Kynslóðaskiptin fyrr en reiknað var með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2013 06:00 Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir á landsliðsæfingu. Fréttablaðið/Anton „Fókusinn hefur verið á það neikvæða. Einblínt hefur verið á úrslit leikja og þau mistök sem gerð hafa verið,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið tapaði 3-2 gegn Skotum í æfingaleik á laugardaginn en tapið var það fimmta í sex síðustu leikjum. „Leikurinn gaf okkur mjög góð svör. Auðvitað vildum við vinna alla leikina en það má ekki gleymast að við höfum spilað við mjög sterk lið.“ Ísland hefur beðið lægri hlut í tvígang gegn Svíum, auk ósigra gegn Bandaríkjunum, Kína og nú Skotum. „Við gerðum kannski ráð fyrir því að geta unnið Skota. Skotar hafa hins vegar átt frábært ár, unnið bæði Ítalíu og Holland og gert jafntefli við England. Þetta er lið sem er jafnsterkt og liðin í lokakeppninni.“Einn leikur fram að móti Margrét Lára er að komast á fulla ferð eftir erfið meiðsli.Fréttablaðið/ErnirÍsland mætir Dönum í æfingaleik í Viborg þann 20. júní. Sigurður segir umræðu um fáa æfingaleiki landsliðsins á villigötum. Liðið hafi fengið sjö æfingaleiki fram að móti sé horft til æfingaleikjanna frá og með Algarve. „Við erum vissulega ekki jafnmikið saman og aðrar þjóðir. Svíþjóð er til dæmis saman í 100 daga,“ segir Sigurður Ragnar. Kollegar hans hjá öðrum landsliðum séu í fullu starfi ólíkt honum, sem sé í hlutastarfi. Þá hafi bæði Hollendingar og Þjóðverjar verið með fulltrúa uppi í stúku á leiknum gegn Skotum um helgina að mynda íslenska liðið. „Við verðum að einbeita okkur að því sem við getum gert miðað við þann tíma sem við höfum.“Kynslóðaskiptin komu snemma Fanndís Friðriksdóttir á ferðinni í Laugardalnum.Hin 17 ára Glódís Perla Viggósdóttir hefur fengið stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og nokkuð skyndilega. Miðvörðurinn bráðefnilegi virkaði stressaður gegn Skotum en Sigurður Ragnar minnir á að mistökin hafi dreifst á fleiri. „Reynslumesti leikmaður landsliðsins, Katrín Jónsdóttir, var þrjá metra frá manninum í einu markinu. Í öðru missti Sif leikmann aftur fyrir sig og Glódís er að reyna að bjarga henni.“ Verið sé að búa til nýjan landsliðsmann þar sem kynslóðaskipti eigi sér stað hjá liðinu nokkru fyrr en hann hafi reiknað með. „Við höfðum vonast eftir því að geta gert þau eftir lokakeppnina. Málin hafa hins vegar þróast þannig að lykilmenn sem spilað hafa með liðinu undanfarin ár, staðið sig mjög vel og náð árangri, hafa ekki alltaf staðið undir væntingum í þessum leikjum. Þá fá aðrir leikmenn tækifæri.“ Sigurður viðurkennir að tækifærið komi á viðkvæmum tímapunkti svo skömmu fyrir lokakeppni. Nýti þeir hins vegar tækifærið sé hann alsæll með það.Úrslitum fórnaðMargrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er tiltölulega nýbyrjuð að spila eftir langvarandi meiðsli. Margrét Lára spilaði allan leikinn gegn Skotum en Sigurður viðurkennir að hún eigi aðeins í land. „Við ákváðum fyrir leikinn að láta hana spila í 90 mínútur til að sjá hvar hún stæði. Þá fórnarðu kannski úrslitum en færð svör í staðinn,“ segir Sigurður. Mikilvægara sé að fá svör en góð úrslit á þessum tímapunkti í undirbúningnum. Margrét Lára var ekki með í síðasta landsleik á undan gegn Svíum frekar en Hólmfríður Magnúsdóttur. „Hólmfríður hefur lítið getað æft undanfarnar vikur eftir andlát í fjölskyldunni. Það hefur haft áhrif á hennar form en hún er að vinna í því að koma til baka. Við vildum sjá í leiknum hvar hún stæði,“ segir Sigurður en Hólmfríður spilaði í 90 mínútur.Lykilmenn meiddir Katrín ÓmarsdóttirFréttablaðið/DaníelSif Atladóttir hóf leikinn í stöðu hægri bakvarðar. Miðvörðurinn virkaði fjarri sínu besta og var skipt af velli í hálfleik. Landsliðsþjálfarinn segir að komið hafi í ljós að hún var ekki tilbúin til þess að spila. „Hún hefur ekkert æft með Kristianstad undanfarnar tvær vikur, bara spilað leikina. Hún er meidd nálægt lífbeininu og við höfum miklar áhyggjur af því að hún geti hreinlega ekki verið með okkur í lokakeppninni,“ segir Sigurður. Um gífurlega blóðtöku yrði að ræða fyrir Ísland enda var Sif besti varnarmaður Íslands í undankeppninni. Katrín Ómarsdóttir, sem hefur verið í æ stærra hlutverki á miðjunni, meiddist á æfingu daginn fyrir Skotaleikinn. „Minnsta mögulega tognun þýðir tvær vikur en séu meiðslin verri er útlitið ekki gott og óvíst hvort hún verði með okkur í lokakeppninni.“ Þrátt fyrir meiðsli og formleysi lykilmanna segir Sigurður bjartsýnn og hafa trú á liðinu. „Þetta verður strembið gegn Þýskalandi en við eigum helmingsmöguleika á móti Noregi og Hollandi. Við ætlum að undirbúa okkur vel, standa okkur vel og gera þjóðina stolta.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira
„Fókusinn hefur verið á það neikvæða. Einblínt hefur verið á úrslit leikja og þau mistök sem gerð hafa verið,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið tapaði 3-2 gegn Skotum í æfingaleik á laugardaginn en tapið var það fimmta í sex síðustu leikjum. „Leikurinn gaf okkur mjög góð svör. Auðvitað vildum við vinna alla leikina en það má ekki gleymast að við höfum spilað við mjög sterk lið.“ Ísland hefur beðið lægri hlut í tvígang gegn Svíum, auk ósigra gegn Bandaríkjunum, Kína og nú Skotum. „Við gerðum kannski ráð fyrir því að geta unnið Skota. Skotar hafa hins vegar átt frábært ár, unnið bæði Ítalíu og Holland og gert jafntefli við England. Þetta er lið sem er jafnsterkt og liðin í lokakeppninni.“Einn leikur fram að móti Margrét Lára er að komast á fulla ferð eftir erfið meiðsli.Fréttablaðið/ErnirÍsland mætir Dönum í æfingaleik í Viborg þann 20. júní. Sigurður segir umræðu um fáa æfingaleiki landsliðsins á villigötum. Liðið hafi fengið sjö æfingaleiki fram að móti sé horft til æfingaleikjanna frá og með Algarve. „Við erum vissulega ekki jafnmikið saman og aðrar þjóðir. Svíþjóð er til dæmis saman í 100 daga,“ segir Sigurður Ragnar. Kollegar hans hjá öðrum landsliðum séu í fullu starfi ólíkt honum, sem sé í hlutastarfi. Þá hafi bæði Hollendingar og Þjóðverjar verið með fulltrúa uppi í stúku á leiknum gegn Skotum um helgina að mynda íslenska liðið. „Við verðum að einbeita okkur að því sem við getum gert miðað við þann tíma sem við höfum.“Kynslóðaskiptin komu snemma Fanndís Friðriksdóttir á ferðinni í Laugardalnum.Hin 17 ára Glódís Perla Viggósdóttir hefur fengið stórt hlutverk í íslenska landsliðinu og nokkuð skyndilega. Miðvörðurinn bráðefnilegi virkaði stressaður gegn Skotum en Sigurður Ragnar minnir á að mistökin hafi dreifst á fleiri. „Reynslumesti leikmaður landsliðsins, Katrín Jónsdóttir, var þrjá metra frá manninum í einu markinu. Í öðru missti Sif leikmann aftur fyrir sig og Glódís er að reyna að bjarga henni.“ Verið sé að búa til nýjan landsliðsmann þar sem kynslóðaskipti eigi sér stað hjá liðinu nokkru fyrr en hann hafi reiknað með. „Við höfðum vonast eftir því að geta gert þau eftir lokakeppnina. Málin hafa hins vegar þróast þannig að lykilmenn sem spilað hafa með liðinu undanfarin ár, staðið sig mjög vel og náð árangri, hafa ekki alltaf staðið undir væntingum í þessum leikjum. Þá fá aðrir leikmenn tækifæri.“ Sigurður viðurkennir að tækifærið komi á viðkvæmum tímapunkti svo skömmu fyrir lokakeppni. Nýti þeir hins vegar tækifærið sé hann alsæll með það.Úrslitum fórnaðMargrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er tiltölulega nýbyrjuð að spila eftir langvarandi meiðsli. Margrét Lára spilaði allan leikinn gegn Skotum en Sigurður viðurkennir að hún eigi aðeins í land. „Við ákváðum fyrir leikinn að láta hana spila í 90 mínútur til að sjá hvar hún stæði. Þá fórnarðu kannski úrslitum en færð svör í staðinn,“ segir Sigurður. Mikilvægara sé að fá svör en góð úrslit á þessum tímapunkti í undirbúningnum. Margrét Lára var ekki með í síðasta landsleik á undan gegn Svíum frekar en Hólmfríður Magnúsdóttur. „Hólmfríður hefur lítið getað æft undanfarnar vikur eftir andlát í fjölskyldunni. Það hefur haft áhrif á hennar form en hún er að vinna í því að koma til baka. Við vildum sjá í leiknum hvar hún stæði,“ segir Sigurður en Hólmfríður spilaði í 90 mínútur.Lykilmenn meiddir Katrín ÓmarsdóttirFréttablaðið/DaníelSif Atladóttir hóf leikinn í stöðu hægri bakvarðar. Miðvörðurinn virkaði fjarri sínu besta og var skipt af velli í hálfleik. Landsliðsþjálfarinn segir að komið hafi í ljós að hún var ekki tilbúin til þess að spila. „Hún hefur ekkert æft með Kristianstad undanfarnar tvær vikur, bara spilað leikina. Hún er meidd nálægt lífbeininu og við höfum miklar áhyggjur af því að hún geti hreinlega ekki verið með okkur í lokakeppninni,“ segir Sigurður. Um gífurlega blóðtöku yrði að ræða fyrir Ísland enda var Sif besti varnarmaður Íslands í undankeppninni. Katrín Ómarsdóttir, sem hefur verið í æ stærra hlutverki á miðjunni, meiddist á æfingu daginn fyrir Skotaleikinn. „Minnsta mögulega tognun þýðir tvær vikur en séu meiðslin verri er útlitið ekki gott og óvíst hvort hún verði með okkur í lokakeppninni.“ Þrátt fyrir meiðsli og formleysi lykilmanna segir Sigurður bjartsýnn og hafa trú á liðinu. „Þetta verður strembið gegn Þýskalandi en við eigum helmingsmöguleika á móti Noregi og Hollandi. Við ætlum að undirbúa okkur vel, standa okkur vel og gera þjóðina stolta.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira