Tískuáhuginn lítill Sara McMahon skrifar 9. maí 2013 09:00 Edda Óskarsdóttir hefur starfað sem fyrirsæta í rúm tvö ár. Hún sat fyrir í myndaþætti fyrir franska tímaritið Madame Figaro. „Myndirnar voru teknar í París í janúar eða febrúar. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og fólkið sem kom að því var frábært. Pin Up Studios, þar sem verkefnið fór fram, er þekkt fyrir „brownies“ kökurnar sínar og ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég sé að ég er bókuð hjá þeim því þá veit ég að ég fæ „brownies“ og góðan mat,“ segir fyrirsætan Edda Óskarsdóttir, sem sat fyrir á myndasyrpu sem birtist í franska tímaritinu Madame Figaro. Edda þykir efnileg fyrirsæta og hefur starfað sem slík á vegum Eskimo umboðsskrifstofunnar í rúm tvö ár. Myndirnar fyrir Madame Figaro tók sænski ljósmyndarinn Jimmy Backius og var þetta stærsta verkefni Eddu fyrir tímarit fram að þessu. Áður hafði hún setið fyrir á auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Abercrombie & Fitch, Benetton og Harvey Nichols. Edda segist kunna vel við sig í fyrirsætustarfinu enda sé það fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég bjó í London í hálft ár og það var virkilega skemmtilegt. London er uppáhaldsborgin mín og ég vil helst aldrei fara þaðan. Starfið er líka mjög fjölbreytt og skemmtilegt og þó ferðalögin geti verið þreytandi þá er líka ómetanlegt að fá að ferðast heiminn og kynnast nýju fólki og menningu,“ segir hún. Utan fyrirsætustarfsins stundar Edda fjarnám á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla. „Mig langar í læknisfræði eftir stúdentinn, en ætli ég taki ekki tvö ár í að vinna og ferðast áður en ég fer í háskólann, læknisfræðinámið er svo ofsalega langt.“ Aðspurð segist Edda ekki hafa mikinn áhuga á tísku og hönnun en viðurkennir að henni þyki ljósmyndun heillandi. „Ég hef áhuga á tónlist og spila á klarinett, en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á tísku. Ljósmyndun heillar mig meira en tíska.“ Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Myndirnar voru teknar í París í janúar eða febrúar. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og fólkið sem kom að því var frábært. Pin Up Studios, þar sem verkefnið fór fram, er þekkt fyrir „brownies“ kökurnar sínar og ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég sé að ég er bókuð hjá þeim því þá veit ég að ég fæ „brownies“ og góðan mat,“ segir fyrirsætan Edda Óskarsdóttir, sem sat fyrir á myndasyrpu sem birtist í franska tímaritinu Madame Figaro. Edda þykir efnileg fyrirsæta og hefur starfað sem slík á vegum Eskimo umboðsskrifstofunnar í rúm tvö ár. Myndirnar fyrir Madame Figaro tók sænski ljósmyndarinn Jimmy Backius og var þetta stærsta verkefni Eddu fyrir tímarit fram að þessu. Áður hafði hún setið fyrir á auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Abercrombie & Fitch, Benetton og Harvey Nichols. Edda segist kunna vel við sig í fyrirsætustarfinu enda sé það fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég bjó í London í hálft ár og það var virkilega skemmtilegt. London er uppáhaldsborgin mín og ég vil helst aldrei fara þaðan. Starfið er líka mjög fjölbreytt og skemmtilegt og þó ferðalögin geti verið þreytandi þá er líka ómetanlegt að fá að ferðast heiminn og kynnast nýju fólki og menningu,“ segir hún. Utan fyrirsætustarfsins stundar Edda fjarnám á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla. „Mig langar í læknisfræði eftir stúdentinn, en ætli ég taki ekki tvö ár í að vinna og ferðast áður en ég fer í háskólann, læknisfræðinámið er svo ofsalega langt.“ Aðspurð segist Edda ekki hafa mikinn áhuga á tísku og hönnun en viðurkennir að henni þyki ljósmyndun heillandi. „Ég hef áhuga á tónlist og spila á klarinett, en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á tísku. Ljósmyndun heillar mig meira en tíska.“
Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira