Játning úr aðdáendaklúbbi Jennifer Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. maí 2013 06:00 Ég veit ekki af hverju ég tók skýra afstöðu í skilnaði sem kom mér ekkert við og ég vissi ekkert um. En ég skyldi halda með Jennifer hvað sem tautaði og raulaði. Þessi Angelina virtist eitthvað tvöföld. Svo fór Angelina að ættleiða börn og vekja athygli á bágum aðstæðum barna víða um heim. Ég tók því með fyrirvara. Svo varð hún einhvers konar góðgerðasendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna og finnst víst merkilegra að heimsækja flóttamannabúðir en rauða dregla. Já, en samt, hún stal Brad. Angelina hélt áfram að beina athyglinni sem hún fékk að málefnum sem hún taldi skipta máli og virtist sosum vera einlæg í því. En nei, eins og drengurinn sem fékk Liverpool-treyju að gjöf og hefur ekki skipt um lið síðan þá ætlaði ég ekki að fara að skipta henni Jennifer minni út bara sisvona. Svo ákvað hún að láta taka af sér brjóstin. Eins og tvíburafæðing Brangelinu fær meiri athygli en aðrar fær brjóstnám Angelinu einnig meiri athygli en annarra. Ein frægustu brjóst í heimi tekin burt. Eins og þúfurnar á Snæfellsjökli væru allt í einu bara horfnar. Það hefur þó ekki verið henni auðvelt, frekar en nokkurri annarri konu. Allt í einu snýst annað hvert samtal á kaffihúsunum um brjóst og brjóstakrabba. Kári Stefáns upplýsir að hann liggi á upplýsingum um þúsundir kvenna sem gætu gengið með banvænt gen en fái ekki að vita af því. Á einni nóttu hefur meðvitund og þrýstingur vegna málsins aukist. Snilldin við Angelinu er hversu vel henni virðist takast að taka alla athyglina, frægðina og forréttindin og nota til að fá okkur til að hugsa um hluti sem við gerðum ekki áður. Fyrir utan þau fyrirsjáanlega mikilvægu áhrif sem munu verða í kjölfar þeirra skilaboða til alheimsins að það er hægt að vera kynbomba eftir að hafa farið í brjóstnám. Ég hef því ekki bara tekið Angelinu í sátt heldur finnst mér hún svo mikið æði að ég vona að henni og Brad verði boðið í brúðkaup Jennifer og Justins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun
Ég veit ekki af hverju ég tók skýra afstöðu í skilnaði sem kom mér ekkert við og ég vissi ekkert um. En ég skyldi halda með Jennifer hvað sem tautaði og raulaði. Þessi Angelina virtist eitthvað tvöföld. Svo fór Angelina að ættleiða börn og vekja athygli á bágum aðstæðum barna víða um heim. Ég tók því með fyrirvara. Svo varð hún einhvers konar góðgerðasendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna og finnst víst merkilegra að heimsækja flóttamannabúðir en rauða dregla. Já, en samt, hún stal Brad. Angelina hélt áfram að beina athyglinni sem hún fékk að málefnum sem hún taldi skipta máli og virtist sosum vera einlæg í því. En nei, eins og drengurinn sem fékk Liverpool-treyju að gjöf og hefur ekki skipt um lið síðan þá ætlaði ég ekki að fara að skipta henni Jennifer minni út bara sisvona. Svo ákvað hún að láta taka af sér brjóstin. Eins og tvíburafæðing Brangelinu fær meiri athygli en aðrar fær brjóstnám Angelinu einnig meiri athygli en annarra. Ein frægustu brjóst í heimi tekin burt. Eins og þúfurnar á Snæfellsjökli væru allt í einu bara horfnar. Það hefur þó ekki verið henni auðvelt, frekar en nokkurri annarri konu. Allt í einu snýst annað hvert samtal á kaffihúsunum um brjóst og brjóstakrabba. Kári Stefáns upplýsir að hann liggi á upplýsingum um þúsundir kvenna sem gætu gengið með banvænt gen en fái ekki að vita af því. Á einni nóttu hefur meðvitund og þrýstingur vegna málsins aukist. Snilldin við Angelinu er hversu vel henni virðist takast að taka alla athyglina, frægðina og forréttindin og nota til að fá okkur til að hugsa um hluti sem við gerðum ekki áður. Fyrir utan þau fyrirsjáanlega mikilvægu áhrif sem munu verða í kjölfar þeirra skilaboða til alheimsins að það er hægt að vera kynbomba eftir að hafa farið í brjóstnám. Ég hef því ekki bara tekið Angelinu í sátt heldur finnst mér hún svo mikið æði að ég vona að henni og Brad verði boðið í brúðkaup Jennifer og Justins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun