Ofurmennið mætir aftur til leiks Sara McMahon skrifar 19. júní 2013 21:30 Flestir kannast við söguna um Ofurmennið frá plánetunni Krypton. Stórmyndin Man of Steel, sem frumsýnd var í gær, segir frá því þegar Ofurmennið kemur fyrst til Jarðar. Þegar myndin hefst ríkir mikil ólga á plánetunni Krypton. Vísindamaðurinn Jor-El og eiginkona hans ákveða að senda nýfæddan son sinn, Kal-El, með geimflaug til Jarðar í þeirri von að hann lifi af. Jor-El er því næst myrtur af hinum illa Zod, sem er refsað með útlegð á annarri plánetu. Skömmu síðar springur Krypton í loft upp og láta foreldrar Kal-El báðir lífið. Á Jörðinni finna hjónin Jonathan og Martha Kent ungbarnið Kal-El og taka það að sér. Pilturinn fær nafnið Clark Kent og fljótlega kemur í ljós að hann býr yfir ofurmannlegum kröftum. Í fyrstu koma kraftarnir honum í mikið uppnám en með tíð og tíma lærir Clark að nýta þá til ýmissa góðverka. Þegar Clark kemst loks að sannleikanum um uppruna sinn er Zod kominn til jarðar og upphefst þá æsispennandi barátta milli góðs og ills. Man of Steel var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi og hlaut góðar viðtökur áhorfenda. Leikstjóri myndarinnar er Zack Sneyder sem er þaulreyndur þegar kemur að leikstjórn stórmynda sem eru stútfullar af tæknibrellum. Frumraun hans var kvikmyndin Dawn of the Dead frá árinu 2004, hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við 300, með Gerard Butler í aðalhlutverki, Watchmen og Sucker Punch. Breska nýstirnið Henry Cavill fer með hlutverk Supermans að þessu sinni og þurfti leikarinn að leggja mikið á sig fyrir hlutverkið. Snyder óskaði eftir því að Cavill liti út eins og fyrstu teikningar af Superman og það án liðsinnis tölvutækninnar og búningahönnuða. Amy Adams fer með hlutverk blaðakonunnar Lois Lane, Michael Shannon, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttunum Boardwalk Empire, leikur illmennið Zod. Kevin Costner og Diane Lane leika Jonathan og Mörthu Kent, Russell Crowe fer með hlutverk Jor-El og loks leikur Laurence Fishburne yfirmann Lois Lane. Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Flestir kannast við söguna um Ofurmennið frá plánetunni Krypton. Stórmyndin Man of Steel, sem frumsýnd var í gær, segir frá því þegar Ofurmennið kemur fyrst til Jarðar. Þegar myndin hefst ríkir mikil ólga á plánetunni Krypton. Vísindamaðurinn Jor-El og eiginkona hans ákveða að senda nýfæddan son sinn, Kal-El, með geimflaug til Jarðar í þeirri von að hann lifi af. Jor-El er því næst myrtur af hinum illa Zod, sem er refsað með útlegð á annarri plánetu. Skömmu síðar springur Krypton í loft upp og láta foreldrar Kal-El báðir lífið. Á Jörðinni finna hjónin Jonathan og Martha Kent ungbarnið Kal-El og taka það að sér. Pilturinn fær nafnið Clark Kent og fljótlega kemur í ljós að hann býr yfir ofurmannlegum kröftum. Í fyrstu koma kraftarnir honum í mikið uppnám en með tíð og tíma lærir Clark að nýta þá til ýmissa góðverka. Þegar Clark kemst loks að sannleikanum um uppruna sinn er Zod kominn til jarðar og upphefst þá æsispennandi barátta milli góðs og ills. Man of Steel var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi og hlaut góðar viðtökur áhorfenda. Leikstjóri myndarinnar er Zack Sneyder sem er þaulreyndur þegar kemur að leikstjórn stórmynda sem eru stútfullar af tæknibrellum. Frumraun hans var kvikmyndin Dawn of the Dead frá árinu 2004, hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við 300, með Gerard Butler í aðalhlutverki, Watchmen og Sucker Punch. Breska nýstirnið Henry Cavill fer með hlutverk Supermans að þessu sinni og þurfti leikarinn að leggja mikið á sig fyrir hlutverkið. Snyder óskaði eftir því að Cavill liti út eins og fyrstu teikningar af Superman og það án liðsinnis tölvutækninnar og búningahönnuða. Amy Adams fer með hlutverk blaðakonunnar Lois Lane, Michael Shannon, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttunum Boardwalk Empire, leikur illmennið Zod. Kevin Costner og Diane Lane leika Jonathan og Mörthu Kent, Russell Crowe fer með hlutverk Jor-El og loks leikur Laurence Fishburne yfirmann Lois Lane.
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira