Bandarískir túristar í toppformi Freyr Bjarnason skrifar 13. júní 2013 09:00 Tónleikar Band of Horses Eldborg, Harpa, 11. júní Meðlimir bandarísku hljómsveitarinnar Band of Horses höfðu verið á tveggja daga túristaferðalagi um Ísland áður þeir stigu á svið í Hörpu á þriðjudagskvöld sællegir og glaðir. Söngvarinn Ben Bridwell byrjaði á því að þakka Ásgeiri Trausta, sem hitaði upp, fyrir fallega tónlist sína. Bridwell var fullur þakklætis á tónleikunum því fleiri þakkarorð fylgdu síðar meir til Íslendingsins sem ferðaðist með þeim um landið, til tónleikahaldarans og að sjálfsögðu áhorfenda. Eftir rólegheitatóna Ásgeirs Trausta var hressandi að heyra Bridwell og félaga keyra allt í gang með blöndu sinni af indírokki og þjóðlagapoppi. Fyrsta lagið var einfaldlega The First Song, upphafslagið af fyrstu plötu sveitarinnar Everything All the Time, og strax á eftir fylgdi slagarinn Is There A Ghost. Næst kom hið prýðilega Knock Knock af nýjustu plötunni Mirage Rock sem kom út í fyrra. Það var aðeins annað af tveimur lögum plötunnar sem fékk að fljóta með á þessum annars nítján laga tónleikum. Öll vinsælustu lög Band of Horses fengu sinn sess, þar á meðal áðurnefnt Is There A Ghost, No One"s Gonna Love You, og The Funeral (Hægt er að sjá myndband við The Funeral í spilaranum hér fyrir ofan). Hið síðastnefnda var lokalagið fyrir uppklapp þar sem fólk reis úr sætum sínum til að hylla hljómsveitina. Að uppklappinu loknu mættu félagarnir aftur á svið og fluttu tvö lög. Fyrst Our Swords, þar sem Bridwell spilaði óvænt á bassann, og svo hið eldhressa The General Specific. Þar með luku þeir vel heppnuðum tónleikum, þar sem hljóðfæraleikurinn var í hæsta gæðaflokki og spilagleðin mikil, auk þess sem æðisleg rödd Bridwell naut sín afar vel í Eldborgarsalnum. Hann er fæddur forsprakki og skemmtikraftur, óhræddur við að bregða á leik, eitthvað sem vantaði kannski örlítið upp á hjá hinum meðlimunum. Niðurstaða: Band of Horses spilaði öll sín þekktustu lög á vel heppnuðum tónleikum. Gagnrýni Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónleikar Band of Horses Eldborg, Harpa, 11. júní Meðlimir bandarísku hljómsveitarinnar Band of Horses höfðu verið á tveggja daga túristaferðalagi um Ísland áður þeir stigu á svið í Hörpu á þriðjudagskvöld sællegir og glaðir. Söngvarinn Ben Bridwell byrjaði á því að þakka Ásgeiri Trausta, sem hitaði upp, fyrir fallega tónlist sína. Bridwell var fullur þakklætis á tónleikunum því fleiri þakkarorð fylgdu síðar meir til Íslendingsins sem ferðaðist með þeim um landið, til tónleikahaldarans og að sjálfsögðu áhorfenda. Eftir rólegheitatóna Ásgeirs Trausta var hressandi að heyra Bridwell og félaga keyra allt í gang með blöndu sinni af indírokki og þjóðlagapoppi. Fyrsta lagið var einfaldlega The First Song, upphafslagið af fyrstu plötu sveitarinnar Everything All the Time, og strax á eftir fylgdi slagarinn Is There A Ghost. Næst kom hið prýðilega Knock Knock af nýjustu plötunni Mirage Rock sem kom út í fyrra. Það var aðeins annað af tveimur lögum plötunnar sem fékk að fljóta með á þessum annars nítján laga tónleikum. Öll vinsælustu lög Band of Horses fengu sinn sess, þar á meðal áðurnefnt Is There A Ghost, No One"s Gonna Love You, og The Funeral (Hægt er að sjá myndband við The Funeral í spilaranum hér fyrir ofan). Hið síðastnefnda var lokalagið fyrir uppklapp þar sem fólk reis úr sætum sínum til að hylla hljómsveitina. Að uppklappinu loknu mættu félagarnir aftur á svið og fluttu tvö lög. Fyrst Our Swords, þar sem Bridwell spilaði óvænt á bassann, og svo hið eldhressa The General Specific. Þar með luku þeir vel heppnuðum tónleikum, þar sem hljóðfæraleikurinn var í hæsta gæðaflokki og spilagleðin mikil, auk þess sem æðisleg rödd Bridwell naut sín afar vel í Eldborgarsalnum. Hann er fæddur forsprakki og skemmtikraftur, óhræddur við að bregða á leik, eitthvað sem vantaði kannski örlítið upp á hjá hinum meðlimunum. Niðurstaða: Band of Horses spilaði öll sín þekktustu lög á vel heppnuðum tónleikum.
Gagnrýni Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið