Eyþór Ingi leiðbeinir litlu systur í söngnum Tinna Rós skrifar 30. maí 2013 09:00 Ellen Ýr og Eyþór Ingi eru náin systkini og hún leitar óspart eftir aðstoð og stuðningi hjá honum, bæði í tónlistinni og öðru. Mynd/Gunnlaugur Antonsson „Ég var hræddari við samanburðinn þegar ég var yngri og hugsaði mikið út í það hvort ég gæti orðið jafn góður söngvari og Eyþór. Ég lít mikið upp til hans og hef alltaf gert en nú er ég komin yfir það að bera mig saman við hann. Ég sé hann frekar sem minn læriföður og er gríðarlega stolt af því, enda ekki annað hægt,“ segir Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir. Ellen Ýr er yngri systir Eurovision-farans Eyþórs Inga og upprennandi söngkona. Hún hefur verið að færa sig hægt og rólega upp á skaftið í tónlistinni frá því að hún lenti í þriðja sæti í söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrra. Rétt eins og bróðir hennar hefur hún aldrei lært söng en æfði á þverflautu í nokkur ár og er nú byrjuð að taka upp gítarinn í rólegheitum. „Það hefur alltaf verið mikil tónlist á heimilinu okkar. Pabbi er algjör rokkari en mamma meira í Elvis Presley og honum líkum. Það er mikil tónlist í þeim en afi okkar í móðurætt er rosalegur músíkant. Svo var reyndar afi í föðurættina líka mikill söngmaður,“ segir Ellen Ýr en Eyþór Ingi hefur einmitt líka sagst hafa tónlistargenin frá öfum sínum. Yngri systir þeirra, Elísa Rún, er líka efnileg söngkona þó Ellen segi hana feimna við að koma fram. Eyþór Ingi hefur oft verið nefndur besti söngvari þjóðarinnar og segir Ellen gott að hafa hann á kantinum. „Við erum rosalega náin og getum alltaf talað saman um hvað sem er. Hann er eiginlega eins og besta vinkona mín,“ segir hún og hlær. „Við erum samt líka mjög gagnrýnin hvort á annað sem ég met mikið. Þegar ég prufa eitthvað nýtt í söngnum þá nýti ég mér það til dæmis óspart að senda það á hann og hann sendir mér svo ábendingar til baka,“ bætir hún við. Ellen útskrifaðist sem stúdent og sjúkraliði á dögunum og fékk ýmsar tónlistagræjur í útskriftagjöf svo hún hefur varla hætt að syngja síðan. Hún stefnir suður til Reykjavíkur í haust þar sem hún ætlar í nám í Snyrtiskólanum. „Það er auðvitað draumurinn að fá tækifæri til að syngja meira og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hún. Tónlist Tengdar fréttir Systir Eyþórs Inga stefnir ekki á Eurovision 30. maí 2013 10:30 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég var hræddari við samanburðinn þegar ég var yngri og hugsaði mikið út í það hvort ég gæti orðið jafn góður söngvari og Eyþór. Ég lít mikið upp til hans og hef alltaf gert en nú er ég komin yfir það að bera mig saman við hann. Ég sé hann frekar sem minn læriföður og er gríðarlega stolt af því, enda ekki annað hægt,“ segir Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir. Ellen Ýr er yngri systir Eurovision-farans Eyþórs Inga og upprennandi söngkona. Hún hefur verið að færa sig hægt og rólega upp á skaftið í tónlistinni frá því að hún lenti í þriðja sæti í söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrra. Rétt eins og bróðir hennar hefur hún aldrei lært söng en æfði á þverflautu í nokkur ár og er nú byrjuð að taka upp gítarinn í rólegheitum. „Það hefur alltaf verið mikil tónlist á heimilinu okkar. Pabbi er algjör rokkari en mamma meira í Elvis Presley og honum líkum. Það er mikil tónlist í þeim en afi okkar í móðurætt er rosalegur músíkant. Svo var reyndar afi í föðurættina líka mikill söngmaður,“ segir Ellen Ýr en Eyþór Ingi hefur einmitt líka sagst hafa tónlistargenin frá öfum sínum. Yngri systir þeirra, Elísa Rún, er líka efnileg söngkona þó Ellen segi hana feimna við að koma fram. Eyþór Ingi hefur oft verið nefndur besti söngvari þjóðarinnar og segir Ellen gott að hafa hann á kantinum. „Við erum rosalega náin og getum alltaf talað saman um hvað sem er. Hann er eiginlega eins og besta vinkona mín,“ segir hún og hlær. „Við erum samt líka mjög gagnrýnin hvort á annað sem ég met mikið. Þegar ég prufa eitthvað nýtt í söngnum þá nýti ég mér það til dæmis óspart að senda það á hann og hann sendir mér svo ábendingar til baka,“ bætir hún við. Ellen útskrifaðist sem stúdent og sjúkraliði á dögunum og fékk ýmsar tónlistagræjur í útskriftagjöf svo hún hefur varla hætt að syngja síðan. Hún stefnir suður til Reykjavíkur í haust þar sem hún ætlar í nám í Snyrtiskólanum. „Það er auðvitað draumurinn að fá tækifæri til að syngja meira og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir hún.
Tónlist Tengdar fréttir Systir Eyþórs Inga stefnir ekki á Eurovision 30. maí 2013 10:30 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira