningin sem í orðum hans birtist virðist hins vegar algjörlega fara fram hjá honum. Kvennaleikir eru auðveldari fyrir dómarana þar sem þeir eru hægari og færri atvik orka tvímælis segir hann. Gaman væri að sjá einhverja statistík sem styður þessa fullyrðingu eða liggur þarna að baki einungis sú viðtekna skoðun að konur séu stilltari, hlíti reglum betur og séu almennt með minni óskunda en karlar? Lifir mýtan um góðu stelpuna enn svona góðu lífi innan stjórnar KSÍ? Er þá ekki löngu tímabært að stokka upp í stjórninni og kynna meðlimi hennar fyrir 21. öldinni?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun