Handbolti

Hannes Jón fyllti okkur eldmóði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Jón og Aðalsteinn fagna árangrinum í vor.
Hannes Jón og Aðalsteinn fagna árangrinum í vor. Mynd/Eisenach

Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Hannesar Jóns Jónssonar hjá þýska liðinu Eisenach, sem vann sér á dögunum sæti í efstu deild, eins og lesa má um hér.

Hannes Jón var kjörinn besti leikmaður þýsku B-deildarinnar, þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna veikinda. Hannes greindist með krabbamein í október en var engu að síður byrjaður að spila á ný í janúar. Aðalsteinn segir það hafa verið ótrúlegt að fylgjast með honum í baráttunni við veikindin.

„Það var gríðarlega erfitt fyrir mig sem þjálfara að fylgjast með Hannesi ganga í gegnum allt þetta. En það fyllti mann eldmóði að sjá hann taka á sínum veikindum af krafti og æðruleysi. Hann var fyrirmynd annarra leikmanna og þetta þjappaði hópnum verulega saman.“

Aðalsteinn segir að Hannes Jón hafi svo verið gríðarlega mikilvægur inni á vellinum. „Hann tók stórar ákvarðanir á ögurstundu í leikjum sem við unnum með litlum mun. Spilamennska hans var frábær og það toppar svo allt þegar hann var valinn bestur. Það finnst manni með ólíkindum þegar maður hugsar til þess að hann lá á sjúkrastofu fyrir sjö mánuðum og fékk þessar fréttir. Þetta hefur verið mikill rússíbani.“


Tengdar fréttir

Fór eftir að Geir bað guð að blessa Ísland

Aðalsteinn Eyjólfsson er kominn með lið sitt í bestu deild í heimi eftir að hafa tekið við því í neðri hluta suðurriðils þýsku B-deildarinnar fyrir þremur árum. Hann er enn með sama kjarna leikmanna og þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×