Eftirminnilegustu tónleikarnir með Múm Sara McMahon skrifar 24. maí 2013 12:00 Warren Ellis kemur til Íslands í júní ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Sveitin kemur fram á hátíðinni All Tomorrow's Parties. Nordicphotos/getty „Ég spilaði á einum eftirminnilegustu tónleikum ferils míns með Múm á Ítalíu. Þau eru alveg yndisleg. Nú er ég orðinn virkilega spenntur fyrir hátíðinni,“ segir tónlistarmaðurinn Warren Ellis þegar blaðamaður Fréttablaðsins hefur lokið við að telja upp nöfn þeirra íslensku hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í júní. Sjálfur stígur Ellis á svið á laugardagskvöldinu ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Ellis er mikill aðdáandi All Tomorrow‘s Parties og segir hátíðina einstaka fyrir þær sakir að þar gefst gestum og tónlistarfólki færi á að eiga í nánum samskiptum. „Ég kom að skipulagningu hátíðarinnar ásamt The Dirty Three árið 2006, minnir mig, og hef spilað á henni í Bretlandi, Japan og Ástralíu. Þetta er einstök hátíð og maður finnur að áhugi hátíðargesta á tónlistinni er einlægur. Mér finnst oft sem tónlistarhátíðir hafi það eitt að markmiði að græða, ATP er ekki hátíð markaðsaflanna heldur ímyndunaraflsins,“ segir hann ákafur. Warren Ellis er menntaður fiðluleikari og hefur sinnt tónlistinni mestalla ævina. Hann er meðlimur í hljómsveitunum The Dirty Three og The Bad Seeds og einn helsti samstarfsmaður tónlistarmannsins Nicks Cave. Saman hafa þeir samið tónlist fyrir uppsetningar Vesturports og kvikmyndir á borð við The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford og Lawless. Samstarfinu við Cave lýsir Ellis sem góðu og gefandi. „Okkur finnst báðum mjög gaman að vinna. Við krefjumst mikils hvor af öðrum og slíkt vinnuumhverfi verður fljótt ávanabindandi. Ég gæti ekki hugsað mér betra starf þó að tónleikaferðalögin geti vissulega verið lýjandi. Þetta er sannarlega gjöf.“ Ellis er búsettur í París ásamt franskri eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. Hann segist kunna vel við sig í höfuðborg Frakklands en kvartar sáran undan rigningarveðrinu sem hefur herjað á Parísarbúa undanfarið. „Veðrið hefur verið hræðilegt frá því í nóvember. Ég er búinn að vera í þriggja mánaða ferðalagi með The Bad Seeds og veðrið er jafn slæmt núna og það var þegar ég lagði af stað í vetur.“ Ellis er samlandi Nicks Cave og kveðst heimsækja Ástralíu minnst einu sinni á ári ásamt fjölskyldu sinni. „Ég heimsæki Ástralíu í fríum og kynni börnin mín fyrir uppruna mínum og þeirra. Ég er þó ekki sérlega góður í fríum og yfirleitt er tónlistin ekki fjarri.“ ATP í Keflavík Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira
„Ég spilaði á einum eftirminnilegustu tónleikum ferils míns með Múm á Ítalíu. Þau eru alveg yndisleg. Nú er ég orðinn virkilega spenntur fyrir hátíðinni,“ segir tónlistarmaðurinn Warren Ellis þegar blaðamaður Fréttablaðsins hefur lokið við að telja upp nöfn þeirra íslensku hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í júní. Sjálfur stígur Ellis á svið á laugardagskvöldinu ásamt Nick Cave og The Bad Seeds. Ellis er mikill aðdáandi All Tomorrow‘s Parties og segir hátíðina einstaka fyrir þær sakir að þar gefst gestum og tónlistarfólki færi á að eiga í nánum samskiptum. „Ég kom að skipulagningu hátíðarinnar ásamt The Dirty Three árið 2006, minnir mig, og hef spilað á henni í Bretlandi, Japan og Ástralíu. Þetta er einstök hátíð og maður finnur að áhugi hátíðargesta á tónlistinni er einlægur. Mér finnst oft sem tónlistarhátíðir hafi það eitt að markmiði að græða, ATP er ekki hátíð markaðsaflanna heldur ímyndunaraflsins,“ segir hann ákafur. Warren Ellis er menntaður fiðluleikari og hefur sinnt tónlistinni mestalla ævina. Hann er meðlimur í hljómsveitunum The Dirty Three og The Bad Seeds og einn helsti samstarfsmaður tónlistarmannsins Nicks Cave. Saman hafa þeir samið tónlist fyrir uppsetningar Vesturports og kvikmyndir á borð við The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford og Lawless. Samstarfinu við Cave lýsir Ellis sem góðu og gefandi. „Okkur finnst báðum mjög gaman að vinna. Við krefjumst mikils hvor af öðrum og slíkt vinnuumhverfi verður fljótt ávanabindandi. Ég gæti ekki hugsað mér betra starf þó að tónleikaferðalögin geti vissulega verið lýjandi. Þetta er sannarlega gjöf.“ Ellis er búsettur í París ásamt franskri eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. Hann segist kunna vel við sig í höfuðborg Frakklands en kvartar sáran undan rigningarveðrinu sem hefur herjað á Parísarbúa undanfarið. „Veðrið hefur verið hræðilegt frá því í nóvember. Ég er búinn að vera í þriggja mánaða ferðalagi með The Bad Seeds og veðrið er jafn slæmt núna og það var þegar ég lagði af stað í vetur.“ Ellis er samlandi Nicks Cave og kveðst heimsækja Ástralíu minnst einu sinni á ári ásamt fjölskyldu sinni. „Ég heimsæki Ástralíu í fríum og kynni börnin mín fyrir uppruna mínum og þeirra. Ég er þó ekki sérlega góður í fríum og yfirleitt er tónlistin ekki fjarri.“
ATP í Keflavík Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira