Pappírsfáni á priki Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. júní 2013 08:59 Við skulum sjá,“ sagði mamma og þá vissi ég að útséð var með að nokkuð yrði úr. Orðin „seinna“ og „kannski“ höfðu sömu merkingu við ákveðnar aðstæður, þau þýddu í rauninni „nei“. Ég hafði verið að suða um eitthvað í búðinni, nauða og jagast í von um að fá eitthvað sem mig langaði í. Ég man ekki lengur hvað það var, enda var þetta ekki eina skiptið sem ég suðaði. Suð sem þetta bar samt ekki mikinn árangur yfirleitt þar sem halda þurfti vel utan um innkaupakörfu heimilisins, en það mátti alltaf reyna. Og þá reyndi ég auðvitað. Suðaði og suðaði og stundum bara eins og af gömlum vana. Jafnvel án þess að langa svo mikið í það sem ég suðaði um. Suðaði til að rækja mitt hlutverk sem barn í innkaupaferð. Það var auðvitað alls ekki skynsamleg hegðun. Enda kom hún mér í koll þegar mamma sagði eitt sinn skyndilega „já!“ Kjaftstopp stóð ég eftir með pappírsfána á priki í höndunum og dauðsá eftir að hafa ekki verið að suða um eitthvað merkilegra. Sautjándi júní löngu liðinn. Ég suðaði ekki meira þann daginn. Þessi orð hafa alls ekki sömu merkingu í eyrum minna eigin barna. Þegar ég reyni að slá botn í búðarsuð með því að segjast ætla að „sjá til“, fagna þau með tilþrifum þeirra sem náð hafa sínu fram. „Jess!“ hrópa þau og lyfta höndum í gleði. Þegar ég reyni að leiðrétta misskilninginn horfa þau undrandi á mig og væna mig um um svik. „En þú sagðir…!“ Ég hef rætt þetta við fólk á sama reki og ég og það hefur sömu sögu að segja. Þessi orð þýddu einfaldlega „nei“ í okkar barnæsku en hafa öðlast nýja merkingu milli kynslóða. Þau duga ekki lengur til að slá botninn í búðarsuðið án þess að upp úr sjóði. Uppþot barna í búð er martröð allra foreldra og því vefst það fyrir mér hvernig best sé að bregðast við. Ekki fer ég að segja nei? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun
Við skulum sjá,“ sagði mamma og þá vissi ég að útséð var með að nokkuð yrði úr. Orðin „seinna“ og „kannski“ höfðu sömu merkingu við ákveðnar aðstæður, þau þýddu í rauninni „nei“. Ég hafði verið að suða um eitthvað í búðinni, nauða og jagast í von um að fá eitthvað sem mig langaði í. Ég man ekki lengur hvað það var, enda var þetta ekki eina skiptið sem ég suðaði. Suð sem þetta bar samt ekki mikinn árangur yfirleitt þar sem halda þurfti vel utan um innkaupakörfu heimilisins, en það mátti alltaf reyna. Og þá reyndi ég auðvitað. Suðaði og suðaði og stundum bara eins og af gömlum vana. Jafnvel án þess að langa svo mikið í það sem ég suðaði um. Suðaði til að rækja mitt hlutverk sem barn í innkaupaferð. Það var auðvitað alls ekki skynsamleg hegðun. Enda kom hún mér í koll þegar mamma sagði eitt sinn skyndilega „já!“ Kjaftstopp stóð ég eftir með pappírsfána á priki í höndunum og dauðsá eftir að hafa ekki verið að suða um eitthvað merkilegra. Sautjándi júní löngu liðinn. Ég suðaði ekki meira þann daginn. Þessi orð hafa alls ekki sömu merkingu í eyrum minna eigin barna. Þegar ég reyni að slá botn í búðarsuð með því að segjast ætla að „sjá til“, fagna þau með tilþrifum þeirra sem náð hafa sínu fram. „Jess!“ hrópa þau og lyfta höndum í gleði. Þegar ég reyni að leiðrétta misskilninginn horfa þau undrandi á mig og væna mig um um svik. „En þú sagðir…!“ Ég hef rætt þetta við fólk á sama reki og ég og það hefur sömu sögu að segja. Þessi orð þýddu einfaldlega „nei“ í okkar barnæsku en hafa öðlast nýja merkingu milli kynslóða. Þau duga ekki lengur til að slá botninn í búðarsuðið án þess að upp úr sjóði. Uppþot barna í búð er martröð allra foreldra og því vefst það fyrir mér hvernig best sé að bregðast við. Ekki fer ég að segja nei?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun