Moses á fótum sínum fjör að launa Sara McMahon skrifar 1. ágúst 2013 10:00 Frank Moses, Sarah Ross og Marvin Boggs reyna að halda lífi í framhaldsmyndinni Red 2. Red 2 er beint framhald grín- og hasarmyndarinnar Red frá árinu 2010. Hér bregður gamla brýnið Bruce Willis sér aftur í hlutverk fyrrverandi CIA-útsendarans Franks Moses. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að Moses og kærasta hans, Sarah Ross, reyna eftir bestu getu að lifa eðlilegu lífi eftir atburði síðustu myndar. Dag nokkurn birtist Marvin Boggs, sem leikinn er af John Malkovich, og varar þau við því að líf þeirra sé í hættu því Moses á að hafa verið viðriðinn leynilega hernaðaraðgerð sem kallast Nightshade. Umrædd aðgerð varð til á tímum kalda stríðsins og var tilgangur hennar að smygla kjarnorkuvopni í pörtum til Rússlands. Boggs hefur auðvitað lög að mæla og á þríeykið brátt fótum sínum fjör að launa. Á sama tíma hefur Victoria Winslow, njósnari og gamall kunningi Moses og Boggs, samband við Moses og tilkynnir honum að hún hafi tekið að sér verkefni á vegum MI6 og verkefnið er að myrða Moses. Ekki nóg með það, heldur er leigumorðinginn Han Cho-Bai einnig á höttunum eftir aumingja Moses sem er hvergi óhultur. Nú ríður á að Moses komist til botns í málinu og bjargi þar með lífi sínu og kærustu sinnar.Stórkostlegur leikarahópur Leikstjóri myndarinnar er hinn bandaríski Dean Parisot og er þetta fimmta kvikmynd hans. Áður hefur hann leikstýrt myndum á borð við Fun with Dick and Jane, sem er frá árinu 2005 og skartaði Jim Carrey í aðalhlutverki, og gamanmyndinni Galaxy Quest frá 1999 með Sigourney Weaver í aðalhlutverki. Leikarahópur Red 2 er langur og öflugur. Með helstu hlutverk fara Bruce Willis, John Malkovich as Marvin Boggs, Mary-Louise Parker sem Sarah Ross, Catherine Zeta-Jones, Lee Byung-hun, Anthony Hopkins, Helen Mirren og Brian Cox. Myndin hlýtur 41 prósent í einkunn frá gagnrýnendum á vefsíðunni Rottentomatoes og 7,2 í einkunn á Imdb.com. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Red 2 er beint framhald grín- og hasarmyndarinnar Red frá árinu 2010. Hér bregður gamla brýnið Bruce Willis sér aftur í hlutverk fyrrverandi CIA-útsendarans Franks Moses. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að Moses og kærasta hans, Sarah Ross, reyna eftir bestu getu að lifa eðlilegu lífi eftir atburði síðustu myndar. Dag nokkurn birtist Marvin Boggs, sem leikinn er af John Malkovich, og varar þau við því að líf þeirra sé í hættu því Moses á að hafa verið viðriðinn leynilega hernaðaraðgerð sem kallast Nightshade. Umrædd aðgerð varð til á tímum kalda stríðsins og var tilgangur hennar að smygla kjarnorkuvopni í pörtum til Rússlands. Boggs hefur auðvitað lög að mæla og á þríeykið brátt fótum sínum fjör að launa. Á sama tíma hefur Victoria Winslow, njósnari og gamall kunningi Moses og Boggs, samband við Moses og tilkynnir honum að hún hafi tekið að sér verkefni á vegum MI6 og verkefnið er að myrða Moses. Ekki nóg með það, heldur er leigumorðinginn Han Cho-Bai einnig á höttunum eftir aumingja Moses sem er hvergi óhultur. Nú ríður á að Moses komist til botns í málinu og bjargi þar með lífi sínu og kærustu sinnar.Stórkostlegur leikarahópur Leikstjóri myndarinnar er hinn bandaríski Dean Parisot og er þetta fimmta kvikmynd hans. Áður hefur hann leikstýrt myndum á borð við Fun with Dick and Jane, sem er frá árinu 2005 og skartaði Jim Carrey í aðalhlutverki, og gamanmyndinni Galaxy Quest frá 1999 með Sigourney Weaver í aðalhlutverki. Leikarahópur Red 2 er langur og öflugur. Með helstu hlutverk fara Bruce Willis, John Malkovich as Marvin Boggs, Mary-Louise Parker sem Sarah Ross, Catherine Zeta-Jones, Lee Byung-hun, Anthony Hopkins, Helen Mirren og Brian Cox. Myndin hlýtur 41 prósent í einkunn frá gagnrýnendum á vefsíðunni Rottentomatoes og 7,2 í einkunn á Imdb.com.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira