Lúta eigin lögmálum 11. maí 2013 00:01 Nafnlausi hesturinn hvíldur Spessi lét sérsmíða hjólið í Las Vegas og tók með sér til Kansas. Mynd/Henry Það er mikið um að vera í Frystihúsinu við Hafnarbraut þessa dagana. Þar býr og starfar ljósmyndarinn Spessi, sem á Listahátíð mun sýna í Ljósmyndasafninu myndir sem hann tók af mótorhjólaköppum í Kansas í Bandaríkjunum. Heiðurssess í vinnustofunni skipar veglegt mótorhjól sérsmíðað fyrir Spessa en auk þess eru þar annað mótorhjól, nokkur reiðhjól, staflar af myndum og hundurinn Fidel sem Saga, dóttirin á heimilinu, tilkynnir mér að sé orðinn þrettán ára. En hvernig vildi það til að fjölskyldan flutti til Kansas í heilt ár? „Við Bergsteinn Björgúlfsson erum að vinna heimildarmynd um mótorhjólamenningu í Bandaríkjunum og þótt ég hafi verið þar töluvert fannst mér einhvern veginn að ég þyrfti að búa þar um tíma til að komast almennilega inn í þetta. Ég lét smíða fyrir mig mótorhjól í Las Vegas 2008 og geymdi það í Memphis, þannig að ég hef verið að fara þangað yfir veturinn og viðra mig aðeins en gat aldrei stoppað nógu lengi. Til þess að fá landvistarleyfi lengur en þrjá mánuði ákváðum við að Áróra konan mín, sem var í listfræði í háskólanum hérna, færi í skiptinám einhvers staðar í BNA. Hún gat ekkert valið hvert hún myndi fara og við urðum dálítið hissa þegar við fengum staðfestingu á að við værum að fara til Kansas. Okkur fannst það samt dálítið spennandi og ákváðum að láta slag standa og drífa okkur. Sem betur fer, því þetta var akkúrat staðurinn sem mig vantaði. Þetta er það sem maður sér fyrir sér þegar maður hugsar um Ameríku.“Kúrekar á vélfákum Ekki hafði fjölskyldan verið lengi á staðnum þegar Spessi fór á stjá og leitaði að mótorhjólaköppum. „Af því að hjólið mitt er sérsmíðað var smá vesen að fá það skráð, það vantar á það stefnuljós og hraðamæli og svona. Þá var mér bent á strák sem byggi í næsta bæ, 40 mílur í burtu. Ég mæti á staðinn, fer inn á kaffihúsið, hitti þar konu og spyr hana um mótorhjólaverkstæði Hanks. Þá kemur í ljós að hann er maðurinn hennar og verkstæðið er bara beint á móti kaffihúsinu. Við náðum strax vel saman, töluðum sama tungumálið, mótorhjólatungumálið, og hann bara tók mig upp á sína arma. Kynnti mig fyrir hinum mótorhjólagæjunum, enda ekki langt fyrir hann að fara til þess. Pabbi hans, sem er að verða sjötugur, er bæker og sömuleiðis allir vinir hans og þeir bara tóku mig inn í grúppuna eins og ekkert væri eðlilegra.“ Hvað er svona sérstakt við þessa menningu? „Þetta er svolítið eins og þjóðflokkur þannig að þetta var eiginlega etnógrafísk rannsókn líka. Það er talið að þetta hafi byrjað upp úr stríðinu þegar hermennirnir sem höfðu barist í seinni heimsstyrjöldinni komu heim og áttu erfitt með að aðlagast venjubundnu lífi. Það eru herhjól úti um allt sem hægt er að fá fyrir lítinn pening og hermennirnir fara að mynda klíkur sem fara um á mótorhjólum dálítið eins og kúrekarnir gerðu í villta vestrinu. Þetta er alveg sama stemningin.“Snýst um frelsi Hvað með lífstílinn sem goðsögnin segir að fylgi mótorhjólaköppunum, er þetta villt líf? „Alls ekki. Í Kansas er þetta bara eðlilegur hluti af tilverunni, ómengað af einhverju hipsterdóti. Þetta eru bara venjulegir menn sem fara um á mótorhjólum. Það er samt auðvitað hluti af menningunni að setja sínar eigin reglur og vera á móti yfirvaldi. Það er arfleifðin frá fyrstu mótorhjólaklíkunum. Þetta snýst um frelsi, það er ekki til meiri frelsistilfinning en að vera á fleygiferð á mótorhjóli eftir veginum, algjörlega sinn eigin herra. Það jafnast ekkert á við það.“ Þótt Spessi sé fluttur heim hefur hann engan veginn sagt skilið við Ameríku. Planið er að hefja tökur á heimildarmyndinni í febrúar á næsta ári og þá ætlar hann að hjóla frá New York til Hollister og rekja sögu mótorhjólamenningarinnar aftur á bak. Áætluð frumsýning er svo 2015. Þangað til er hægt að ylja sér við myndirnar á Ljósmyndasafninu, en sýningin verður opin fram í ágúst. Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er mikið um að vera í Frystihúsinu við Hafnarbraut þessa dagana. Þar býr og starfar ljósmyndarinn Spessi, sem á Listahátíð mun sýna í Ljósmyndasafninu myndir sem hann tók af mótorhjólaköppum í Kansas í Bandaríkjunum. Heiðurssess í vinnustofunni skipar veglegt mótorhjól sérsmíðað fyrir Spessa en auk þess eru þar annað mótorhjól, nokkur reiðhjól, staflar af myndum og hundurinn Fidel sem Saga, dóttirin á heimilinu, tilkynnir mér að sé orðinn þrettán ára. En hvernig vildi það til að fjölskyldan flutti til Kansas í heilt ár? „Við Bergsteinn Björgúlfsson erum að vinna heimildarmynd um mótorhjólamenningu í Bandaríkjunum og þótt ég hafi verið þar töluvert fannst mér einhvern veginn að ég þyrfti að búa þar um tíma til að komast almennilega inn í þetta. Ég lét smíða fyrir mig mótorhjól í Las Vegas 2008 og geymdi það í Memphis, þannig að ég hef verið að fara þangað yfir veturinn og viðra mig aðeins en gat aldrei stoppað nógu lengi. Til þess að fá landvistarleyfi lengur en þrjá mánuði ákváðum við að Áróra konan mín, sem var í listfræði í háskólanum hérna, færi í skiptinám einhvers staðar í BNA. Hún gat ekkert valið hvert hún myndi fara og við urðum dálítið hissa þegar við fengum staðfestingu á að við værum að fara til Kansas. Okkur fannst það samt dálítið spennandi og ákváðum að láta slag standa og drífa okkur. Sem betur fer, því þetta var akkúrat staðurinn sem mig vantaði. Þetta er það sem maður sér fyrir sér þegar maður hugsar um Ameríku.“Kúrekar á vélfákum Ekki hafði fjölskyldan verið lengi á staðnum þegar Spessi fór á stjá og leitaði að mótorhjólaköppum. „Af því að hjólið mitt er sérsmíðað var smá vesen að fá það skráð, það vantar á það stefnuljós og hraðamæli og svona. Þá var mér bent á strák sem byggi í næsta bæ, 40 mílur í burtu. Ég mæti á staðinn, fer inn á kaffihúsið, hitti þar konu og spyr hana um mótorhjólaverkstæði Hanks. Þá kemur í ljós að hann er maðurinn hennar og verkstæðið er bara beint á móti kaffihúsinu. Við náðum strax vel saman, töluðum sama tungumálið, mótorhjólatungumálið, og hann bara tók mig upp á sína arma. Kynnti mig fyrir hinum mótorhjólagæjunum, enda ekki langt fyrir hann að fara til þess. Pabbi hans, sem er að verða sjötugur, er bæker og sömuleiðis allir vinir hans og þeir bara tóku mig inn í grúppuna eins og ekkert væri eðlilegra.“ Hvað er svona sérstakt við þessa menningu? „Þetta er svolítið eins og þjóðflokkur þannig að þetta var eiginlega etnógrafísk rannsókn líka. Það er talið að þetta hafi byrjað upp úr stríðinu þegar hermennirnir sem höfðu barist í seinni heimsstyrjöldinni komu heim og áttu erfitt með að aðlagast venjubundnu lífi. Það eru herhjól úti um allt sem hægt er að fá fyrir lítinn pening og hermennirnir fara að mynda klíkur sem fara um á mótorhjólum dálítið eins og kúrekarnir gerðu í villta vestrinu. Þetta er alveg sama stemningin.“Snýst um frelsi Hvað með lífstílinn sem goðsögnin segir að fylgi mótorhjólaköppunum, er þetta villt líf? „Alls ekki. Í Kansas er þetta bara eðlilegur hluti af tilverunni, ómengað af einhverju hipsterdóti. Þetta eru bara venjulegir menn sem fara um á mótorhjólum. Það er samt auðvitað hluti af menningunni að setja sínar eigin reglur og vera á móti yfirvaldi. Það er arfleifðin frá fyrstu mótorhjólaklíkunum. Þetta snýst um frelsi, það er ekki til meiri frelsistilfinning en að vera á fleygiferð á mótorhjóli eftir veginum, algjörlega sinn eigin herra. Það jafnast ekkert á við það.“ Þótt Spessi sé fluttur heim hefur hann engan veginn sagt skilið við Ameríku. Planið er að hefja tökur á heimildarmyndinni í febrúar á næsta ári og þá ætlar hann að hjóla frá New York til Hollister og rekja sögu mótorhjólamenningarinnar aftur á bak. Áætluð frumsýning er svo 2015. Þangað til er hægt að ylja sér við myndirnar á Ljósmyndasafninu, en sýningin verður opin fram í ágúst.
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira