Handbolti

Stórliðið í Madríd pakkar saman

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ivano Balic og félagar þurfa að finna sér nýjan samastað.
Ivano Balic og félagar þurfa að finna sér nýjan samastað. Nordicphotos/Getty
Atletico Madrid tilkynnti í gær að handboltalið félagsins myndi draga lið sitt úr öllum keppnum og hætta starfsemi.

Þetta er mikið reiðarslag fyrir spænskan handbolta og þótt víðar væri leitað en Atletico Madrid hefur verið í hópi sterkustu liða Evrópa undanfarin ár.

Ástæðan er að fjárhagskrísan á Spáni hefur gert rekstur liðsins ómögulegan. Þá er stuðningur borgaryfirvalda í Madríd sagður ekki verið nægilega mikill til að halda rekstrinum á floti.

Fjölmargir af lykilmönnum liðsins höfðu þegar söðlað um en aðrir leikmenn þurfa nú að finna sér nýjan samastað fyrir næstu leiktíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×