Samrýmdar frænkur reka saman vefverslun Ásgerður Ottesen skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Frænkurnar Elma Dögg og Inga Dóra reka netverslun ásamt Ástrósu sem vantar á myndina. Systurnar Elma Dögg og Ástrós Steingrímsdætur og frænka þeirra, Inga Dóra Guðmundsdóttir, ákváðu að opna netverslun þar sem Ástrós, sem hannar skartgripi, vantaði fastan stað til þess að selja hönnun sína.„Ástrós, sem var þá í Menntaskólanum við Hamrahlíð, var að hanna skartgripi sem hún seldi á mörkuðum hér og þar. Það gekk svo vel hjá henni að við ákváðum að það væri kannski sniðugt að opna netverslun,“ segir Inga Dóra, einn þriggja eigenda netverslunarinnar Dusted.is „Við vorum búnar að velta þessu fyrir okkur í smá tíma en þegar ég fór svo í fæðingarorlof fóru hlutirnir að rúlla. Þá hafði ég mikinn frítíma og tók að mér að setja upp netverslunina.“ Elma Dögg bjó á sínum tíma í Barcelona og var komin með góð sambönd við flotta hönnuði. Frænkurnar ákváðu því að sameina krafta sína og Dusted.is varð að veruleika. „Okkur finnst svo mikið til af ungum og efnilegum hönnuðum og það var því kjörið tækifæri að bjóða öðrum að kaupa það sem við elskum,“ segir Inga Dóra. Stöllurnar selja hönnunarflíkur frá íslenskum og erlendum hönnuðum í bland við notuð föt. Fötin eru mörg hver „unisex“, eða ætluð báðum kynjum, og hafa strákar verið spenntir fyrir vörunum. Aðspurð segir Inga Dóra að fötin sé mörg hver dálítið öðruvísi, sem er spennandi viðbót í fataflóruna á Íslandi. „Við erum alltaf á höttunum eftir ungum og upprennandi hönnuðum til þess að selja vörur hjá okkur en þær verða að sjálfsögðu að passa við ímynd Dusted.is,“ segir Inga Dóra að lokum. Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Systurnar Elma Dögg og Ástrós Steingrímsdætur og frænka þeirra, Inga Dóra Guðmundsdóttir, ákváðu að opna netverslun þar sem Ástrós, sem hannar skartgripi, vantaði fastan stað til þess að selja hönnun sína.„Ástrós, sem var þá í Menntaskólanum við Hamrahlíð, var að hanna skartgripi sem hún seldi á mörkuðum hér og þar. Það gekk svo vel hjá henni að við ákváðum að það væri kannski sniðugt að opna netverslun,“ segir Inga Dóra, einn þriggja eigenda netverslunarinnar Dusted.is „Við vorum búnar að velta þessu fyrir okkur í smá tíma en þegar ég fór svo í fæðingarorlof fóru hlutirnir að rúlla. Þá hafði ég mikinn frítíma og tók að mér að setja upp netverslunina.“ Elma Dögg bjó á sínum tíma í Barcelona og var komin með góð sambönd við flotta hönnuði. Frænkurnar ákváðu því að sameina krafta sína og Dusted.is varð að veruleika. „Okkur finnst svo mikið til af ungum og efnilegum hönnuðum og það var því kjörið tækifæri að bjóða öðrum að kaupa það sem við elskum,“ segir Inga Dóra. Stöllurnar selja hönnunarflíkur frá íslenskum og erlendum hönnuðum í bland við notuð föt. Fötin eru mörg hver „unisex“, eða ætluð báðum kynjum, og hafa strákar verið spenntir fyrir vörunum. Aðspurð segir Inga Dóra að fötin sé mörg hver dálítið öðruvísi, sem er spennandi viðbót í fataflóruna á Íslandi. „Við erum alltaf á höttunum eftir ungum og upprennandi hönnuðum til þess að selja vörur hjá okkur en þær verða að sjálfsögðu að passa við ímynd Dusted.is,“ segir Inga Dóra að lokum.
Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira