Sjálfstraustið á að vera í lagi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. maí 2013 00:01 Rakel Dögg er búin að vera lengi í landsliðinu og það mun mæða mikið á henni í leikjunum gegn Tékkum. fréttablaðið/stefán Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik spilar á sunnudag gríðarlega mikilvægan leik gegn Tékkum í umspili um laust sæti á HM. Allt þarf að ganga upp hjá stelpunum svo HM-draumurinn haldi lífi. Rakel Dögg Bragadóttir segir að liðið sé búið að vinna mikið í andlega þættinum og að sjálfstraustið sé í góðu lagi. Íslenska liðið undirbjó sig fyrir umspilsleikina gegn Tékkum með því að spila á sterku æfingamóti í Svíþjóð. Þar tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum gegn Svíþjóð, Noregi og Serbíu en þetta eru allt gríðarlega öflug lið. Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan á mótinu. Íslensku stelpurnar þekkja ágætlega til tékkneska liðsins og spiluðu í tvígang gegn þeim í undirbúningi fyrir EM. Þá vann Ísland einn leik og Tékkland einn. „Ég held að við eigum helmingslíkur í þessu einvígi. Það er engin klisja heldur staðreynd. Þetta eru jöfn lið þó svo að Tékkar eigi að vera með sterkara lið en við,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir en hún verður að sjálfsögðu í eldlínunni með landsliðinu í Vodafone-höllinni.Erum með sterkt liðÞórey Rósa Stefánsdóttir verður einnig í eldlínunni með landsliðinu um helgina.Fréttablaðið/Stefán„Ég veit alveg hvað býr í okkar liði. Við erum með gríðarlega sterkt lið og þegar við spilum okkar besta leik þá getum við lagt margar af stærstu þjóðum heims og það höfum við gert á síðustu árum.“ Íslenska liðinu gekk illa á síðasta Evrópumeistaramóti og var það smá áfall eftir gott gengi í talsvert langan tíma. Hafði sú frammistaða mikil áhrif á sjálfstraust liðsins? „Mér fannst það já. Síðan í desember höfum við verið að vinna í þessum málum. Við höfum fundað saman og Viðar Halldórsson hefur fundað með okkur en hann er alvanur því að vinna með íþróttafólki í andlegu málunum. Hann er kominn inn í teymið sem er alveg nýtt. Hans innkoma hefur haft góð áhrif og í dag höfum við enga ástæðu til þess að vera með lítið sjálfstraust. Mér líður sjálfri vel og ég held að slíkt hið sama eigi við hinar stelpurnar.“ Það er oft sagt að það sé betra að eiga heimaleikinn inni í svona umspili en íslenska liðið þarf að glíma núna við það að spila fyrst heima. „Það er alveg ljóst að við verðum að vinna þennan leik. Það er erfitt að segja til um hversu stórt við þurfum að vinna. Ég yrði himinlifandi með fjögur plús mörk en það er samt ekki trygging fyrir neinu,“ sagði Rakel. En hvað þarf að laga frá æfingamótinu fyrir þessa leiki? „Það voru alltof miklar sveiflur í okkar leik í Svíþjóð. Við verðum að ná meiri stöðugleika. Spila sterka vörn, fækka teiknifeilum og vera agaðri í okkar leik. Þetta eru alltaf sömu hlutirnir. Ef við náum að gera það þá vinnum við Tékkana.“ Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik spilar á sunnudag gríðarlega mikilvægan leik gegn Tékkum í umspili um laust sæti á HM. Allt þarf að ganga upp hjá stelpunum svo HM-draumurinn haldi lífi. Rakel Dögg Bragadóttir segir að liðið sé búið að vinna mikið í andlega þættinum og að sjálfstraustið sé í góðu lagi. Íslenska liðið undirbjó sig fyrir umspilsleikina gegn Tékkum með því að spila á sterku æfingamóti í Svíþjóð. Þar tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum gegn Svíþjóð, Noregi og Serbíu en þetta eru allt gríðarlega öflug lið. Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan á mótinu. Íslensku stelpurnar þekkja ágætlega til tékkneska liðsins og spiluðu í tvígang gegn þeim í undirbúningi fyrir EM. Þá vann Ísland einn leik og Tékkland einn. „Ég held að við eigum helmingslíkur í þessu einvígi. Það er engin klisja heldur staðreynd. Þetta eru jöfn lið þó svo að Tékkar eigi að vera með sterkara lið en við,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir en hún verður að sjálfsögðu í eldlínunni með landsliðinu í Vodafone-höllinni.Erum með sterkt liðÞórey Rósa Stefánsdóttir verður einnig í eldlínunni með landsliðinu um helgina.Fréttablaðið/Stefán„Ég veit alveg hvað býr í okkar liði. Við erum með gríðarlega sterkt lið og þegar við spilum okkar besta leik þá getum við lagt margar af stærstu þjóðum heims og það höfum við gert á síðustu árum.“ Íslenska liðinu gekk illa á síðasta Evrópumeistaramóti og var það smá áfall eftir gott gengi í talsvert langan tíma. Hafði sú frammistaða mikil áhrif á sjálfstraust liðsins? „Mér fannst það já. Síðan í desember höfum við verið að vinna í þessum málum. Við höfum fundað saman og Viðar Halldórsson hefur fundað með okkur en hann er alvanur því að vinna með íþróttafólki í andlegu málunum. Hann er kominn inn í teymið sem er alveg nýtt. Hans innkoma hefur haft góð áhrif og í dag höfum við enga ástæðu til þess að vera með lítið sjálfstraust. Mér líður sjálfri vel og ég held að slíkt hið sama eigi við hinar stelpurnar.“ Það er oft sagt að það sé betra að eiga heimaleikinn inni í svona umspili en íslenska liðið þarf að glíma núna við það að spila fyrst heima. „Það er alveg ljóst að við verðum að vinna þennan leik. Það er erfitt að segja til um hversu stórt við þurfum að vinna. Ég yrði himinlifandi með fjögur plús mörk en það er samt ekki trygging fyrir neinu,“ sagði Rakel. En hvað þarf að laga frá æfingamótinu fyrir þessa leiki? „Það voru alltof miklar sveiflur í okkar leik í Svíþjóð. Við verðum að ná meiri stöðugleika. Spila sterka vörn, fækka teiknifeilum og vera agaðri í okkar leik. Þetta eru alltaf sömu hlutirnir. Ef við náum að gera það þá vinnum við Tékkana.“
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira