Lifa í dagdraumunum 11. maí 2013 13:00 Berglind, Svavar Pétur og Hrólfur. Við erum bara dugleg að láta drauma okkar rætast,“ segja þau Svavar Pétur og Berglind í kór, sitjandi í eldhúsinu þar sem Bulsurnar urðu til, sötrandi kaffi með flóaðri mjólk eins afslöppuð og nokkur möguleiki er að vera. Þeim finnst eiginlega alveg út í hött að einhverjum þyki lífsstíll þeirra sérstakur. „Við erum sjúklegt draumórafólk og það er alltaf einhver hluti af dagdraumum okkar sem rætist, en sem betur fer ekki allir,“ segir Svavar. „Ekki það að okkur leiðist í raunveruleikanum. Við unum okkur bara vel í dagdraumunum.“ Þau kynntust haustið 2003 og giftu sig í júní 2004. Svavar hafði reyndar búið í Berlín meirihlutann af þeim tíma sem þau höfðu þekkst, en þau segjast bæði hafa vitað að þetta væri það rétta. Var það ævintýramennskan sem batt þau saman? „Við fundum auðvitað fljótlega að við áttum þetta ævintýragen sameiginlegt,“ segir Svavar. „Þess vegna ákváðum við að gera með okkur hjónabandssamning sem snerist um það að vinna að því að láta draumana rætast. Síðustu níu ár hafa síðan bara farið í það og búið að vera mjög gaman.“ „Ég hef tvisvar gleymt mér og farið að hugsa um að ná einhverjum frama í vinnunni,“ segir Berglind. „Þá hefur Svavar snarlega minnt mig á samninginn og eftir á hef ég verið honum mjög þakklát fyrir það. Mér finnst samt mjög gaman að vinna við fjölmiðla og þykir vænt um vinnuna mína og samstarfsfélaga á RÚV svo þetta er stundum svolítil togstreita.“Eins og í ævintýri Meðal þess sem þau hafa gert er að flytja til Barselóna, þar sem Svavar vann í fjarvinnu sem grafískur hönnuður fyrir Forlagið „á þeim dýrðartímum sem hægt var að lifa af einum íslenskum launum í útlöndum“ eins og Berglind orðar það. Eftir heimkomuna bættu þau enn í og fluttu til Seyðisfjarðar í eitt og hálft ár. „Við ætluðum reyndar bara að vera eitt sumar,“ segir Berglind. „Ég var að vinna á DV og var búin að fá frí um sumarið til að við gætum prófað að búa úti á landi. Svo sá ég auglýst eftir svæðisfréttamönnum fyrir RÚV fyrir austan, norðan og vestan, sótti alls staðar um og fékk starfið á Egilsstöðum. Það reyndist svo gaman að við ílengdumst. Þetta var svo ótrúlega skemmtileg reynsla, næstum eins og í ævintýri. Ég hafði aldrei verið neitt af viti úti á landi áður, Svavar var hins vegar í sveit öll sumur austur í Berufirði.“ Eftir Seyðisfjarðardvölina átti landsbyggðin í þeim sterk ítök og hafa þau nýtt hvert tækifæri til að ferðast um landið, sumar sem vetur. Í haust stóðu þau til dæmis fyrir eins konar gistiheimilagjörningi í Öxnadal, þar sem þau buðu upp á rétti sem Prins póló hefur sungið um og tónleika á eftir. Stuttu síðar voru þau ráðin sem gestakennarar á Drangsnesi og gerðu skólablað með krökkunum. Draumurinn núna snýst um það að „feta í spor forfeðranna og gerast bændur úti í sveit,“ eins og Svavar orðar það. „Tíminn fyrir austan var mjög gefandi að mörgu leyti og við föttuðum þar að það á vel við okkur að búa á rólegum stað úti í náttúrunni. Við vorum hálfpartinn plötuð í bæinn 2009 þar sem við stofnuðum fyrirtæki sem hét Havarí og var plötubúð, gallerí og tónleikastaður, eða dagklúbbur eins og við kölluðum það. Markmiðið var samt alltaf að fara aftur í sveitina þegar það væri búið. Núna er því verkefni lokið þannig að það er ekki eftir neinu að bíða með að fara bara aftur út í sveit.“ „Þetta er nú ennþá svolítið útópískur draumur,“ grípur Berglind fram í. „En þetta er eitthvað sem við verðum og munum prófa hvort sem það verður eftir einhverja mánuði eða nokkur ár. Þá ætlum við að búa á sveitabæ, gerast nútímabændur og fara kannski meira út í matvælaframleiðslu.“Saknaði pylsanna Já, vel á minnst. Hvernig stóð á því að þið fóruð út í hana? Svavar: „Já, það var nú eiginlega alveg óvart í upphafi. Málið var að ég hætti að borða kjöt fyrir ári og það eina sem ég saknaði voru pylsur. Ég held það sé nokkuð algengt, þótt ótrúlegt sé. Allavega veit ég um nokkrar grænmetisætur sem laumast niður á Bæjarins bestu í skjóli nætur. Það er eitthvert „craving“ sem situr eftir. Til að mæta þessari þörf fór ég að reyna að búa til grænmetispylsur og er núna búinn að vera að þróa þær í heilt ár.“ Ertu svona mikill matgæðingur? „Nei, Berglind er miklu betri kokkur en ég, en mér finnst gaman að gera tilraunir í matreiðslu.“ „Já, eldhúsið var stundum algjörlega undirlagt,“ segir Berglind. „Hann var alltaf að henda í nýjar og nýjar hrærur. En þetta er í raun ekki eldamennska, meiri svona útrás fyrir sköpunarþrána.“ Talandi um sköpunarþrá. Svavar Pétur er sennilega þekktastur sem tónlistarmaður og þau Berglind stofnuðu hljómsveitina Skakkamanage fljótlega eftir að þau kynntust. Nú hefur hins vegar hljómsveitin Prins Póló stolið sviðsljósinu. Hvernig varð hún til? „Prins Póló varð til á Seyðisfirði, eiginlega út úr einveru,“ segir Svavar. „Ég var voða mikið einn heima á daginn, hún kannski veðurteppt á Egilsstöðum, og þá fór ég að semja lög. Þetta átti nú bara að vera til að drepa tímann en síðan vatt þetta upp á sig. Mér fannst líka svo gaman að semja textana á íslensku og mikilvægt að halda því áfram. Þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg. Við erum búin að spila á fullt af skemmtilegum stöðum, túra um Pólland og víðar og þetta er mjög gefandi.“ Og þið eruð alltaf bæði að performera? „Já, oftast, síðan ég hætti í fæðingarorlofi,“ segir Berglind. „En þetta er svo breytileg hljómsveit. Stundum spila þeir þrír, stundum erum við sex, stundum fjögur og stundum er Svavar bara einn. Það er rosa þægilegt. Maður getur sagt nei ef maður hefur of mikið að gera.“Fermingargræjur systurinnar Og þið hafið aldrei hugsað út í það að lífsstíll ykkar sé óhefðbundinn? „Eiginlega ekki,“ segir Svavar og er furðu lostinn. „Ég ber mig voðalega lítið saman við annað fólk. Ég er bara að lifa mínu lífi og reyna að forðast árekstra og samanburð við aðra.“ „Þegar maður er með lítil börn er nú ekkert hægt að tala um eitthvað brjálæðislega óhefðbundið líf,“ bætir Berglind við. „Dagurinn er náttúrulega í föstu formi.“ „Já, einmitt,“ segir Svavar. „Mér finnst líf okkar að mörgu leyti mjög ferkantað en það rúmast ansi mikið inni í þeim ferningi.“ Berglind er í íhlaupavinnu sem fréttamaður á RÚV og sér um utanumhald á nýjum Flóamarkaði á Nýbýlavegi í Kópavogi auk annarra tilfallandi verkefna og Svavar er sjálfstætt starfandi. Berglind á eitt barn úr fyrra sambandi, Elísu Egilsdóttur sem er nýfermd, svo eiga þau hjónin einn strák, Hrólf 3ja ára, og þriðja barnið er á leiðinni. Eru þau aldrei óttaslegin um afkomuna? „Þetta gengur í bylgjum,“ segir Berglind. „Stundum er brjálað að gera en svo koma tímabil sem minna er að gera og þá verðum við að hugsa upp eitthvað til að búa til peninga. Þá bara gerir maður það, notar ímyndunaraflið og það reddast alltaf. Við náum alltaf að borga reikningana og erum í skilum í bankanum, þannig að þetta gengur alveg.“ „Í rauninni snýst þetta um að setja sér markmið og framkvæma það þótt þú mögulega hafir það skítt á meðan þú ert að hrinda því í framkvæmd. Og þá meina ég fjárhagslega. En ef þú ert að skapa þér lifibrauð með hugmyndum þínum þá er allt í lagi að hafa það skítt í svolítinn tíma,“ segir Svavar. Berglind tekur undir þetta og bætir við: „Það er líka smá eftir af þýska geninu í mér. Ég er rosa sparsöm. Bara ósjálfrátt. Það er ekki eins og ég þurfi að pína mig til að sleppa því að eyða peningum, það er bara eitthvað innbyggt.“ „Ég eyði eiginlega ekki peningum í neitt nema það tengist því sem ég er að gera,“ bætir Svavar við. „Við kaupum okkur yfirleitt ekki húsgögn, fundum þessa stóla til dæmis á ruslahaugunum á Seyðisfirði. Eina mublan sem við höfum keypt er sófinn okkar. Allt annað er samtíningur frá öðrum sem við höfum fengið gefins. Ég er til dæmis ennþá með fermingargræjur systur minnar sem hljómflutningstæki, þær eru frá 1987. Og gítarinn sem ég nota mest keypti ég mér skömmu eftir fermingu.“ „Þetta er bara okkar val,“ skýtur Berglind inn í. „Það eru allt aðrir hlutir sem skipta okkur máli en eitthvað dót sem fæst fyrir peninga.“ Hér má nálgast verkefni þeirra, bulsuna. Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við erum bara dugleg að láta drauma okkar rætast,“ segja þau Svavar Pétur og Berglind í kór, sitjandi í eldhúsinu þar sem Bulsurnar urðu til, sötrandi kaffi með flóaðri mjólk eins afslöppuð og nokkur möguleiki er að vera. Þeim finnst eiginlega alveg út í hött að einhverjum þyki lífsstíll þeirra sérstakur. „Við erum sjúklegt draumórafólk og það er alltaf einhver hluti af dagdraumum okkar sem rætist, en sem betur fer ekki allir,“ segir Svavar. „Ekki það að okkur leiðist í raunveruleikanum. Við unum okkur bara vel í dagdraumunum.“ Þau kynntust haustið 2003 og giftu sig í júní 2004. Svavar hafði reyndar búið í Berlín meirihlutann af þeim tíma sem þau höfðu þekkst, en þau segjast bæði hafa vitað að þetta væri það rétta. Var það ævintýramennskan sem batt þau saman? „Við fundum auðvitað fljótlega að við áttum þetta ævintýragen sameiginlegt,“ segir Svavar. „Þess vegna ákváðum við að gera með okkur hjónabandssamning sem snerist um það að vinna að því að láta draumana rætast. Síðustu níu ár hafa síðan bara farið í það og búið að vera mjög gaman.“ „Ég hef tvisvar gleymt mér og farið að hugsa um að ná einhverjum frama í vinnunni,“ segir Berglind. „Þá hefur Svavar snarlega minnt mig á samninginn og eftir á hef ég verið honum mjög þakklát fyrir það. Mér finnst samt mjög gaman að vinna við fjölmiðla og þykir vænt um vinnuna mína og samstarfsfélaga á RÚV svo þetta er stundum svolítil togstreita.“Eins og í ævintýri Meðal þess sem þau hafa gert er að flytja til Barselóna, þar sem Svavar vann í fjarvinnu sem grafískur hönnuður fyrir Forlagið „á þeim dýrðartímum sem hægt var að lifa af einum íslenskum launum í útlöndum“ eins og Berglind orðar það. Eftir heimkomuna bættu þau enn í og fluttu til Seyðisfjarðar í eitt og hálft ár. „Við ætluðum reyndar bara að vera eitt sumar,“ segir Berglind. „Ég var að vinna á DV og var búin að fá frí um sumarið til að við gætum prófað að búa úti á landi. Svo sá ég auglýst eftir svæðisfréttamönnum fyrir RÚV fyrir austan, norðan og vestan, sótti alls staðar um og fékk starfið á Egilsstöðum. Það reyndist svo gaman að við ílengdumst. Þetta var svo ótrúlega skemmtileg reynsla, næstum eins og í ævintýri. Ég hafði aldrei verið neitt af viti úti á landi áður, Svavar var hins vegar í sveit öll sumur austur í Berufirði.“ Eftir Seyðisfjarðardvölina átti landsbyggðin í þeim sterk ítök og hafa þau nýtt hvert tækifæri til að ferðast um landið, sumar sem vetur. Í haust stóðu þau til dæmis fyrir eins konar gistiheimilagjörningi í Öxnadal, þar sem þau buðu upp á rétti sem Prins póló hefur sungið um og tónleika á eftir. Stuttu síðar voru þau ráðin sem gestakennarar á Drangsnesi og gerðu skólablað með krökkunum. Draumurinn núna snýst um það að „feta í spor forfeðranna og gerast bændur úti í sveit,“ eins og Svavar orðar það. „Tíminn fyrir austan var mjög gefandi að mörgu leyti og við föttuðum þar að það á vel við okkur að búa á rólegum stað úti í náttúrunni. Við vorum hálfpartinn plötuð í bæinn 2009 þar sem við stofnuðum fyrirtæki sem hét Havarí og var plötubúð, gallerí og tónleikastaður, eða dagklúbbur eins og við kölluðum það. Markmiðið var samt alltaf að fara aftur í sveitina þegar það væri búið. Núna er því verkefni lokið þannig að það er ekki eftir neinu að bíða með að fara bara aftur út í sveit.“ „Þetta er nú ennþá svolítið útópískur draumur,“ grípur Berglind fram í. „En þetta er eitthvað sem við verðum og munum prófa hvort sem það verður eftir einhverja mánuði eða nokkur ár. Þá ætlum við að búa á sveitabæ, gerast nútímabændur og fara kannski meira út í matvælaframleiðslu.“Saknaði pylsanna Já, vel á minnst. Hvernig stóð á því að þið fóruð út í hana? Svavar: „Já, það var nú eiginlega alveg óvart í upphafi. Málið var að ég hætti að borða kjöt fyrir ári og það eina sem ég saknaði voru pylsur. Ég held það sé nokkuð algengt, þótt ótrúlegt sé. Allavega veit ég um nokkrar grænmetisætur sem laumast niður á Bæjarins bestu í skjóli nætur. Það er eitthvert „craving“ sem situr eftir. Til að mæta þessari þörf fór ég að reyna að búa til grænmetispylsur og er núna búinn að vera að þróa þær í heilt ár.“ Ertu svona mikill matgæðingur? „Nei, Berglind er miklu betri kokkur en ég, en mér finnst gaman að gera tilraunir í matreiðslu.“ „Já, eldhúsið var stundum algjörlega undirlagt,“ segir Berglind. „Hann var alltaf að henda í nýjar og nýjar hrærur. En þetta er í raun ekki eldamennska, meiri svona útrás fyrir sköpunarþrána.“ Talandi um sköpunarþrá. Svavar Pétur er sennilega þekktastur sem tónlistarmaður og þau Berglind stofnuðu hljómsveitina Skakkamanage fljótlega eftir að þau kynntust. Nú hefur hins vegar hljómsveitin Prins Póló stolið sviðsljósinu. Hvernig varð hún til? „Prins Póló varð til á Seyðisfirði, eiginlega út úr einveru,“ segir Svavar. „Ég var voða mikið einn heima á daginn, hún kannski veðurteppt á Egilsstöðum, og þá fór ég að semja lög. Þetta átti nú bara að vera til að drepa tímann en síðan vatt þetta upp á sig. Mér fannst líka svo gaman að semja textana á íslensku og mikilvægt að halda því áfram. Þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg. Við erum búin að spila á fullt af skemmtilegum stöðum, túra um Pólland og víðar og þetta er mjög gefandi.“ Og þið eruð alltaf bæði að performera? „Já, oftast, síðan ég hætti í fæðingarorlofi,“ segir Berglind. „En þetta er svo breytileg hljómsveit. Stundum spila þeir þrír, stundum erum við sex, stundum fjögur og stundum er Svavar bara einn. Það er rosa þægilegt. Maður getur sagt nei ef maður hefur of mikið að gera.“Fermingargræjur systurinnar Og þið hafið aldrei hugsað út í það að lífsstíll ykkar sé óhefðbundinn? „Eiginlega ekki,“ segir Svavar og er furðu lostinn. „Ég ber mig voðalega lítið saman við annað fólk. Ég er bara að lifa mínu lífi og reyna að forðast árekstra og samanburð við aðra.“ „Þegar maður er með lítil börn er nú ekkert hægt að tala um eitthvað brjálæðislega óhefðbundið líf,“ bætir Berglind við. „Dagurinn er náttúrulega í föstu formi.“ „Já, einmitt,“ segir Svavar. „Mér finnst líf okkar að mörgu leyti mjög ferkantað en það rúmast ansi mikið inni í þeim ferningi.“ Berglind er í íhlaupavinnu sem fréttamaður á RÚV og sér um utanumhald á nýjum Flóamarkaði á Nýbýlavegi í Kópavogi auk annarra tilfallandi verkefna og Svavar er sjálfstætt starfandi. Berglind á eitt barn úr fyrra sambandi, Elísu Egilsdóttur sem er nýfermd, svo eiga þau hjónin einn strák, Hrólf 3ja ára, og þriðja barnið er á leiðinni. Eru þau aldrei óttaslegin um afkomuna? „Þetta gengur í bylgjum,“ segir Berglind. „Stundum er brjálað að gera en svo koma tímabil sem minna er að gera og þá verðum við að hugsa upp eitthvað til að búa til peninga. Þá bara gerir maður það, notar ímyndunaraflið og það reddast alltaf. Við náum alltaf að borga reikningana og erum í skilum í bankanum, þannig að þetta gengur alveg.“ „Í rauninni snýst þetta um að setja sér markmið og framkvæma það þótt þú mögulega hafir það skítt á meðan þú ert að hrinda því í framkvæmd. Og þá meina ég fjárhagslega. En ef þú ert að skapa þér lifibrauð með hugmyndum þínum þá er allt í lagi að hafa það skítt í svolítinn tíma,“ segir Svavar. Berglind tekur undir þetta og bætir við: „Það er líka smá eftir af þýska geninu í mér. Ég er rosa sparsöm. Bara ósjálfrátt. Það er ekki eins og ég þurfi að pína mig til að sleppa því að eyða peningum, það er bara eitthvað innbyggt.“ „Ég eyði eiginlega ekki peningum í neitt nema það tengist því sem ég er að gera,“ bætir Svavar við. „Við kaupum okkur yfirleitt ekki húsgögn, fundum þessa stóla til dæmis á ruslahaugunum á Seyðisfirði. Eina mublan sem við höfum keypt er sófinn okkar. Allt annað er samtíningur frá öðrum sem við höfum fengið gefins. Ég er til dæmis ennþá með fermingargræjur systur minnar sem hljómflutningstæki, þær eru frá 1987. Og gítarinn sem ég nota mest keypti ég mér skömmu eftir fermingu.“ „Þetta er bara okkar val,“ skýtur Berglind inn í. „Það eru allt aðrir hlutir sem skipta okkur máli en eitthvað dót sem fæst fyrir peninga.“ Hér má nálgast verkefni þeirra, bulsuna.
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira