Handbolti

Er með nagandi samviskubit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson.
Einar Ingi Hrafnsson.
Handboltaparið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur náð að spila bæði með sterkum liðum í Danmörku og Þýskalandi undanfarin ár. Nú eru þau í Danmörku þar sem Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro. Einar Ingi komst í undanúrslit úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar með spútnikliði Mors-Thy.

En fyrr í vetur lá ljóst fyrir að Einar Ingi myndi ekki framlengja samning sinn við Mors-Thy. Þá tóku þau ákvörðun um að söðla um. Einar segir að framtíð þeirra sé enn óljós og að staðan sé flókin.

„Ég er með mjög mikið samviskubit – án gríns,“ sagði Einar Ingi, enda erfitt fyrir Þóreyju Rósu að fara frá liði sem er nýkrýndur Evrópumeistari og getur orðið Danmerkurmeistari í næstu viku.

„Við erum að vinna í þessu og erum vongóð um að finna lendingu sem við erum bæði ánægð með. Við sættum okkur þó ekki við hvað sem er. En ég viðurkenni að þetta eru ekki skemmtilegustu aðstæður í heimi enda markaðurinn afar erfiður.“

Hann kveður Mors-Thy sáttur. „Við vorum grátlega nálægt því að komast í lokaúrslitin en nú ætlum við að klára þetta með því að vinna bronsleikinn gegn Skjern.“


Tengdar fréttir

Fögnuðum í sautján klukkutíma rútuferð

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir urðu um helgina Evrópumeistarar í handbolta kvenna eftir sigur á franska liðinu Metz í EHF-bikarkeppninni. Liðið getur einnig orðið danskur meistari í næstu viku og því unnið tvöfalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×