Tónlist Ylju í bresku brúðkaupi Kristjana Arnarsdóttir skrifar 31. júlí 2013 08:00 Þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir eru forsprakkar hljómsveitarinnar Ylju. Hljómsveitinni bárust ansi skemmtileg skilaboð á dögunum. fréttablaðið/hag „Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Við eigum enskan texta við lagið svo ætli við sendum það ekki á hana,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir úr hljómsveitinni Ylju, en hljómsveitarmeðlimum bárust skemmtileg skilaboð á Facebook á dögunum. Bresk kona setti sig í samband við hljómsveitina og tjáði þeim að frændi sinn og kærasta hans hefðu nýverið heimsótt Ísland og hann gert sér lítið fyrir og beðið stúlkunnar í Bláa lóninu. Daginn eftir hafði hið nýtrúlofaða par síðan farið í íslenska plötuverslun þar sem starfsmaðurinn mælti með plötu Ylju sem samnefnd er sveitinni. Nú styttist í sjálft brúðkaupið og hefur hin tilvonandi brúður ákveðið að ganga upp að altarinu meðan hið vinsæla lag hljómsveitarinnar, Út, hljómar, þótt hún viti ekkert um hvað textinn fjallar. „Konan spyr svo hvort við eigum ekki mögulega enskan texta við lagið því að hana langi svo að gefa þeim hann að gjöf. Íslenska lagið er ekki beint ástarlag, textinn er kannski svolítið mikið bull og grín hjá okkur Bjarteyju. En við fengum strák til þess að þýða þetta yfir á ensku og hann gerði þetta að hálfgerðu ástarlagi svo við sýnum henni eflaust textann,“ segir Guðný Gígja. Hún segir að hljómsveitin hafi haft í nógu að snúast í sumar en nýverið fjölgaði meðlimum hennar um tvo. „Nú erum við orðin fimm en við erum búin að vera þrjú frá árinu 2011. Við höfðum lengi leitað að bassaleikara og fengum svo litla frænda minn til þess að taka það sér. Eins höfðum við Bjartey sjálfar séð um að spila aðeins á trommur en ákváðum svo að fá annan í verkið,“ segir Guðný Gígja. Hljómsveitin spilar víða um verslunarmannahelgina. „Við verðum á Laugalandi á edrúhátíðinni á föstudaginn, spilum svo á Innipúkanum á laugardaginn og á sunnudaginn verðum við á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Svo það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir Guðný Gígja sæl að lokum. Hér að neðan má heyra lagið Út. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Við eigum enskan texta við lagið svo ætli við sendum það ekki á hana,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir úr hljómsveitinni Ylju, en hljómsveitarmeðlimum bárust skemmtileg skilaboð á Facebook á dögunum. Bresk kona setti sig í samband við hljómsveitina og tjáði þeim að frændi sinn og kærasta hans hefðu nýverið heimsótt Ísland og hann gert sér lítið fyrir og beðið stúlkunnar í Bláa lóninu. Daginn eftir hafði hið nýtrúlofaða par síðan farið í íslenska plötuverslun þar sem starfsmaðurinn mælti með plötu Ylju sem samnefnd er sveitinni. Nú styttist í sjálft brúðkaupið og hefur hin tilvonandi brúður ákveðið að ganga upp að altarinu meðan hið vinsæla lag hljómsveitarinnar, Út, hljómar, þótt hún viti ekkert um hvað textinn fjallar. „Konan spyr svo hvort við eigum ekki mögulega enskan texta við lagið því að hana langi svo að gefa þeim hann að gjöf. Íslenska lagið er ekki beint ástarlag, textinn er kannski svolítið mikið bull og grín hjá okkur Bjarteyju. En við fengum strák til þess að þýða þetta yfir á ensku og hann gerði þetta að hálfgerðu ástarlagi svo við sýnum henni eflaust textann,“ segir Guðný Gígja. Hún segir að hljómsveitin hafi haft í nógu að snúast í sumar en nýverið fjölgaði meðlimum hennar um tvo. „Nú erum við orðin fimm en við erum búin að vera þrjú frá árinu 2011. Við höfðum lengi leitað að bassaleikara og fengum svo litla frænda minn til þess að taka það sér. Eins höfðum við Bjartey sjálfar séð um að spila aðeins á trommur en ákváðum svo að fá annan í verkið,“ segir Guðný Gígja. Hljómsveitin spilar víða um verslunarmannahelgina. „Við verðum á Laugalandi á edrúhátíðinni á föstudaginn, spilum svo á Innipúkanum á laugardaginn og á sunnudaginn verðum við á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Svo það er brjálað að gera hjá okkur,“ segir Guðný Gígja sæl að lokum. Hér að neðan má heyra lagið Út.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira