Kvikmyndahátíð barna í fyrsta sinn Álfrún Pálsdóttir skrifar 29. maí 2013 07:00 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, ætlar að gera Kvikmyndahátíð barna og unglinga að árvissum viðburði. Hátíðin er sett í dag. Fréttablaðið/gva „Það er svo mikið til af fínu barnaefni sem er synd að íslensk börn fari á mis við,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar sem stendur fyrir Kvikmyndahátíð barna og unglinga. Hátíðin hefst í dag en hún er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Stefnan er að gera hana að árvissum viðburði. „Síðan ég tók við hjá Bíó Paradís hef ég hugsað hvað það væri gaman að geta boðið börnum upp á alþjóðlegt gæðaefni enda vantar fjölbreytni í kvikmyndaúrvalið fyrir þennan aldur hér á landi. Þetta er liður í að styðja og styrkja kvikmyndamenntun fyrir börn og unglinga.“ Dagskráin er fjölbreytt en hátíðin stendur fram á þriðjudaginn 4,júní. Opnunarmyndin er franska teiknimyndin Ernest og Celestine sem hlaut verðlaun í heimalandi sínu í fyrra en hún er unnin úr vatnslitahreyfimyndum. Ein af áhugaverðari myndum hátíðarinnar er svo leikin mynd um barnavændi í þriðja heiminum. Hún er gerð fyrir börn og sýnd í þeim tilgangi að sýna þeim veruleika annarra barna. Myndin er byggð á sannri sögu og hugsuð fyrir eldri hópa hátíðarinnar. „Það er 15 ára aldurstakmark á þá mynd en það er eingöngu efnisins vegna. Svo erum við með myndir fyrir allt niður í þriggja ára áhorfendur.“ Hægt er að nálgast nánari dagskrá á vefnum Bioparadis.is.Endurhvarf til æskunnar Á dagskrá hátíðarinnar má finna klassísku myndirnar E.T. the Extra-Terrestrial og Karate Kid. Er það ætlað fyrir foreldra að rifjað upp kvikmyndirnar með börnum sínum. n E.T. kom út árið 1982 í leikstjórn Stevens Spielberg. Kvikmyndin sló í gegn á sínum tíma og hlaut fern Óskarsverðlaun. Myndin hefur verið vinsæl alla tíð síðan og var endurútgefin árið 2002 með aukaefni. n Karate Kid kom út árið 1984 en leikstjóri hennar er John G. Avildsen. Hún var tilnefnd til einna Óskarsverðlauna á sínum tíma og óhætt segja að ákveðið karateæði hafi gripið um sig meðal ungmenna í kjölfar sýninga myndarinnar. Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það er svo mikið til af fínu barnaefni sem er synd að íslensk börn fari á mis við,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar sem stendur fyrir Kvikmyndahátíð barna og unglinga. Hátíðin hefst í dag en hún er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Stefnan er að gera hana að árvissum viðburði. „Síðan ég tók við hjá Bíó Paradís hef ég hugsað hvað það væri gaman að geta boðið börnum upp á alþjóðlegt gæðaefni enda vantar fjölbreytni í kvikmyndaúrvalið fyrir þennan aldur hér á landi. Þetta er liður í að styðja og styrkja kvikmyndamenntun fyrir börn og unglinga.“ Dagskráin er fjölbreytt en hátíðin stendur fram á þriðjudaginn 4,júní. Opnunarmyndin er franska teiknimyndin Ernest og Celestine sem hlaut verðlaun í heimalandi sínu í fyrra en hún er unnin úr vatnslitahreyfimyndum. Ein af áhugaverðari myndum hátíðarinnar er svo leikin mynd um barnavændi í þriðja heiminum. Hún er gerð fyrir börn og sýnd í þeim tilgangi að sýna þeim veruleika annarra barna. Myndin er byggð á sannri sögu og hugsuð fyrir eldri hópa hátíðarinnar. „Það er 15 ára aldurstakmark á þá mynd en það er eingöngu efnisins vegna. Svo erum við með myndir fyrir allt niður í þriggja ára áhorfendur.“ Hægt er að nálgast nánari dagskrá á vefnum Bioparadis.is.Endurhvarf til æskunnar Á dagskrá hátíðarinnar má finna klassísku myndirnar E.T. the Extra-Terrestrial og Karate Kid. Er það ætlað fyrir foreldra að rifjað upp kvikmyndirnar með börnum sínum. n E.T. kom út árið 1982 í leikstjórn Stevens Spielberg. Kvikmyndin sló í gegn á sínum tíma og hlaut fern Óskarsverðlaun. Myndin hefur verið vinsæl alla tíð síðan og var endurútgefin árið 2002 með aukaefni. n Karate Kid kom út árið 1984 en leikstjóri hennar er John G. Avildsen. Hún var tilnefnd til einna Óskarsverðlauna á sínum tíma og óhætt segja að ákveðið karateæði hafi gripið um sig meðal ungmenna í kjölfar sýninga myndarinnar.
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira