Brattari á útlensku Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. ágúst 2013 07:00 Á mínum stutta blaðamannsferli hef ég tekið viðtöl við nokkra bráðskemmtilega útlendinga sem hingað komu vegna áhuga á hruninu og meintum hetjuviðbrögðum Íslendinga við því. Sumum finnst flott hvernig smáþjóðin stóð þétt saman og sendi umheiminum fingurinn, hvort sem það er nú satt eða logið. Þeir telja okkur sakleysingjana hafa neitað að gangast í ábyrgð fyrir skuldum banka sem féllu með braki og brestum. Þeir halda að sérstakur saksóknari hafi fengið meiru áorkað en orðhákurinn Brynjar Níelsson heldur fram. Þeim finnst við eyjarskeggjar svolítið eins og landið; kröftugir og óútreiknanlegir. Það er enginn dómari í eigin sök en mér finnst við ekki vera svo ólík fólki sem ég hef kynnst í öðrum löndum. Og þó að ég umgangist daglega vini og kunningja sem eru hæfileikaríkir og skemmtilegir hef ég aldrei látið mér detta í hug að í hópnum væru fleiri hetjur eða snillingar en gengur og gerist annars staðar. Ekki heldur fleira fólk með glæpahneigð. Ég leyfi mér að efast um að gests augað sé eins glöggt og máltækið segir. Líklega er mynd margra ferðamanna af þjóðinni einhvers konar ímynd byggð á ófullkomnum fréttum og auglýsingum – eða bara hreinni ímyndun. En landið blekkir engan. Ógnandi eldfjöll, mosavaxið hraun, leiftrandi norðurljós, magnaðir fossar, lygnir firðir, úfið haf og brjálað veður blasa við ferðamanninum. Svo setur hann samasemmerki milli lands og þjóðar. Ég er ekki viss um að sú jafna sé rétt reiknuð. Ég endurtek, enginn er dómari í eigin sök, en oft finnst mér við vera hnípin þjóð, öfugt við tignarlegt landið. Það sjá gestirnir aftur á móti ekki. Enda skilja þeir ekki íslensku, sem betur fer. Við setjum greinilega upp sparisvip þegar við tölum útlensku – verðum miklu brattari. Tungumálið, sem enginn skilur, virðist þannig hjálpa okkur að fela útbreitt heimilisböl – bölmóð, þras og svartsýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun
Á mínum stutta blaðamannsferli hef ég tekið viðtöl við nokkra bráðskemmtilega útlendinga sem hingað komu vegna áhuga á hruninu og meintum hetjuviðbrögðum Íslendinga við því. Sumum finnst flott hvernig smáþjóðin stóð þétt saman og sendi umheiminum fingurinn, hvort sem það er nú satt eða logið. Þeir telja okkur sakleysingjana hafa neitað að gangast í ábyrgð fyrir skuldum banka sem féllu með braki og brestum. Þeir halda að sérstakur saksóknari hafi fengið meiru áorkað en orðhákurinn Brynjar Níelsson heldur fram. Þeim finnst við eyjarskeggjar svolítið eins og landið; kröftugir og óútreiknanlegir. Það er enginn dómari í eigin sök en mér finnst við ekki vera svo ólík fólki sem ég hef kynnst í öðrum löndum. Og þó að ég umgangist daglega vini og kunningja sem eru hæfileikaríkir og skemmtilegir hef ég aldrei látið mér detta í hug að í hópnum væru fleiri hetjur eða snillingar en gengur og gerist annars staðar. Ekki heldur fleira fólk með glæpahneigð. Ég leyfi mér að efast um að gests augað sé eins glöggt og máltækið segir. Líklega er mynd margra ferðamanna af þjóðinni einhvers konar ímynd byggð á ófullkomnum fréttum og auglýsingum – eða bara hreinni ímyndun. En landið blekkir engan. Ógnandi eldfjöll, mosavaxið hraun, leiftrandi norðurljós, magnaðir fossar, lygnir firðir, úfið haf og brjálað veður blasa við ferðamanninum. Svo setur hann samasemmerki milli lands og þjóðar. Ég er ekki viss um að sú jafna sé rétt reiknuð. Ég endurtek, enginn er dómari í eigin sök, en oft finnst mér við vera hnípin þjóð, öfugt við tignarlegt landið. Það sjá gestirnir aftur á móti ekki. Enda skilja þeir ekki íslensku, sem betur fer. Við setjum greinilega upp sparisvip þegar við tölum útlensku – verðum miklu brattari. Tungumálið, sem enginn skilur, virðist þannig hjálpa okkur að fela útbreitt heimilisböl – bölmóð, þras og svartsýni.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun