"Það er frábært að geta valið“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 30. maí 2013 10:30 Áskorun um styttingu skólagöngu skaust upp á yfirborðið nýlega. Í þetta skiptið gerðist það í kjölfar útgáfu skýrslu samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Þar var lögð fram tillaga um að stytta skólagöngu um tvö ár til að auka framleiðni í skólakerfinu. Því er ekki að neita að umrædd framleiðni mætti vera mun betri enda er fimm ára meðalnámstími til stúdentsprófs allt of langur tími. Að auki er erfitt að útskýra af hverju íslenskir nemendur eru tveimur árum eldri en nágrannaþjóðir okkar að loknu framhaldsskólaprófi. Áskorunin er því réttmæt. Það gleymist hins vegar að árið 2008 voru samþykkt ný lög fyrir öll skólastigin sem opnuðu á miklu meiri sveigjanleika fyrir framhaldsskóla, m.a. til að stytta nám til stúdentsprófs og til að flétta saman verknáms- og bóknámsbrautir. Lögin gefa skólameisturum kost á að hanna námsleiðir fyrir starfs-, iðn-, list- og bóknám með sveigjanlegum fjölda eininga sem ráðuneytið þyrfti síðan að samþykkja sem framhaldsskólapróf, starfsnámspróf eða stúdentspróf. Lögin frá 2008 byggðu á tíu punkta samkomulagi þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, og Kennarasambands Íslands og mörkuðu stefnu um breytingar og uppbyggingu skólastarfs. Meðal annars var námsskrám breytt þannig að næstum heil önn af námi framhaldsskólans færðist niður í grunnskólann og tímaskipulagi var breytt í framhaldsskólum. Námslega og lagalega er stytting framhaldsskólans um eitt ár því tilbúin. Kaflar IV og V í lögum sem kveða á um þennan sveigjanleika hafa því miður ekki enn tekið gildi því gildistöku þeirra var frestað af fráfarandi ríkisstjórn til ársins 2015.70% á þremur árum Í kjölfar lagabreytinganna var ákveðið að Kvennaskólinn í Reykjavík yrði þróunarskóli. Síðustu fjögur árin hefur Kvennó boðið nemendum upp á val um þriggja eða fjögurra ára nám til stúdentsprófs. Í fyrra lauk fyrsti árgangurinn námi í nýja kerfinu þar sem um 60% hópsins luku stúdentsprófi á þremur árum. Í ár verður þetta hlutfall um 70%. Í úttekt um þróunarstarf Kvennaskólans segja nemendur þriggja ára námið vera mikla vinnu og hafa þeir með athugasemdum sínum stutt skólann í að aðlaga, bæta og breyta skipulagi námsins. Á öllum stigum geta nemendur valið um hraða í náminu og útskrifast á þremur, þremur og hálfu eða fjórum árum. Nemendur segja sumir að þeir græði heilt ár og velja að ferðast, læra tungumál erlendis eða kynnast störfum. Aðrir fara beint í háskóla. Eða eins og einn nemandi Kvennaskólans sagði: „Það er frábært að geta valið.“ Nú þegar bjóða margir skólar upp á val í samræmi við nýju lögin en aðrir bíða eftir að lögin taki að fullu gildi. Fjölbrautaskólar geta boðið upp á nám á meiri hraða en nýju lögin gera þeim kleift að gera valið raunhæfara. Menntaskóli Borgarfjarðar býður upp á þriggja ára nám, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Hraðbraut hafa boðið upp á nám á tveimur til þremur árum. Enn aðrir skólar sjá jafnvel fyrir sér að halda áfram með fjögurra ára brautir og bjóða kannski upp á val um fornám fyrir háskólanám á fjórða ári. Menntaskólinn á Akureyri er að innleiða spennandi námskrá sem tengir saman ólík fög í verkefnavinnu á fyrsta ári sem veitir nemendum tækifæri til að kynnast ólíkum námskostum og velja réttar brautir. MA leggur sérstaka áherslu á að bjóða velkomna grunnskólanemendur úr 9. bekk sem treysta sér til að fara hraðar í gegnum skólagönguna. Það er mikilvægt í umræðunni um styttra nám að horfa til þeirra breytinga sem eru í farvegi. Við megum ekki gleyma að á Íslandi fara 96% grunnskólanema í framhaldsskóla og því grundvallaratriði að í boði séu margar leiðir og á mismunandi hraða. Aukin framleiðni hlýtur að vera afleiðing af því að nemandi finni sér nám við hæfi. Fleiri þættir skipta auk þess miklu máli varðandi framleiðni í skólakerfinu. Það þarf að auka möguleika sterkra nemenda sem virðast ekki, í samanburði við aðrar þjóðir, fá nægilegan stuðning. Stjórnvöld verða að fara í markvissar aðgerðir til að minnka brottfall. Við verðum að rannsaka hvaða nemendur eru fimm ár eða fleiri í framhaldsskóla og hvernig við getum stutt þá í námi.Valið er lykilatriði Valkostir og hugmyndir skólameistara eru fjölmargar. Tveggja og þriggja ára námsbrautir verða að vera valkostur í fleiri skólum. Fleiri valkostir auka líkur á að nemendur velji nám við hæfi, hætti síður námi og skapi þar með ný tækifæri í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að ný ríkisstjórn í samstarfi við kennarasamtök og atvinnulífið taki áskorun um að hraða innleiðingu laganna frá 2008. Öflugt menntakerfi mun skila okkur öflugu atvinnulífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Áskorun um styttingu skólagöngu skaust upp á yfirborðið nýlega. Í þetta skiptið gerðist það í kjölfar útgáfu skýrslu samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Þar var lögð fram tillaga um að stytta skólagöngu um tvö ár til að auka framleiðni í skólakerfinu. Því er ekki að neita að umrædd framleiðni mætti vera mun betri enda er fimm ára meðalnámstími til stúdentsprófs allt of langur tími. Að auki er erfitt að útskýra af hverju íslenskir nemendur eru tveimur árum eldri en nágrannaþjóðir okkar að loknu framhaldsskólaprófi. Áskorunin er því réttmæt. Það gleymist hins vegar að árið 2008 voru samþykkt ný lög fyrir öll skólastigin sem opnuðu á miklu meiri sveigjanleika fyrir framhaldsskóla, m.a. til að stytta nám til stúdentsprófs og til að flétta saman verknáms- og bóknámsbrautir. Lögin gefa skólameisturum kost á að hanna námsleiðir fyrir starfs-, iðn-, list- og bóknám með sveigjanlegum fjölda eininga sem ráðuneytið þyrfti síðan að samþykkja sem framhaldsskólapróf, starfsnámspróf eða stúdentspróf. Lögin frá 2008 byggðu á tíu punkta samkomulagi þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, og Kennarasambands Íslands og mörkuðu stefnu um breytingar og uppbyggingu skólastarfs. Meðal annars var námsskrám breytt þannig að næstum heil önn af námi framhaldsskólans færðist niður í grunnskólann og tímaskipulagi var breytt í framhaldsskólum. Námslega og lagalega er stytting framhaldsskólans um eitt ár því tilbúin. Kaflar IV og V í lögum sem kveða á um þennan sveigjanleika hafa því miður ekki enn tekið gildi því gildistöku þeirra var frestað af fráfarandi ríkisstjórn til ársins 2015.70% á þremur árum Í kjölfar lagabreytinganna var ákveðið að Kvennaskólinn í Reykjavík yrði þróunarskóli. Síðustu fjögur árin hefur Kvennó boðið nemendum upp á val um þriggja eða fjögurra ára nám til stúdentsprófs. Í fyrra lauk fyrsti árgangurinn námi í nýja kerfinu þar sem um 60% hópsins luku stúdentsprófi á þremur árum. Í ár verður þetta hlutfall um 70%. Í úttekt um þróunarstarf Kvennaskólans segja nemendur þriggja ára námið vera mikla vinnu og hafa þeir með athugasemdum sínum stutt skólann í að aðlaga, bæta og breyta skipulagi námsins. Á öllum stigum geta nemendur valið um hraða í náminu og útskrifast á þremur, þremur og hálfu eða fjórum árum. Nemendur segja sumir að þeir græði heilt ár og velja að ferðast, læra tungumál erlendis eða kynnast störfum. Aðrir fara beint í háskóla. Eða eins og einn nemandi Kvennaskólans sagði: „Það er frábært að geta valið.“ Nú þegar bjóða margir skólar upp á val í samræmi við nýju lögin en aðrir bíða eftir að lögin taki að fullu gildi. Fjölbrautaskólar geta boðið upp á nám á meiri hraða en nýju lögin gera þeim kleift að gera valið raunhæfara. Menntaskóli Borgarfjarðar býður upp á þriggja ára nám, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Hraðbraut hafa boðið upp á nám á tveimur til þremur árum. Enn aðrir skólar sjá jafnvel fyrir sér að halda áfram með fjögurra ára brautir og bjóða kannski upp á val um fornám fyrir háskólanám á fjórða ári. Menntaskólinn á Akureyri er að innleiða spennandi námskrá sem tengir saman ólík fög í verkefnavinnu á fyrsta ári sem veitir nemendum tækifæri til að kynnast ólíkum námskostum og velja réttar brautir. MA leggur sérstaka áherslu á að bjóða velkomna grunnskólanemendur úr 9. bekk sem treysta sér til að fara hraðar í gegnum skólagönguna. Það er mikilvægt í umræðunni um styttra nám að horfa til þeirra breytinga sem eru í farvegi. Við megum ekki gleyma að á Íslandi fara 96% grunnskólanema í framhaldsskóla og því grundvallaratriði að í boði séu margar leiðir og á mismunandi hraða. Aukin framleiðni hlýtur að vera afleiðing af því að nemandi finni sér nám við hæfi. Fleiri þættir skipta auk þess miklu máli varðandi framleiðni í skólakerfinu. Það þarf að auka möguleika sterkra nemenda sem virðast ekki, í samanburði við aðrar þjóðir, fá nægilegan stuðning. Stjórnvöld verða að fara í markvissar aðgerðir til að minnka brottfall. Við verðum að rannsaka hvaða nemendur eru fimm ár eða fleiri í framhaldsskóla og hvernig við getum stutt þá í námi.Valið er lykilatriði Valkostir og hugmyndir skólameistara eru fjölmargar. Tveggja og þriggja ára námsbrautir verða að vera valkostur í fleiri skólum. Fleiri valkostir auka líkur á að nemendur velji nám við hæfi, hætti síður námi og skapi þar með ný tækifæri í atvinnulífinu. Því er mikilvægt að ný ríkisstjórn í samstarfi við kennarasamtök og atvinnulífið taki áskorun um að hraða innleiðingu laganna frá 2008. Öflugt menntakerfi mun skila okkur öflugu atvinnulífi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun