Fótbolti

Berum mikla virðingu fyrir FH

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas í 2. umferðinni.
Björn Daníel fagnar marki sínu gegn Ekranas í 2. umferðinni. Mynd/Stefán
„Ég ber mikla virðingu fyrir FH og leikmenn mínir vita það. Auðvitað eru meiri gæði í okkar liði en í fótbolta er það oft hungrið sem skilur að. Við verðum að vera tilbúnir að selja okkur dýrt,“ sagði Nenad Bjelica, þjálfari Austria Vín, á blaðamannafundi í gær.

Fyrri leiks liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Vín er beðið með mikilli eftirvæntingu enda mikið í húfi. Sigurvegarinn í einvíginu tryggir sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar auk þess sem öruggt sæti í riðlakeppni Evrópudeildar væri tryggt. Sigurinn tryggir að lágmarki 540 milljónir í tekjur sem er um þreföld ársvelta knattspyrnudeildar FH.

Um 5500 miðar höfðu verið seldir á leikinn síðdegis í gær en um tíu þúsund miðar eru í boði. Dómari leiksins er skoskur og heitir Bobby Madden. Flautað verður til leiks klukkan 16 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×