Anarkía í Hamraborg Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. júní 2013 10:00 Fer fyrir hópi listamanna sem vilja gera hlutina á eigin forsendum og því opnað nýtt sýningarými. Fréttablaðið/Stefán „Það var aðallega skortur á sýningarrými fyrir grasrót frekar en bissness sem rak okkur út í þetta,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður, sem ásamt tíu öðrum myndlistarmönnum hefur stofnað sýningarrýmið Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi. Bjarni segir hópinn sem stendur að Anarkíu vera listamenn sem láti mælistikur og stofnanir „listheimsins“ sér í léttu rúmi liggja, en kjósi að taka málin í eigin hendur og koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum. „Við teljum að fastmótaðar stofnanir og kerfi þjóni ekki markmiðum okkar um frjálsa tjáningu, en viljum að allir fái að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list,“ segir Bjarni en flestir úr hópnum þekkjast vel. „Þetta er mestmegnis fólk úr mínum ranni, listamenn sem ég hef kennt í gegnum tíðina.“ Sýningarrýmið er tvískipt og segir Bjarni að markmiðið sé að leigja utanaðkomandi listamönnum annað þeirra og geti þeir því sýnt samhliða sýningum félagsmanna í Anarkíu. „Svo stefnum við líka á að vera með málþing og ráðstefnur,“ segir Bjarni en helmingi sýningarrýmisins hefur verið ráðstafað út næsta árið. Listasalurinn verður tekinn í notkun á laugardag en þá opnar Bjarni tvær sýningar í báðum sýningarrýmum Anarkíu: Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir. „Í Að flá fiðrildi er ég að vinna með nekt málverksins, ef svo má segja, innviði þess og grunnforsendur. Fiðrildið er táknmynd umbreytingar þar sem fegurðin brýst út úr ljótleikanum, það bókstaflega flær sig sjálft, brýst út úr eigin skinni.“ Svífa svartir skurðir samanstendur aftur á móti af málverkum sem kennd eru við látæði – gesture – og eru skráning á líkamlegum hreyfingum listamannsins. „Ég er að grafast fyrir um innri gerð málverks og frumþætti þess, virkni flatarins og svífandi sveiflunnar sem sker hann.“ Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir verða opnaðar í Anarkíu á laugardag klukkan 15. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það var aðallega skortur á sýningarrými fyrir grasrót frekar en bissness sem rak okkur út í þetta,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður, sem ásamt tíu öðrum myndlistarmönnum hefur stofnað sýningarrýmið Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi. Bjarni segir hópinn sem stendur að Anarkíu vera listamenn sem láti mælistikur og stofnanir „listheimsins“ sér í léttu rúmi liggja, en kjósi að taka málin í eigin hendur og koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum. „Við teljum að fastmótaðar stofnanir og kerfi þjóni ekki markmiðum okkar um frjálsa tjáningu, en viljum að allir fái að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list,“ segir Bjarni en flestir úr hópnum þekkjast vel. „Þetta er mestmegnis fólk úr mínum ranni, listamenn sem ég hef kennt í gegnum tíðina.“ Sýningarrýmið er tvískipt og segir Bjarni að markmiðið sé að leigja utanaðkomandi listamönnum annað þeirra og geti þeir því sýnt samhliða sýningum félagsmanna í Anarkíu. „Svo stefnum við líka á að vera með málþing og ráðstefnur,“ segir Bjarni en helmingi sýningarrýmisins hefur verið ráðstafað út næsta árið. Listasalurinn verður tekinn í notkun á laugardag en þá opnar Bjarni tvær sýningar í báðum sýningarrýmum Anarkíu: Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir. „Í Að flá fiðrildi er ég að vinna með nekt málverksins, ef svo má segja, innviði þess og grunnforsendur. Fiðrildið er táknmynd umbreytingar þar sem fegurðin brýst út úr ljótleikanum, það bókstaflega flær sig sjálft, brýst út úr eigin skinni.“ Svífa svartir skurðir samanstendur aftur á móti af málverkum sem kennd eru við látæði – gesture – og eru skráning á líkamlegum hreyfingum listamannsins. „Ég er að grafast fyrir um innri gerð málverks og frumþætti þess, virkni flatarins og svífandi sveiflunnar sem sker hann.“ Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir verða opnaðar í Anarkíu á laugardag klukkan 15.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira