Pussy Riot, Soul of America og Only God Forgives frumsýndar Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. ágúst 2013 08:00 Stilla úr Pussy Riot heimildamyndinni Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frumsýnd í Bíói Paradís í dag. Myndin er tekin upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leikstjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin. Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar, No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul-goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims. Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í Bíói Paradís á morgun. Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói. Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy (Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi. Að auki var teiknimyndin um Strumpana frumsýn í gær, en í myndinni skapar hinn illi Kjartan tvo ódæla og illkvittna Strumpa sem kallast Óþekktirnar, í von um að öðlast sanna Strumpatöfra. Hann uppgötvar fljótlega að einungis sannur Strumpur getur veitt honum það sem hann vill og bregður á það ráð að ræna Strympu. Það kemur í hlut Æðstastrumps, Klaufastrumps, Fýlustrumps og Hégómastrumps að bjarga Strympu. Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frumsýnd í Bíói Paradís í dag. Myndin er tekin upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leikstjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin. Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar, No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul-goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims. Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í Bíói Paradís á morgun. Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói. Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy (Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi. Að auki var teiknimyndin um Strumpana frumsýn í gær, en í myndinni skapar hinn illi Kjartan tvo ódæla og illkvittna Strumpa sem kallast Óþekktirnar, í von um að öðlast sanna Strumpatöfra. Hann uppgötvar fljótlega að einungis sannur Strumpur getur veitt honum það sem hann vill og bregður á það ráð að ræna Strympu. Það kemur í hlut Æðstastrumps, Klaufastrumps, Fýlustrumps og Hégómastrumps að bjarga Strympu.
Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira