Handbolti

Róberti standa nokkur félög til boða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Róbert Aron er eftirsóttur ytra.
Róbert Aron er eftirsóttur ytra. Fréttablaðið/Vilhelm
„Staðan er frekar óljós. Það eru samningaviðræður í gangi við Hannover-Burgdorf. En ég ætla að skoða alla mína möguleika,“ segir stórskyttan Róbert Aron Hostert. Róbert Aron var á reynslu hjá þýska liðinu á dögunum og gekk vel á æfingum liðsins.

„Það eru nokkur félög sem vilja fá mig. Ég ætla ekki að velja neitt í flýti,“ segir Róbert sem varð Íslandsmeistari með Fram á dögunum. Hann segir mestu máli skipta að fá nægan tíma til að spila. Hann vilji gera meira en læra tungumálið á sínu fyrsta ári. Hannover-Burgdorf hafnaði í sjötta sæti í þýsku deildinni sem þykir sú sterkasta í heimi.

„Hannover er auðvitað stórlið,“ segir Róbert aðspurður hvort það væri skynsamlegra að fara fyrst til liðs í b-deildinni.

„En ég held ég geti alveg plumað mig í efstu deild. Það er bara mitt að fara út og sýna að ég eigi spiltíma skilið. Svoleiðis verður það hjá öllum félögum,“ segir Róbert. Hann segir svo gott sem öruggt að hann spili erlendis á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×