Var fótbrotin þegar hún skoraði sigurmarkið gegn Hollandi Stefán Árni Pálsson skrifar 31. júlí 2013 07:30 Dagný verður frá keppni næstu vikurnar. fréttablaðið/arnþór Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir fótbrotnaði í leiknum gegn Þjóðverjum á EM í Svíþjóð þann 14. júlí en Ísland tapaði leiknum 3-0. Dagný lét ekki segjast og lék næstu tvo leiki með íslenska landsliðinu. Leikmaðurinn skoraði meðal annars markið gegn Hollendingum sem kom íslenska liðinu í 8-liða úrslitin. „Ég fékk spark í leiknum gegn Þjóðverjum og nú kemur það í ljós að ég hafði brotið bátsbeinið rétt fyrir neðan ökkla,“ segir Dagný í samtalið við Fréttablaðið í gær. „Læknarnir segja að ég verði frá í að minnsta kosti sex vikur og allt upp í tólf. Ég hef ekkert gert síðan ég kom heim frá Svíþjóð en vonandi get ég byrjað að æfa aftur í september,“ segir Dagný sem heldur út til Bandaríkjanna á sunnudaginn þar sem hún stundar nám við Flórída State-háskólann. „Ég var alltaf á leiðinni út um helgina og tímabilið mitt hér á Íslandi var hvort sem er búið.“ Dagný Brynjarsdóttir er á þriðja ári í náminu ytra en hefur leikið með meistaraflokki Vals frá árinu 2007. „Mig verkjaði mikið eftir leikinn gegn Þjóðverjum og hélt að það væri eitthvað alvarlegt að. Síðan fór mér allt í einu að líða betur og gat tekið þátt í leiknum gegn Hollandi. Svona eftir á að hyggja tel ég að þar hafi bara adrenalínið keyrt mig áfram. Í leiknum gegn Svíþjóð var ég alveg að drepast,“ segir Dagný en íslenska landsliðið í knattspyrnu féll úr leik í 8-liða úrslitum EM. Dagný er ekki í gifsi né á hækjum og eru meiðslin nokkuð sérstök. Hún gengur eðlilega og finnur ekki mikið til nema undir miklu álagi. Hún má því ekki skokka og alls ekki fara inn á knattspyrnuvöllinn næstu vikurnar. „Ég finn stundum til en þetta hefur skánað töluvert núna á einni viku. Vonandi heldur sú þróun áfram.“ Íslenski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir fótbrotnaði í leiknum gegn Þjóðverjum á EM í Svíþjóð þann 14. júlí en Ísland tapaði leiknum 3-0. Dagný lét ekki segjast og lék næstu tvo leiki með íslenska landsliðinu. Leikmaðurinn skoraði meðal annars markið gegn Hollendingum sem kom íslenska liðinu í 8-liða úrslitin. „Ég fékk spark í leiknum gegn Þjóðverjum og nú kemur það í ljós að ég hafði brotið bátsbeinið rétt fyrir neðan ökkla,“ segir Dagný í samtalið við Fréttablaðið í gær. „Læknarnir segja að ég verði frá í að minnsta kosti sex vikur og allt upp í tólf. Ég hef ekkert gert síðan ég kom heim frá Svíþjóð en vonandi get ég byrjað að æfa aftur í september,“ segir Dagný sem heldur út til Bandaríkjanna á sunnudaginn þar sem hún stundar nám við Flórída State-háskólann. „Ég var alltaf á leiðinni út um helgina og tímabilið mitt hér á Íslandi var hvort sem er búið.“ Dagný Brynjarsdóttir er á þriðja ári í náminu ytra en hefur leikið með meistaraflokki Vals frá árinu 2007. „Mig verkjaði mikið eftir leikinn gegn Þjóðverjum og hélt að það væri eitthvað alvarlegt að. Síðan fór mér allt í einu að líða betur og gat tekið þátt í leiknum gegn Hollandi. Svona eftir á að hyggja tel ég að þar hafi bara adrenalínið keyrt mig áfram. Í leiknum gegn Svíþjóð var ég alveg að drepast,“ segir Dagný en íslenska landsliðið í knattspyrnu féll úr leik í 8-liða úrslitum EM. Dagný er ekki í gifsi né á hækjum og eru meiðslin nokkuð sérstök. Hún gengur eðlilega og finnur ekki mikið til nema undir miklu álagi. Hún má því ekki skokka og alls ekki fara inn á knattspyrnuvöllinn næstu vikurnar. „Ég finn stundum til en þetta hefur skánað töluvert núna á einni viku. Vonandi heldur sú þróun áfram.“
Íslenski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira