Nýmóðins helvíti Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. júlí 2013 10:00 Ég á vin frá Bandaríkjunum sem ferðast mikið um Evrópu. Hann er hálfur Frakki. Hann spurði mig einu sinni hvernig það gæti verið að í nánast mannlausu landi þrifist gróskumeiri tónlistarsena en hann hafði áður kynnst. Ég gat eiginlega ekki svarað spurningunni, en bætti við að jarðvegurinn hlyti að vera frjór og tækifærin mörg fyrir tónlistarfólk. Hann hefur nokkrum sinnum komið til Íslands. Hann hlustaði á Of Monsters and Men á Faktorý fyrir þremur árum þegar enginn hafði heyrt á þau minnst. Núna er ekki hægt að fara í Wal-Mart eða J. Crew, verslunarkeðjur í heimalandi hans, án þess að heyra lögin þeirra spiluð í bakgrunni. Hann sá Retro Stefson spila á tónleikum á Nasa fyrir fullu húsi þegar flestir hljómsveitarmeðlimir voru að stíga sín fyrstu skref í menntaskóla, bassaleikarinn var þá 16 ára, ef ég man rétt. Í samtalinu ræddum við fjölmargar hljómsveitir til viðbótar, Ojba Rasta, Moses Hightower, Sísý Ey, Agent Fresco, Sin Fang, Ólaf Arnalds, Samaris og þar fram eftir götunum. Nú á að loka Nasa og Faktorý til þess að byggja hótel í hjarta miðborgarinnar. Mörg hótel. „Það er unnið á vöktum í öllum nýmóðins helvítum,“ segir Birgir Svan Símonarson í Silfri hafsins. Tónlistarhúsið Harpa, sú ágæta stofnun, á nú að verða vettvangur gróðurvísanna í tónlistarlífi Íslendinga. Þá er búið að afgreiða það, án þess að nokkur tónlistarmaður í grasrótinni hafi beðið um það. Það geta ekki allir, og vilja ekki allir, spila í risastórum og íburðarmiklum salarkynnum glæsihalla, með fullri virðingu fyrir þeim. Of Monsters and Men hefði ekki getað fyllt Hörpu fyrir örfáum árum, og hljómaði þá ekki í eyrum fólks í Ameríku alla daga eins og raun ber vitni. Held að þarna sé á ferðinni vond hagfræði. Ég sagði vini mínum frá fyrirhuguðum framkvæmdum á Skype um daginn. Hann varð sýnilega reiður og spurði af hverju við vildum eyðileggja þessa sérstöðu okkar. Hann benti á að svona forgangsröðun myndi aldrei viðgangast í öðrum borgum Evrópu. Ég hafði, eins og áður, engin svör en bætti því við að fólki virtist standa á sama um nýgræðinginn. Nú á að byggja hótel þar til miðbærinn verður hvorki aðlaðandi fyrir heimamenn né ferðamenn. Verði okkur að því. Ég hugsa að með þessu áframhaldi hjóli ég í Breiðholt með Gísla Marteini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Ég á vin frá Bandaríkjunum sem ferðast mikið um Evrópu. Hann er hálfur Frakki. Hann spurði mig einu sinni hvernig það gæti verið að í nánast mannlausu landi þrifist gróskumeiri tónlistarsena en hann hafði áður kynnst. Ég gat eiginlega ekki svarað spurningunni, en bætti við að jarðvegurinn hlyti að vera frjór og tækifærin mörg fyrir tónlistarfólk. Hann hefur nokkrum sinnum komið til Íslands. Hann hlustaði á Of Monsters and Men á Faktorý fyrir þremur árum þegar enginn hafði heyrt á þau minnst. Núna er ekki hægt að fara í Wal-Mart eða J. Crew, verslunarkeðjur í heimalandi hans, án þess að heyra lögin þeirra spiluð í bakgrunni. Hann sá Retro Stefson spila á tónleikum á Nasa fyrir fullu húsi þegar flestir hljómsveitarmeðlimir voru að stíga sín fyrstu skref í menntaskóla, bassaleikarinn var þá 16 ára, ef ég man rétt. Í samtalinu ræddum við fjölmargar hljómsveitir til viðbótar, Ojba Rasta, Moses Hightower, Sísý Ey, Agent Fresco, Sin Fang, Ólaf Arnalds, Samaris og þar fram eftir götunum. Nú á að loka Nasa og Faktorý til þess að byggja hótel í hjarta miðborgarinnar. Mörg hótel. „Það er unnið á vöktum í öllum nýmóðins helvítum,“ segir Birgir Svan Símonarson í Silfri hafsins. Tónlistarhúsið Harpa, sú ágæta stofnun, á nú að verða vettvangur gróðurvísanna í tónlistarlífi Íslendinga. Þá er búið að afgreiða það, án þess að nokkur tónlistarmaður í grasrótinni hafi beðið um það. Það geta ekki allir, og vilja ekki allir, spila í risastórum og íburðarmiklum salarkynnum glæsihalla, með fullri virðingu fyrir þeim. Of Monsters and Men hefði ekki getað fyllt Hörpu fyrir örfáum árum, og hljómaði þá ekki í eyrum fólks í Ameríku alla daga eins og raun ber vitni. Held að þarna sé á ferðinni vond hagfræði. Ég sagði vini mínum frá fyrirhuguðum framkvæmdum á Skype um daginn. Hann varð sýnilega reiður og spurði af hverju við vildum eyðileggja þessa sérstöðu okkar. Hann benti á að svona forgangsröðun myndi aldrei viðgangast í öðrum borgum Evrópu. Ég hafði, eins og áður, engin svör en bætti því við að fólki virtist standa á sama um nýgræðinginn. Nú á að byggja hótel þar til miðbærinn verður hvorki aðlaðandi fyrir heimamenn né ferðamenn. Verði okkur að því. Ég hugsa að með þessu áframhaldi hjóli ég í Breiðholt með Gísla Marteini.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun