Halda tónleika til heiðurs Hljómum í Hörpu Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Hinn 5. október árið 1963 spiluðu Hljómar á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Nú, fimmtíu árum síðar, fara fram heiðurstónleikar hljómsveitarinnar í Hörpu. „Það verður mjög gaman að heyra þetta. Hljómarnir eru spenntir,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson en hinn 5. október verða stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að hin ástæla hljómsveit Hljómar kom fram á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Á tónleikunum verða flutt öll bestu lög Hljóma en fram koma meðal annarra Stefán Hilmarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Valdimar Guðmundsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Gunnar útilokar þó ekki að gömlu hljómsveitarmeðlimirnir skelli sér upp á svið og rifji upp gamla takta. „Það verður allt að koma í ljós en við tökum kannski eins og eitt lag.“Hljómsveitin var stofnuð í Keflavík árið 1963 og varð fljótt ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. „Hljómarnir voru langskemmtilegasta hljómsveit sem ég hef verið í, enda var tónlistin öll svo ný og framandi. Við vorum bara ungir og vitlausir strákar í Keflavík sem fengu að taka upp plötu. Ef það hefði ekki gengið upp værum við bara gleymdir og grafnir í dag,“ segir Gunnar og kveðst spenntur fyrir tónleikunum. Hann segist þó eiga erfitt með að trúa því að hálf öld sé liðin frá fyrsta ballinu. „Fimmtíu ár? Þetta er alveg rosalegt.“ Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það verður mjög gaman að heyra þetta. Hljómarnir eru spenntir,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson en hinn 5. október verða stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því að hin ástæla hljómsveit Hljómar kom fram á sínu fyrsta balli í Krossinum í Keflavík. Á tónleikunum verða flutt öll bestu lög Hljóma en fram koma meðal annarra Stefán Hilmarsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Valdimar Guðmundsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Gunnar útilokar þó ekki að gömlu hljómsveitarmeðlimirnir skelli sér upp á svið og rifji upp gamla takta. „Það verður allt að koma í ljós en við tökum kannski eins og eitt lag.“Hljómsveitin var stofnuð í Keflavík árið 1963 og varð fljótt ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. „Hljómarnir voru langskemmtilegasta hljómsveit sem ég hef verið í, enda var tónlistin öll svo ný og framandi. Við vorum bara ungir og vitlausir strákar í Keflavík sem fengu að taka upp plötu. Ef það hefði ekki gengið upp værum við bara gleymdir og grafnir í dag,“ segir Gunnar og kveðst spenntur fyrir tónleikunum. Hann segist þó eiga erfitt með að trúa því að hálf öld sé liðin frá fyrsta ballinu. „Fimmtíu ár? Þetta er alveg rosalegt.“ Miðasala á tónleikana er hafin á Miði.is.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“